Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 14
Skammdegisrabb
Eftir Dríju Viðar
Nú tíðkast J^að mjög að unglingar gangi
með öskri og ópum um götur Reykjavíkur-
borgar og fleygi í fólk glerbrotum, logandi
hoddum eða sprengjum og keyri á fólk á
skellinöðrum sínum, sérstaklgea á þetta við
ef mannfjöldi liggur við böggi eins og til
dæmis verkamenn í kröfugöngu hinn fyrsta
maí eða þá ættjarðar- og friðarvinir sem
koma saman til Jress að biðja landi sínn og
þjóð griða.
Þessir unglingar eru mjög að færa sig upp
á skaftið í vesturálfu. Þeir eru vestrænt fyr-
irbæri. Þeir fá að fremja verknað sinn nærri
óhindrað af lögreglunni. Einhversstaðár og
einhverntíma verða þessir unglingar taldir
til vandræðabarna.
Þetta slæma uppeldi unglinga liefur mjög
farið í vöxt við uppgang Vestur-Þýzkalands,
Jrar sem vitað er að gömlu nazistaforingj-
arnir lifa í vellystingum praktuglega. Það er
auðsjáanlega uppeldið sem vestrænir vilja
að koma skuli. Uppeldi lirokans og stríðs-
æsinga. Uppeldi sem Nató-unnendur kenna
börnum sínum.
Þá gegnir öðru máli um skátana. Þar eru
unglingarnir agaðir til þess að hjálpa öðrum
og tugta sjálfa sig. Skátamótið á Þingvöllum
í sumar leið var vel heppnað og veðurguð-
irnir því Iiliðhollir. En Jrað vakti lurðu
mína, hversvegna skátarnir fengu að vera á
Þingvöllum. Það er nefnilega búið að gera
fundarsamþykkt fyrir löngu í Þingvalla-
nefnd, árið sem ungmennafélagsmótið var
háð á Þingvöllum, að aldrei framar skyldi
leyfa mótstað á Þingvöllum Jrar eð svo mik-
ið jarðrask fylgdi svona mótuin. Skátar
hefðu getað verið hvar sem var, af Jdví að
50
þeir eru nægjusamir og kunna að koma sér
fyrir.
Þegar ég leit í Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins fáum dögum eftir að mótið var sett
rakst ég á setningu sem skýrði fyrir mér í
einni andrá hvað þarna liafði gerzt. Reykja-
víkurbréf segir nefnilega: Þingvellir hafa
Jrá þýðingu í tilveru íslenzku þjóðarinnar
að hún má ekki bjóða þeim annað en hið
bezta.
Hafi þingvallanefnd Jrótt vera jarðrask að
ungmennafélagsmótinu, hvað ætli luín segi
Joá um skátamótið. Skátarnir byggðu þrjár
byggingar í mosaniun innan Jnjóðgarðs. Þeir
veittu vatni yfir stórt svæði. Þeir tjölduðu í
10 daga og rneira til innan Jsjóðgarðs, I.eir-
urnar og nágrennið eru flag eftir, enda Jrótt
ekki sé annað hægt að segja en skátamótið
hafi farið vel frarn og verið hið ánægjuleg-
asta. Enda segir jafnvel áðurnefnt Reykja-
víkurbréf: . . . megi íslenzkir foreldrar vera
þess minnugir að Jreim forystumönnum sem
þarna lögðu hönd að verki er treystandi fyr-
ir uppeldi barna þeirra.
Vitanlega er einhverjum okkar í fersku
minni fundarsamþykkt Þingvallanefndar,
sem skrifaði í fundargerðabók sína að aldrei
framar mætti halda mót á Þingvöllum.
Fyrst ekki má bjóða Þingvöllum annað
en hið bezta kann að vakna sú spurning
hvort Þjóðgarðurinn sé aðeins fyrir bezta
fólkið eða fyrir þjóðina alla. Og ef Þing-
vallanefnd er launuð nefnd — hverjir borga?
Eru Jiað bara þeir beztu en ekki þjóðin öll?
Um þessar mundir er alltaf verið að níða
austanviðskiptin, og málgagn Jrað sem kenn-
ir sig við Sjálfstæðið segir að þaðan hafi
MELKORKA