Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 15
a 3 f
Kristinn Geir á æfingu með Glasgow Celtic.
Þjálfarinn fók eftir því að drengirnir
höfðu breyst, þeir voru farnir að blóta
á enska tungu auk þess sem þeir voru
hrokafullir og leiðinlegir. Það er
aðeins eitt meðal sem dugar á svona
fólk.... lets go shopping". Þjálfarinn
og liðsstjórinn tóku hirðina með sér í
bæinn. Nú lyftist brúnin á drengjunum.
En hvað var pundið margar íslenskar
krónur? Siggi Sæberg ruglaðist á
pundi (120 krónur) og Gyllini (40
krónur) og keypti svolítið mikið af
skóm. Sérstakur drengur því hann
keypti skó númer 41, 42, 43, 44 og
45 enda er Siggi ennþá að stækka.
En ævintýrið var rétt að byrja. Agúst
spilaði með unglingaliði Hibernian
gegn Glasgow Rangers í stórleik ferð-
arinnar! Leikurinn fór 2-2 og stóð
Gústi sig frábærlega enda hentar
skoski bo Itinn honum mjög vel.
Kristinn Geir vildi ekki vera eftirbátur
Gústa og fór til Irlands með Glasgow
Celtic og spilaði gegn írsku liði.
Leikurinn fór 5-2 fyrir Celtic og spilaði
Kristinn mjög vel að eigin sögn (það
fór reyndar enginn með honum til
Irlands).
Strákarnir fóru einnig á æfingu hjá
St.Mirren og síðan fóru Stebbi og
Siggi á æfingu hjá aðalliði Rangers.
Nú styttist í heimför og allir orðnir
leiðir á kæk/um hvors annars en þó
ætluðum við að gera eitthvað
skemmtilegt saman síðasta kvöldið.
Því var farið niður í bæ og stefnan sett
á diskótek.
En Skotar eru fágað og vandað fólk
sem hleypir ekki hverjum sem er inn á
diskótek, því urðu Þórarinn, Sigurður
og Stefán frá að hverfa en hinir héldu
áfram. Það lýsir einmitt móralnum í lok
ferðarinnar að okkur hinum var alveg
sama þó að þremenningarnir kæmust
ekki inn á dískóið.
Á búllunni var svaka stuð, greinilega
mikið af skoskum námsmönnum
(námumönnum)að taka út námslánin
sín. Við Islendingarnir skárum okkur
eilítið úr og fyrr en varði voru skoskar
yngismeyjar farnar að abbast upp á
okkur. Fyrirmæli þjálfarans voru skýr;
you can look but you can't touch! Við
hugsuðum hlýtf til Harðar Hilmars hjá
IT-Ferðum enda eðalstaður þetta
diskó. Allt gott tekur endi og fyrr en
varði var Þórarinn liðsstjóri kominn til
að ná í okkur og auðvitað var þjálfar-
inn skammaður fyrir að draga litlu
drengina á diskótek.
SVEIATTAN!!!!!!
Þorlákur Már þjálfari 2.flokks karla.
Haustið 1996 fóru nokkrir áhuga-
menn um getraunir innan Vals í
gang með svokallaðan Húspott
Vals. Hann er þannig uppbyggður
að hver og einn getur keypt hlut í
pottinum og kostar hver hlutur
1000 kr. Einnig hefur getrauna-
nefnd Vals tekið þátt í pottinum til
þess að styrkja hann Þessi tilraun
hefur gengið nokkuð vel og hafa
vinningar komið nokkuð reglulega
í pottinn, einu sinni hefur potturinn
fengið 13 rétta, nokkrum sinnum
12 rétta og oft 11 rétta. Getrauna-
sérfræðingar félagsins koma á
laugardögum og fara yfir leikina
og síðan er settur upp seðill og fer
það eftir þátttökufjölda hve öflugur
seðillinn verður. Nú þurfum við að
stækka pottinn duglega til að gera
þetta meira spennandi og til að
möguleikarnir verði meiri á 13 rétt-
um. Hér með er skorað á alla
félagsmenn Vals sem áhuga hafa á
ensku knattspyrnunni og hafa
gaman af getraunum að koma á
laugardögum skrá sig í pottinn og
vera með. Einnig verður hægt að
skrá sig í pottinn hjá húsvörðum,
um leið og menn koma á æfingar,
leiki eða eiga bara leið um
Hlíðarenda. Hægt er að greiða
með greiðslukortum. Einnig geta
menn gerst áskrifendur að pott-
inum í ákveðið margar vikur eða
allt árið. Nú þegar eru komnir
nokkrir fastir áskrifendur en okkur
vantar fleiri. Hægt að dreifa greiðs-
lum t.d. mánaðalega með greiðs-
lukorti. Ganga þarf frá því á skrif-
stofu félagsins hjá markaðs- og
fjármálastjóranum.
Sérfræðingarnir pæla í 13 réttum.
15 Valsblaðið