Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 26

Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 26
Rússneski aldramaðurinn •ris y Boris Bjarni Akbachev í viðtali við Þorlák Árnason Boris tekur við verðlaunum þegar Kunzeva varð Sovéskur meistari í 1. sinn Boris Bjarni Akbachev er öllum Vals- mönnum kunnur, Hann kom fyrst til Vals árið 1980 til að þjálfa hjá félag- inu en staldraði aðeins við í tvö ár. Mörgum þótti erfitt að sætta sig við jbær miklu kröfur sem Boris gerði til leikmanna á þessum tíma. Fyrir þann tíma hafði Boris aðeins þjálfað lið Kunzeva í Rússlandi sem hann gerði að stórveldi í rússneskum handbolta. Kunzeva varð þrívegis Rússlands- meistari á sjöunda áratugnum auk þess sem liðið komst tvisvar sinnum í undanúrslit í evrópukeppninni en tapaði í bæði skiptin fyrir Gummers- bach! En Boris kom aftur árið 1989 til að þjálfa Val en auk þess hefur hann verið aðstoðarmaður Þorbjörns Jens- sonar landliðsþjálfara undanfarin ár. Boris Akbachev er fæddur og uppalinn í Moskvu. Hann útskrifaðist með ken- nara- og íþróttakennarapróf eftir að hann lauk hermennsku. Boris lék bæði handbolta og knattspyrnu sjálfur en sérsvið hans í framhaldsnámi var knattspyrnal Boris hefur búið til marga frábæra leikmenn bæði hér á landi og í Rússlandi. Boris er ótrúlegur persónu- leiki sem hefur unnið frábært starf hjá handknattleiksdeild Vals undanfarin ár. Þekking hans á handbolta er mikil og enginn er honum fremri í tækni- og einstaklingsþ/álfun. Boris er þó fyrst og fremst ótrúlega jarðbundinn og dugle- gur þjálfari sem hefur náð glæsilegum árangri með mikilli vinnu. Boris hefur haft gífurleg áhrif á leikmenn og þjál- fara i gegnum tíðina og það var því ansi forvitnilegt að spjalla við þennan geðgóða mann. Hvernig hófst þjálfunarferill þinn í Rússlandi? Eg hafði leikið handbolta í hernum en þar var íþróttin mjög vinsæl. Liðið mitt í hernum varð Rússlandsmeistari árið 1956 en þar kepptum við gegn öðrum Valsblaðið 26

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.