Melkorka - 01.12.1962, Page 15

Melkorka - 01.12.1962, Page 15
— Lorna Dún Sé til ást og œtluð mér, ást mín, komdu þá. — Ást mín ber þeim einum, er ást mér vekja má. Sýndarást og heilög heit heimta’ eg ei af þér; en ég vil þú vitir, hvers virði þér ég er. Sé mín ást um annað fram, ósk og takmark þitt, hve hún er þér auðkeypt er þá gildi mitt. Ef þig seiðir samt mér frá sœludraumur nýr, vildi’ eg að ég yrði þér ofurkœr og dýr. (Þýtt úr ensku). v ___________________) aldrei komið boðleg vara. En þeir sem hafa fengið þaðan góða vöru og eru Sjálfstæðis- flokksmenn þora ekkert að láta uppi um sína vöru. Austurviðskiptin skulu vera vond hvort sem þau eru það eða ekki. Hversvegna geturn við aldrei fengið al- mennilega nælonsokka vestan frá? í mörg ár allt frá stríðslokum hafa sokkar verið svo lélegir vestanfrá að þeir duga einn dag í senn og eru þá orðnir að streymandi lykkju- föllum. Þó tekur þessi varningur allan spari- skilding flestra kvenna í Reykjavíkurborg. Það færi illa fyrir framleiðendum vestanfrá ef þeir færu nú að framleiða við almenn- ingshæfi. Það er alveg verið að drepa mann með óskalögum. Þau eru á hæsta styrkleik úti í bakaríi, inni í áætlunarbíl og meðfram endi- langri götunni sem þú gengur. í Parísarborg (t. d.) er nefnd sem vinnur að minnkuðum liávaða á vinnustöðum og á götum úti. Það er álitið að fólk verði tauga- veiklað af liávaða stórborganna. En hér heldur Sigga áfram að senda kær- ar kveðjur til Gunnu og Möggu og eftir nokkur ár getum við sem eitt sinn unnum hljómlist ekki heyrt rekið upp bofs hvað þá hlustað á Eyðisandinn. „Aldrei hélt sú er þetta ritar,“ að hún inundi nenna að liorfa á sjónvarp. Þó fór það svo, þegar ég var stödd í öðru landi, að ég horfði alltaf á sjónvarp í fréttatíma og fannst það þá, þegar allt kom til alls, fróð- legt og skemmtilegt. í sjónvarpi fær maður atburði og heilar heimsálfur inn í herbergi til sín. Mér varð á að hugsa að aldrei gætum við komið upp sjónvarpi sem mynd væri á heima á íslandi. Þá hafði ég lieyrt ávæning af því að við ættum að fá sjónvarp á íslandi. Og skömmu síðar komst svo fréttin í almæli, það skyldi enginn slordónaliáttur verða á ís- lenzka sjónvarpinu, því íslendingar þyrftu ekkert að leggja til sjálfir, ekki einu sinni málið, það kæmi beint frá Keflavíkurflug- velli. N ú urðu nokkrir góðir menn til mótmæla en umhyggja liinna ábyrgu fyrir þeirn amer- ísku bar allt nöldur og mótmæli ofurliði. Við skyldum ekki vera með neina minni- máttarkennd. Og það varð. Morgunblaðið fór strax að auglýsa sjónvörp og sjónvarpsáhorfendur á síðum sínum. Það mátti sjá fjölskyldur sitja frammi fyrir girnilegum, smörtum sjón- varpskössum og glápa hreint eins og alvöru ameríkanar og ekkert innfætt pakk. MELRORKA 51

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.