Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 28

Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 28
Kunzeva liðið sem Boris gerði að Sovéskum meisturum fyrir leik ó móti Gummersbach í undanúrslitum í Evrópukeppni meistaraliða órið 1967. ánægðir að krakkarnir væru í íþróttum í stað þess að vera á götunni að leika sér. Þeim börnum sem vegnaði illa í skóla voru send heim og fengu þau ekki ací koma aftur í handboltaskólann fyrr en þeir bættu sig í náminu. Foreldrarnir voru mjög ánægðir með þetta aðhald þannig að hand- boltaskólinn varð rn/ög vinsæll. Þetta var í raun útungarvél þar sem við tókum bestu leikmennina úr hverjum hópi fyrir sig og síðan áttum við einn sérstaklega góðan hóp þ egar skólanum lauk um 18 ára aldur. Þeir spiluðu síðan fyrir meistaraflokk Kunzeva og þá vissi ég nákvæmlega að hverju ég gekk. Hver er munurinn á hugarfari íslenskra og rússneskra íþróttamanna? Munurinn er mikill en hann er aðal- "Vinirnir" Jewtuschenko og Boris fylg- jast með leik Sovéska landsliðsins. lega vegna jbess að flestir handbolta- menn í Rússlandi eru atvinnumenn. A Islandi eru menn í vinnu og hand- boltinn er í flestum tilfellum áhugamál. Rússar æfa c.a. 10-12 sinnum í viku. Rússar eru líka tilbúnir að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig. Aginn er mikill en hann kemur úr íþróttinni sjál- fri en ekki úr rússneskri menningu eins og margir halda. I Rússlandi gefur þú valið úr gífurlegum fjölda íþróttaman- na og þú hikar ekki við að henda í burtu þeim einstaklingum sem sýna ekki næginlegan áhuga. Á Islandi hins vegar er erfitt að refsa leikmönnum þar sem að það gæti orðið til þess að þú ættir ekki í lið til þess að taka þátt í keppni. Samkeppnin í Rússlandi er svo mikil að hún sem slík gerir leik- menn agaðri. Þjálfarar í Rússlandi eru auk þess atvinnuþjálfarar og taka því vinnu sína mun alvarlegra en sá sem hefur hana sem aukavinnu! Það er ekki hægt að líkja þessum aðstæðum saman. Hvað með þennan svokallaða ,rúss- neska handboltaskóla" og áherslur hans? Rússneskur handboltaskóli er ekki alls staðar eins, því skólinn í Moskvu er ekki eins og í öðrum borgum Rússlands. I gegnum tíðina hafa Rússar alið stóra og sterka leikmenn sem fóru allt á kraftinum einum saman. I mínu liði var mikið meira hugsað um tæknilegu hliðina enda hafði ég ekki stóra og sterka leik- menn. Þess vegna urðum við að vera klókir. Eg b/ó til allar mínar æfingar sjálfur og aðlagaði þær að þeim leik- mönnum sem ég hafði hverju sinni. Frá 1946-1986 voru allir miðjumenn í rússneska landsliðinu frá Kunzeva. Þetta undirstrikar einmitt þær áherslur í þjálfuninni en eins og flestir vita þá þurfa miðjumenn í handknattleik fyrst og fremst að vera tæknilega góðir og klókir. Við lögðum einnig mikla áherslu á lyftingar með lóðum. Við byrjuðum á þessu í kringum 1963 en ég tók æf- ingar úr frjálsum íþróttum þar sem lögð er áhersla á kraft og hraða. Eftir þetta byrjuðu öll liðin í Rússlandi að nota lóð. Eg notaði einnig mikið fim- leikaæfingar í kraftþjálfunina því að- stoðarþjálfari liðsins / var mikill fim- leikamaður. Hvernig var að vera landliðsþjálfari Rússlands á sínum tíma? Eg var beðinn um að vera aðstoðar- þjálfari með Jewtuschenko en sam- starfið gekk vægast sagt ílla. Hann leit stórt á sig og var mjög hrokafullur. I fyrstu neitaði ég að starfa með honum en eftir mikinn þrýsfing frá stjórn- völdum þá ákvað ég að vinna með honum. Eg var ekki í mjög þægilegri stöðu þannig að ég ákvað að slá til. Eg hefði annars verið útskúfaður í Rússlandi. Þeir hefðu í raun getað drepið mig! Kommúnisminn var nú einu sinni þannig að skipanirnar komu að ofan og þú varðst að hlýða þeim. Eg sá um tækniþjálfun og leikfræði í landsliðinu en Jewtuschenko stjórnaði af bekknum. Jewtuschenko var í sviðsljósinu enda hentaði hann kom- múnistaflokknum mjög vel. Þeir áttu hins vegar í smá erfiðleikum með að hemja mig! Þetta samband var ekki líklegt til árangurs en þó voru ákveðnir menn eingöngu í því að lægja öldurnar á milli okkar. Rússneska landsliðið náði þó 4. sæti á Heimsmeistaramótinu I Þýskalandi árið 1972 undir okkar stjórn. En nú ert þú kannski frægastur fyrir einstaklingsþjálfun, hvernig hófst þetta ferli hjá þér? Lið er einfaldlega samansafn af mörg- um ólíkum einstaklingum þess vegna hefur einstaklingsþjálfunin alltaf verið hluti af þjálfuninni hjá mér. Stærsta vandamálið á Islandi varð- andi þjálfun er það að allir leikmenn Valsblaðið 28

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.