Valsblaðið - 01.05.1997, Side 10

Valsblaðið - 01.05.1997, Side 10
Besti leikmaður: Rósa J. Steinþórsdóttir Efnilegasti leikmaður: Laufey Olafsdóttir Feðginin Guðjón Magnússon og Hildur Guðjónsdóttir ó paejumóti í Vestmanna- eyjum í sumar þar sem Hildur var valin leikmaður mótsins. mynd: Þ. Ó. umferðir var liðið með 10 stig en þá var Sigurði Grétarssyni vikið úr starfi og Þorlákur Árnason þjálfari 2.flokks karla tók við liðinu. Liðið rétti aðeins úr kútnum undir lokin með því að vinna 3 af síðustu 5 leikjunum en 8.sætið var engu að síður staðreynd sem er lakasti árangur liðsins frá upp- hafi. I Mjólkurbikarkeppninni komust Valsmenn í 8 liða úrslit en töpuðu 1 -5 fyrir IBK eftir framlengdan leik. Ljósið I myrkrinu er sá fjöldi yngri leik- manna sem er að koma upp hjá félag- inu en þeir; Arnór Gunnarsson, Grímur Garðarsson, Sigurður G. Flo- sason, Jóhann Hreiðarsson og Stefán Helgi Jónsson fengu allir að spreyta sig í síðustu leikjum mótsins. Þessir leikmenn geta vonandi fyllt þau skörð sem Jón Grétar Jónsson, Anthony Karl Gregory og Jón S. Helgason skilja eftir sig en þeir hafa ákveðið að legg- ja skóna á hilluna. Knattspyrnudeild Vals hefur lagt mikla vinnu í að halda rekstrarkostnaði í lágmarki og hefur það tekist ágætlega. Afþessum sökum lendum við í erfiðleikum með að halda góðum leikmönnum og einnig að fá góða leikmenn til okkar. Hins vegar má segja að það sé erfitt að keppa við félög sem geta eytt miklum fjármunum í að kaupa leikmenn þann- ig að árangurinn er eftir því. Besti leikmaður: Lárus Sigurðsson Efnilegasti leikmaðurinn: Ivar Ingimarsson Meistaraflokkur kvenna Meistaraflokkur kvenna tók þátt í mörgum mótum á liðnu keppnistíma- bili en þó voru Islandsmótið utanhúss og Coca Cola Bikarinn aðalmót sum- arsins. Stelpurnar stóðu sig ágætlega í sumar og lentu í 3.sæti í Islands- mótinu. I bikarkeppninni komust Vals- stúlkur í úrslit eftir frækilegan sigur á KR I undanúrslitum en töpuðu 1-2 fyrir Breiðablik sem hampaði bikarnum annað árið í röð. Liðið spilaði á köflum mjög skemmtile- ga knattspyrnu en varnarleikur liðsins var ekki nógu góður. KR og Breiðablik höfðu nokkra yfirburði síðasta sumar en Valsliðið ætti að geta blandað sér í toppbaráttuna næsta sumar enda búa leikmenn liðsins yfir miklum hæfileikum. 2.flokkur korlo: 2.flokkur karla átti frábært tímabil, liðið varð Reykjavíkurmeistari, Islands- meistari og bikarmeistari og átti það svo sannarlega skilið. Leikmenn lögðu gífurlega vinnu á sig allt tíma- bilið og uppskáru eftir því. Tæknilega séð er liðið mjög gott auk þess sem liðið var í góðu líkamlegu ástandi. I flokknum eru leikmenn sem eiga eftir að ná langt í framtíðinni vegna hæfileika, vilja og umfram allt hugar- fars leikmanna sem er ótrúlega gott. Þjálfari flokksins var Þorlákur Árnason og liðsstjóri Þórarinn Gunnarsson. Besti leikmaður: Arnór Gunnarsson Mestu framfarir: Sigurður Sæberg Þorsteinsson 2.flokkur kvenna Það var mikið að gera hjá 2.flokki kvenna á síðasta keppnistímabili. Flestar stelpurnar léku nefnilega einn- ig með meistaraflokki auk þess sem margar þeirra léku með landsliði Islands. Álagið var því gífurlegt og kom það sérstaklega niður á 2.flokki kvenna. Einnig var erfitt að halda út æfingum í þessum flokki þar sem flestar stelpurnar eru lykilmenn í meist- araflokki. Stelpurnar komust þó í úrsli- taleik Islandsmófsins en töpuðu þar fyrir KR. Það eru margar mjög efnile- gar stelpur í flokknum sem eiga eftir að láta að sér kveða I framtíðinni. 4 flokkur kvenna Valsblaðið 10

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.