Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 11
stöðu barns til leikja sinna og afstöðu full- orðins manns til vinnu sinnar, en bilið milli atvinnureksturs nútímaþjóðfélags og leik- heima barnanna sílengist á atómöld og varla geturn við samvizkubitslaust kvartað yfir unglingunum síðar, ef við afrækjum leikrænt vinnuuppeldi jreirra í æsku. Vanavinnuskipting liSinna alda gengur aftur í leikfangavali Það skiptir ekki svo miklu máli hvort leikfangið á að vera handa telpukríli eða drenghnokka. í leikfangavalinu gleymum við venjulega að ströng verkaskipting milli kynjanna er löngu liðin tíð, gleymum líka að leikurinn er undirbúningur og æfing að komandi vinnn vaxinna manna og að í fyrstu bernsku mótast oftast tilfinningaaf- staðan til umhverfisins. Við höfum vanrækt telpurnar með því að gefa þeim of mikið af brúðum en of lítið af tæknileikföngum og byggingarefni og við höfum vanrækt dreng- ina með því að gleyma að gefa Jjeim brúður og bangsa og dýr og önnur notalegheit sem liafa tilfinningalegt uppeldisgildi. Leikföng tengi ættliði og erfist milli kynslóða Leikföng þurfa að vera [þúl litlum lófa og falleg, helzt augnayndi barnanna, svo að fegurðarmat þeirra þroskist, leikföng verða að vera sterk og vönduð smíð, jalnvel svo endingargóð, að jiau séu vinsælir og eftir- sóttir erfðagripir og tengi þannig kynslóðir, og J^au Jmrfa að hæfa þroskastigi barnsins. Börnunum [rarf að ]jyk ja vænt um leikföng- in sín, svo að Jrau liafi ekki eingöngu gagn- vart Jreim yfirráða- og eignarkennd, lieldur einnig verndar- og varðveizlutilfinningu. Okkur vantar í leikfangabúðirnar af- greiðslufólk sem hefur skyn á að leiðbeina kaupendum og getur gelið góðar ráðlegg- ingar um heppilegt val, Joví að J^að er mikill misskilningur að foreldrar taki bara börnin með sér í búðirnar og láti þau sjálf velja það Jjau vilja. En fyrst og fremst Jjarf leikfangafram- leiðslan að afvopnast! Sköpunargleði barnsins má sízt vera í svelti á vélöld Þetta var um verksmiðjufjöldaframleidd leikföng sem verzlunarvöru, ótalin eru þau heimagerðu og þau leikföng sem börnin búa sér sjálf úr margvíslegum afgangsefni- viði er þau finna og til fellur, þau leikföng hafa jafnvel hvað mest uppeldisgildi og þar kemur nýting og nægjusemin til og hug- kvæmni, og Jaað sem skiptir ekki minnstu máli: sköpunargleði barnsins sjálfs fær þar MELKORKA 47

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.