Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 7
Sovéska listakonan Maria
Aleskevicuite og Mary
Ladely frá Nigeriu heilsast
i einu hléinu.
komnir á sögulegt þing, hið fjölmennasta
sem nokkru sinni hafi verið liáð í sögu frið-
arhreyfingarinnar og sé það gleðilegt tákn
þess að augu þjóðanna væru að opnast meir
og meir fyrir því að með sameiginlegu átaki
megi takast að kveða niður styrjaldaröflin
og koma á algerðri afvopnun. Væri sérstak-
lega mikilvægt að hér kæmu saman fulltrú-
ar frá ólíkum friðarhreyfingum sem varla
hefðu haft nein sambönd sín á milli áður.
Prófessorinn sagði ennfremur að hér gæf-
ist mönnum kostur á að ræða afvopnunar-
málið frá ýmsum hliðum og bera fram ólík
sjónarmið og gerði síðan nánari grein fyrir
verkefnum þingsins. Menn virðast skiptast
í þrjá hópa, sagði prófessor Bernal, þá sem
ekki vilja trúa því að kjarnorkustyrjöld geti
orðið, aðrir sem líta á liana sem óflýjanleg
forlög og loks ]rá sem skoða liana raunveru-
lega hættu sem þó sé unnt að koma í veg
fyrir. Það er sá hópur augljóslega sem hér á
fulltrúa sína, og vér vonum að oss takist að
efla hann svo að hann verði því verkefni
sínu vaxinn að eyða styrjaldarhættunni og
tryggja afvopnun og bann við kjarnorku-
vopnum.
MELKORKA
Það þykir ef til vill einkennilegt að velja
Moskvu fyrir friðar- og afvopnunarráð-
stefnu, sagði prófessorinn ennfremur, en við
mundum lagna því — og ég efast ekki um
að ég tali í nafni allra þeirra fulltrúa sem
hér eru — ef okkur gæfist kostur á að halda
eins fjölmennt þing og þetta eða jafnvel
fjölmennara í New York eða Washington.“
Eftir tveggja daga almennar umræður
skipti þingheimur sér í nefndir og undir-
nefndir til að auðvelda starfið og ræða bet-
ur einstök verkefni — og samræma ólík
sjónarmið. Þessar nefndir gerðu síðan á-
lyktanir sem síðar voru bornar undir þingið
í lieild, og fóru þá í lok þingsins aftur fram
almennar umræður, og þingið sendi frá sér
sameiginlega ályktun, ávarp til allra þjóða
heims, og var hún samþykkt með öllum at-
kvæðum nema tveim, en sjö sátu hjá.
Eitthvað á annað hundrað fulltrúa tóku
til máls á hinum sameiginlegu fundum og
komust því færri að en vildu, en stuðlað var
að því að sem ólíkust sjónarmið kæmu fram
sem síðan voru rædd í nefndum til samræm-
ingar. Það er ógerningur í stuttri grein að
fara náið út í einstakar ræður, en sameigin-
43