Valsblaðið - 01.05.1997, Page 32

Valsblaðið - 01.05.1997, Page 32
"Nil er sannarlega kemin tími til að sýna að yið séum gooar." Viðtal við Gerði Betu Jóhannsdóttir Gerður Beta Jóhannsdóttir er leik- maður með meistaraflokki kvenna í handknattleik. Hún er aðeins 21 árs gömul en hefur samt spilað með meis- taraflokki síðan 1993. Gerður Beta er fyrirliði Vals og fastamaður í íslenska landsliðshópnum í dag. Gengi meis- taraflokks hefur ekki verið gott í vetur; liðið er í 7. sæti með 8 stig í 11 leikjum en þó hefur liðið spilað ágætlega á köflum og tveir sigrar í röð í deildinni segja okkur að stelpurnar séu á uppleið. En hvað sagði Gerður um stöðu mála, VaIsblaðið tók púlsinn á fyrirliðanum. Ertu ánægð með gengi liðsins í vetur? Nei, alls ekki. Við höfum tapað mörg- um leikjum með litlum mun og þá sér- staklega á síðustu 10 mínútum leik- sins. Mér finnst við vera með betra lið en í fyrra og þess vegna gerir maður meiri kröfur en þá. Nú er lengi búið að tala um hvað þið eruð efnilegar en samt bíða allir ennþá eftir að þið springið út. Hvert er vandamálið? Við stelpurnar í liðinu erum allar meðvitaðar um þetta. Við erum að mínu mati tæknilega betri en flest önnur lið í deildinni en svo virðist sem hausinn á okkur sé ekki í lagi. Það er lengi búið að tala um hversu efnilegar við séum en nú er sannarlega komin tími til að sýna að við séum góðar. Hvað finnst þér um deildina í vetur? Mér finnst deildin vera jafnari en oft áður. I fyrra steinlágum við fyrir topp- liðunum en í dag stöndum við mun betur í þeim. Stjarnan og Haukar eru sennilega með bestu liðin en samt finnst mér að allir geta unnið alla í deildinni. Valsblaðið 32

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.