Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 31
Um ástina
Helgi hundingsbani fékk Sigrúnar fri Sevafjöllum.
Þau unnust mjög. Dagur bróðir Sigrúnar varð Helga
að bana. ÞA varð hún ær í sorg sinni og bað bróður
sínum bölbæna. Hún lýsir Helga svo:
Svá bar Helgi
af hildingum
sem ítrskapaðr
askr af þyrni
eða sá dýrkalfr
döggu slunginn,
es efri ferr
öllum dýrum
ok liorn glóa
við himin sjalfan.
Haugur var gjörður eftir Helga, cn hann fór til Val-
hallar og var með Óðni. Ambátt Sigrúnar varð vör við
að Helgi reið til haugsins og sagði Sigrúnu. Hún gckk
í hauginn til Helga og kvað:
Nú emk svá fegin
fundi okrum
scm átfrekir
Óðins haukar,
es vals vitu
varmar bráðir
eða dögglitir
dagsbrún séa.
VEIZTU:
að vígbúnaðarkapphlaupið gleypir ekki aðeins fé
heldur vinnu ótrúlegs fjölda fólks. Meira en 20 milljón-
ir manna eru í herjum víðsvegar 1 heiminum. Yfir
hundrað milljónir manna starfa í hinum ýmsu grein-
um vopnaframleiðslunnar og að undirbúningi styrjald-
ar, og 70% af öllum vísindamönnum í heiminum eru
á einn eða annan hátt starfandi að undirbúningi styrj-
aldar. Hinn ameríski eðlisfræðingur og nóbelsverð-
launahafi Linus Pauling hefur sett fram þá skoðun, að
ef kjarnorkustyrjöld yrði háð hefði það f för með sér
dauða 800 milljóna manna. í heimsstyrjöldinni 1914—
1918 féllu 10 miiljónir manna og 20 milljónir urðu ör-
kumla. Seinni heimsstyrjöldin kostaði nær 50 milljónir
manna lífið.
Fyrr vilk kyssa
konung ólifðan
an blóðugri
brynju kastir,
hár’s þitt Helgi
hélu þrungit,
allr es vísi
valdögg sleginn.
Hendur úrsvalar
Högna mági,
livé skalk þér buðlungr
þess bót of vinna.
Helgi kvað:
Ein veldr þú Sigrún
frá Sevafjöllum,
es Hclgi es
hrædögg sleginn.
Grætr gollvarið
grimmum tárum
sólbjört, suðræn,
áðr sofa gangir,
hvert fellr blóðugt
á brjóst grami,
úrsvalt, innfjalgt,
ekka þrungit.
Sigrún bjó sæng í hauginum. Hún kvað:
Hér hefk þér Helgi
hvilu görva
angrlausa mjök,
Ylfinga niðr;
vilk þér í faðmi
fylkir sofna
sem lofðungi
lifnum myndak.
Helgi kvað:
Nú kveðk einskis
örvænt vesa
síð né snimma
at Sevafjöllunr,
es þú á armi
ólifðum sefr,
hvít f lraugi
Högnadóttir,
ok est kvik
en konungshorna.
Helgi kom ei aftur í hauginn og Sigrún varð skamm-
lif af harmi og trega.
Úr Helga hviÖu hundiugsbana II.
MELKORKA
67