Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 21
Norræn heimilisíðnaðarsýning 1962 Eftir ValgerÖi Briem Iðnskólinn okkar í Reykjavík hýsir sýn- ingu norrænna heimilisiðnaðarsamtaka oo, o o við göngum um finnsku deildina: Mott- um, voðum, dreglum, reflum er vafið í lóð- rétta stranga, þeir haiiga sem vaktarar við veggi í einfaldleik, hver hlutur sérstæður, litaval takmarkað, gjörhugsað, innhverft. Aðdragandi litljómasvæðanna í vefnum smáskýrist, unz liturinn lýsir í fullum loga svo sterkum að sól margra sumra mætti bleikja. Við hlið eru á spjöld með dato og fundarhéraði festar tætlur úr gömlum voð- um, eftir þeim hefur olið verið, svo djúp þjóðlegur er Finnanna vinnumáti. Hugur reikar að horfnuin skóbótahandritum okkar sjálfra, ýmist sokknum í sæ, brenndum eða ókomnum heim aftur. Síðustu áratugina hafa Finnar grafið upp gamlar gersemar liðinna tíða, ekki bara Kalevala skartgripi til hraðsölu á tízku- markað í dag', þeir liafa líka leitað uppi og endurofið og fært til nútíma viðhorfs hvert tilbrigði vefnaðargerðanna gömlu og þessi söfnun gamalla veftækniaðferða og mynztra alþýðunnar í sveitum Finnlands er ævintýr fært til raunheims, sannferðugur endurvaki þjóðlegrar alþýðulistar. Suomen KSsityon Ystavat, finnsku heimilisiðnaðar- samtökin vissu hvað þau gerðu, þegar Laila Karttunen var þar listráðgjafi árin 1930— ’40, og hnoðið hefur haldið álram að velta. Við fyrsta snögglit um veggi norsku deild- arinnar virðist okkur þeir hafa dottið ögn uppfyrir. Noiömenn eiga og hafa lengi átt svo marga stór- kostlega persónuleika á sviði æðri listar, ekki sízt myndlista og slíkt vcx ei upp rótlaust, án undanfara, það er m. a. norsk alþýða sem öldum saman í einangrun Ijalla og fjarða tegldi sinu tréfót og óf þann vef er frægur er orðinn og heillar og seiðir í frásögn af atburðum liðinna dða. (Sjá t. d. bækur Hclen Engelstad um norskan M ELK.ORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.