Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 38
65 gr. saxað sítrónuhýði
5 gr-negull og lítið eitt af engifer
10 gr steittur kanel
15 gr pottaska (fæst í lyfjabúðum)
750 gr hveiti
Kardimommur eftir smekk.
Sýrópið, sykurinn og smjörl. er sett í pott yfir eld og
hitað að suðumarki. Síðan er öllu kryddinu bætt út í
og pottöskunni stráð' í Iieitann massan, en þegar hann
er kaldur er hveitið sett saman við. Gott að láta deigið
liggja nokkra daga áður en bakað er. Ur því eru síðan
búnar til litlar kringlóttar kökur (eða aflangar) borið
ofan á þær vatn. Heil eða hálf mandla sett i miðjuna.
Bakizt við fremur vægan hita.
Ostastengur
125 gr hveiti
125 gr smjör
125 gr rifin ostur
(4 matsk. rjómi
salt á hnífsoddi
eggjarauða.
Deigið er hnoðað og er gott að láta það bíða á
köldum stað áður en það er flutt þunnt út og skorið
í 1 sm breiðar og 10 sm langar ræmur. Settar á plötu
og penslaðar með eggjarauðu og stráð á þær rifnum
osti og bakaðar við mikinn hita. Bornar fram með osti
og kexi á köldu borði.
Piparhnetur
400 gr hveiti
200 gr sykur
1 tesk. natron
1 tesk. engifer
1 tesk. kardimommur
1 tesk. kanel
250 gr smjörlíki
1 lítil skeið síróp
1 egg.
Sykri ásamt natróni og kryddi blandað saman við
hveitið. Smjörlíkið mulið saman við vætt í með sírópi
og ekki, hnoðað. Deigið mótað í litlar kúlur. Litlum
bitum af afhýddum möndlum stungið niður i miðj-
una á hverri kúlu. Bakað við 175—200 gr. C.
Triffli (góður ábætisréttur)
y4 lítr. injólk
2-3 egg
5 matsk. sykur
1 tesk. vanilludropar
7 blöð mataflfm
3 dl þeyttur rjómi, makrónur.
Mjólkin er hituð, matarlímið lagt í bleyti. Eggin
.
MELKORKA
kemur út þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 45 krónur.
I lausasölu kostar hvert hefti 15 krónur.
Gjalddagi er 1. marz ár hvert.
Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
ÚTSÖLUMENN MELKORKU
Guðrún Albertsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði.
Hólmfríður Jónsdóttir, Nesveg 20, Norðfirði.
Kristjana Helgadóttir, Ásgarðsveg 15, Húsavík.
Rut Guðmundsdóttir, Sunnubrut 22, Akranesi.
Sigríður Gísladóttir, Borg, Mrum, Borgarfirði.
Sigríður Líndal, Steinholti, Dalvík.
Sigríður Sæland, Hverfisgötu 22, Hafnarfirði.
Sigurður Árnason, verkstjóri, Hveragerði.
Unnur Þorsteinsdóttir, Vatnsdalshólum, Mýrdal.
Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi.
Þórdís Einarsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði.
Á ofangreindum stöðum geta konur gerzt
áskrifendur að Melkorku.
s_____________________________________________/
þeytt með sykrinum. Sjóðandi mjólkinni hellt varlega
saman við eggjafrauðið. Allt látið hitna að suðumarki
en ekki sjóða. Matarlímið vel uppleyst látið saman við
og hrært vandlega. Kremið látið kólna og þeyttur
rjóminn hrærður út í. í botninn á glerskál eru látnar
muldar makrónur og þær vel vættar í sherry eða
madeira og látið liggja góða stund. Köldu kreminu
sfðan hellt yfir áður en það er hlaupið. Skreytt með
þeyttum rjóma.
74
MELKORKA