Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 34

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 34
skyrtuskipti, svo að móðir hans er alveg grallaralaus, hagar sér rétt eins og að alla daga væri laugardagskvöld, vanrækir knatt- spyrnuna, livað eftir annað. Nú sparka þeir af öllum lífs og sálarkröftum hinum megin á enginu, félagarnir hans í klúbbnum. Þeir standa með hendur á síðum og kasta mæð- inni og rökræða um árangurinn, heitir og léttir, sælir og liðugir í skrokknum eftir hina erfiðu hreyfingu. Hann langar þangað, skyndilega langar hann ákaft til þeirra. — Nú, segðu það þál Falleg er hún í hálfrökkrinu, fegurri en nokkru sinni áður. Augun og munnurinn líkt og þrír dökkir blettir í hinum föla þrí- hyrningi andlitsins. Svart hárið og silki- mjúkt líkt og rammi utan um, og alltaf sit- ur það í sömu skorðum og fer jafn vel, hvernig sem því kann nú að vera varið. Ó, livað hann þekkir hana vel, og hvað hún er falleg. Hann þolir ekki að hugsa um hár- lubbann á systur sinni, og þó veit liann gjörla, að ekki getur hún hlaupið til hár- greiðslukvenna daglega eða verið sí og æ að snyrta sig frá morgni til kvölds. — Ef hann hefði aðeins staðizt hana og veitt mótspyrnn í fyrsta sinn. Látið vera að kyssa. Þá væri hann nú hjá félögum sínum, og hún væri eins og áður í augum hans fegursta og yndis- legasta stúlkan, sem hann þekkti, stúlka, sem honum gæti aldrei til hugar komið að fá, mætti vera þakklátur að mega heilsa. Þetta liafð'i Jionum skilizt eftir að liann var fullvaxinn. En þessi örlagaríka óliappa- stund, er þau sátu saman í skógarjaðrinum, þegar ltún Iiafði blaðrað og ærslazt, aldrei þessu vant, rétt eins og meðán þau voru krakkar og hlegið og skríkt, þar til Jnin gleymdi sér svo, að hún lagði litlu höndina sína ofan á hönd hans. Hann mundi, að liann liafði horft um stund á jjessa fíngerðu Jiönd, þar til hann tók utan um Jiana, og liún lá þar kyrr í greip hans. Og síðan var það ekki lengur bara að heilsast og kveðjast, bjóða gleðileg jól og þessháttar. Hvers vegna liöfðu jjau líka eiginlega farið hing- að? Hvernig í ósköpunum stóð á því, að þau höfðu ranglað saman alla þessa leið? Þessi óróleiki dag og nótt. Þetta stöðuga hungur eftir að ltalda henni í faðmi sínum, Jrafa hana alltaf, eiga hana alveg einn, byggja einskonar múr umhverfis liana, svo að enginn annar kæmist að. Það var þá, sem þetta byrjaði. Vitfirring var þetta allt sam- an. Það var honum ljóst. — Gleymi ég að kyssa jjig, segir jjú? Ég skal kyssa jhg þannig, að þú getir aldrei gleymt því, svo að það nísti í gegnum þig og sitji fast að eilífu. — Ertu frá jjér, ertu galinn, drengur, þú kæfir mig, þú bítur ---— Hún spriklar og brýzt um og losar sig, færir sig eiJítið fjær og lagar til á sér Iiárið. Ekki }jó Jengra en svo, að liann nær hæglega til liennar. Og nú er þá kvöldið ekki eyðilagt. Nú er andlit hans eins og Jjað á að vera. Öll ltarka og biturleiki liorfinn. Nú veit hún, Iivernig fara muni, Jjví að nú er andlit lians eins og jjað á að vera. — Því að hún vill láta kyssa sig, kvssa, kyssa. Það er henni nóg, fyllir líkama henn- ar unaði, sem streymir út í alla limi, er í olnbogum hennar, hnjám og hnakka. Það er eins og hún leysist upp og verði að engu, viti ekki af sér. Að kyssast svona, Jjví gætu þau haldið áfram óendanlega, jjað vill hún svo fegin. En eitthvað meira, sem bindnr, loforð og ef til vill ákvarðanir, nei, slíkt er ófært, kemur ekki til mála. Aðeins lnigsun- in um að nefna slíkt við aðstandendur sína, koma með hann, eins og þann, sem hún ætlar sér að bindast---— láta grun jjeirra rætast, því að grunlaust er fólkið hennar ekki----nei, fjarstæða. Honum getur varla dottið slíkt og jjvílíkt í hug, svo barnalegur er hann ekki. Og Jjað sem ekkert þýðir að minnast á, ætti maður að láta vera að tala um. Hví ekki að njóta þessara stunda eins og þær eru. En það er víst ástríða hjá honuin að 70 MELKORICA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.