Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 41

Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 41
Valshópurinn fór á kostum P5 1 s i 4. fl. karla frá v. Elvar L. Guðjónsson, Markús M. Mikaelsson, Ólafur H. Gíslason, Snorri S. Guðjónsson, Fannar Ö Þorbjörnsson, Daði Höskuldsson, Jóhannes H. Sigurðsson, Birgir Þ Birgisson, Úlfar Stefánsson, Styrmir Hansson, Arnar Þ friðjónsson, Ólafur Backman Keppnisferð 4. flokks korla og kvenna í handbolta Fimmtudaginn 26. júní 1997 var glæsilegur hópur af ungum Vals- mönnum saman kominn fyrir framan félagsheimili Vals (fjós og hlaða 1916). Þetta voru 27 piltar úr 4. fl. karla og 17 yngismeyjar úr 4. fl. kvenna í handbolta en hópurinn var að stíga upp í rútu sem átti að flytja þau til Keflavíkur. Þau voru að fara í keppnis- ferð til Svíþjóðar og Danmerkur og höfðu safnað fyrir ferðinni á aðeins einu ári undir dyggri stjórn foreldra og þjálfaranna, Jóns Halldórssonar og Oskars Bjarna. Það voru fleiri lið sem fóru með Val til Svíþjóðar en Valur var eina liðið sem ætlaði sér á tvo mót, Partille Cup og Dronninglund Cup. I 4. fl. ka. fóru Haukar, Grótta og FH en FH, ÍBV, Völsungur og Grótta í 4. fl. kv. Einnig var U18 ára landsliðið að fara á opna norðurlandamótið en þar voru einmitt tveir Valsmenn, þeir Sigurgeir T. Höskuldsson og Daníel S. Ragnarsson Flogið var til Danmerkur og farið með ferju yfir til Svíþjóðar. Þegar komið var á leiðarenda kom hópurinn sér fyrir og var ákveðið að Eivor skyldi sofa hjá stelpunum en Óskar yfirþ/álfari, Hreggviður yfir- gjaldkeri, Valur Örn yfirlæknir og Davíð Ólafsson yfirvekjari skyldu vera hjá strákunum enda meiri þörf á fleirum þar. Ólína, Hansi og frú höfðu komið sér fyrir á hóteli sem lengst frá hópnum til að fá almennilegan svefn. Strákarnir voru ekkert á þeim nótum að fara að sofa enda spennan að drepa þá en hræðslan við Hreggvið færði þá í svefn. Um 15 sænskir töff- arar hópuðu sér saman fyrir framan herbergið hjá stelpunum og höfðu aldrei sécf svona margar sætar stelpur í einu liði. Stelpurnar skulfu af hræðs- lu og það var eins gott að „massarnir" Valur og Davíð voru með þvi Svíarnir hlupu burt er þeir sáu þá, vel skorna og vígalega. Það vantaði þó sárlega „Jón massa með beltið" en hann komst ekki með sökum þess að hann var fararstjóri á Spáni. A föstudeginum var farið í Liseberg sem er nokkurs konar skemmtigarður og þar var reynt að eyða peningum í hinum ýmsu tækjum. Hópurinn eyddi mismiklu en enginn slapp jafnvel og Markús sem einhvern óskiljanlegan hátt kom út í gróða eftir daginnll Reyndar skyggði það dálítið á gleði dagsins að Hreggviður yfirgjaldkeri meiddist í fót- bolta um morguninn og var óvíst hvort hann gæti fylgst með mótinu og á tíma var jafnvel haldið að það þyrfti að senda hann heim, svo ból- ginn var á honum kálfinn. Hann jaf- naði sig óvenjufljótt en að læknisráði þá hvíldi hann er Valsmenn fjölmen- ntu í skrúðgöngun á laugardeginum. Valsmenn fóru á kostum í skrúðgön- gunni og vöktu athygli fyrir vel æfð dansatriði og skemmtilega söngva. Reyndar voru strákarnir frekar takt- lausir og falskir en fararstjórarnir bæftu það upp. Ibúar Gautaborgar hrifust svo af hópnum að þeir tóku myndir og báðu um eiginhandarárit- anir. Þegar Valskrakkarnir gengu inn á aðalvöllinn þá risu áhorfendur úr sætunum og sungu sig hása me<3 þes- Styrmir Hansson og Snorri Steinn Guðjónsson með verðlaunagripina. 41 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.