Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 19

Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 19
Valsmenn Höfum eftirforondi oð leiðorljósi: Góðir siðir fyrir iðkendur. 1. Ég er stundvís, mæti alltaf a.m.k. 10 mín. fyrir æfingar og á réttum tíma í leiki. 2 Eg er jákvæður og í góðu skapi á æfingum og í leikjum, því mér finnst gaman í íþróttum. 3. Ég mótmæli aldrei úrskurði dómara. 4. Ég kem kurteislega fram við mótherja, því ég vil að hann komi vel fram við mig. 5. Ég legg mig alltaf 100 % fram. 6. Ég tek sigri með hóflegri gleði og tapi með jafnaðargeði. 7. Ég hjálpa samherjum eins og ég get á æfingum, í leik og hvar sem er. 8. Ég geng vel um búningsklefa, íþróttasali og íþróttavelli, bæði á Hlíðarenda og annars staðar þar sem ég kem sem mótherji, gestur eða áhorfendi. 9. Ég ber virðingu fyrir Valsbúningnum og geng snyrtilega frá honum eftir leiki. Sama gildir um aðrar eignir Vals. 10. Ég er í íþróttum fyrir s/álfan mig, af því að það er hollt og skemmtilegt en ég reyni líka alltaf að vera félaginu og mínum nánustu til sóma, innan sem utan vallar. Góðir siðir fyrir foreldro: 1. Mætið á leiki og æfingar. -Börnin æskja þess. 2. Hrósið öllum leikmönnum á meðan leik stendur. -Ekki aðeins dóttur þinni eða syni. 3. Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs. -Ekki gagnrýna. 4. Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans. -Ekki reyna að hafa áhrif á hann á meðan leik stendur. 5. Lítið á dómarann sem leiðbeinenda barnanna. -Ekki gagnrýna ákvarðanir hans. 6. Hafið áhrif og hvet/ið börnin til þátttöku. -Ekki þvinga þau. 7. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur. -Urslitin eru ekki alltaf aðalatriðið. 8. Leitið eftir réttum og skynsamlegum árangri. -Ekki gera of miklar kröfur. 9. Sýnið starfi félagsins virðingu. -Verið virk t.d. á foreldrafundum, þar er ykkar vettvangur. 10. Gerið ykkur grein fyrir því að það eru börnin ykkar sem eru að spila leikinn. -Börn eru ekki fullorðið fólk. Láttu ekki tóbaksframleiðendur plata þig upp úr skónum! 19 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.