Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 20
ef ekki öllum löndum heims, það stari var þrautalending fyrir latækar og fáfróðar sveitastúlkur sem flýðu sultinn lieima hjá sér og leituðu til borganna. Kvennasamtök- in vinna að því að kenna þessum stúlkum einhver störi svo að þær geti lilað eðlilegu lífi, og var þetta heimili einn liður í þeirri starfsemi. Eg var satt að segja dálítið feimin að fara á þennan stað og (ittaðist að and- rúmsloftið yrði óþægilegt. En því fór I jarri. Stúlkurnar sýndu mér með miklu stoiti hversu vel þær bjuggu, en allar hafa þær sé)tt um vist af frjálsum vilja. Þær læra þarna að lesa og skrifa, sauma, skrifa á rit- vél, hraðrita, liverskonar liandiðnað. liár- greiðslu; sumar þeirra voru meira að segja að læra véllræði. Heimilið var stofnað 24. febrúar í ár, og hafa fyrstu stúlkurnar þegar horfið þaðan og tekið upp störf sem þær hafa lært á heimilinu. Reynslan þykir svo góð að þegar er í undirbúningi að opna slík heimili í Havanna og Santiago. Einnig kom ég í stóran menntaskóla í Havanna, en hann er starfræktur sérstak- lega handa fátækum stúlkum á vegum kvennasamtakanna. Allar stúlkurnar á þess- um sk(')la höfðu verið sjálfboðaliðar þegar 300 þúsundir manna kenndu öllum Kúbu- búum að lesa og skrila á síðasta ári, og þær höfðu hlotið að launum skólastyrki sem gerði þeim kleift að stunda menntaskóla- nám. Við litum inn í ýmsa bekki, og ég gleymi ekki þeim námsáhuga sem skein út úr stúlkunum; þeirn fannst það ótrúlegt ævintýri að þær skyldu fá að stunda mennta- skólanám. Þær þurftu einnig að spyrja okk- ur margs; þeim þótti mikið koma til skóla- kerfisins á Islandi, en í hinu skildu þær hreint ekki að konur skyldu ekki fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu, eins og nú er í lögum á Kúbu. Þegar ég kynntist konunum á Kúbu fannst mér eins og þeim hefði opnazt nýr heimur við byltinguna. En auðvitað er þessi heimur aðeins að opnast og flest verk eru nýhafin, ennþá býr fólk í óliæfum vistar- MÁLSHÆTTIR UM ÁSTINA Hvarkvæm er .151111. Ast er öllum hlutum kærari. Svíða sætar ástir. Astin dregur sig ekki í hlé. Ast fæðir auðsvcipan. Sú er ástin heitust sem með meinum er bundin. Illl er að leggja ást við þann sem enga kann á móti. Hrigðul er kvenna ást. Þangað Icilar ástin sem auðurinn er fyrir. Lengi hýr um harnaást. Svo fyrnast ástir sem fundir. Lkki eru allir lyklar hundnir við einnar konu belti. Fleira er gott cn forrík drós. Oft er úlfur 1 ekkju fé. J'.lja er annarrar konti vefur. Margur hefur blckki sig á kvenna elsku. Kvöl er að heyra mcð kerlingar cyra. Fár er sem faðir, enginn sem móðir. Fátækur má ei fríða konu eiga né fagran hest. Þeir mega hafa fatta fætur sem fallegar eiga dætur. Bctra er að vera góðs manns frilla en gefin illa. Engin verður hóra eins manns vegna. Krummar láta kólna mat cn konur eigi. Já er meyjar nei. Hver á það hann kaupir nema maður konu. Margur hefur fengið knésig fyrir hcnni Venus. Allar eru vænar á vökunóttum. Drós er dánumanns yndi. Enginn veit hvor annars konu hlýtur. Flestum minnkar frelsi þá fengin cr kona. Frlð kona og hlíð byrgir oft stríð. Úr málsháttasafni Finns Jónssonar. verum, ennþá er mikið atvinnuleysi og það bitnar ekki sízt á börnunum, og auðvitað tefur það ekki lítið fyrir endurreisnarstarf- inu að svo að segja allir íbúar Kúbu, bæði karlar og konur, verða að taka þátt í vörn- um landsins og geta hvenær sem er búizt við vojmaðri innrás. En eldmóður kvennanna leyndi sér ekki, og með þátttöku þeirra í þjóðfélagsmálum má segja að fjöldi bylting- armanna á Kúbu hafi tvöfaldazt. 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.