Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 42
4 fl. kvenna: Berglind í. Hansdóttir, Kristín Geirarðsdóttir, Lísa Njólsdóttir,
Margrét Ásgeirsdóttir, Marín S. Madsen, Tinna Baldursdóttir, Tinna
Þorsteinsdóttir, Berglind Ó. Guðmundsdóttir, Elfa B. Hreggviðsdóttir, Kristín Þ.
Haraldsdóttir, Oddný Sófusdóttir, Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Svanhvít Helga
Rúnarsdóttir, Dröfn Kærnested
sum lífsglöðu islendingum. Svo mikil
var kátínan að kynnirinn, Sven
Sivertsen, varð að róa áhorfendur
niður og biðja öryggisverði um að
færa öskrandi aðdáendur í burtu.
Þetta var álíka stemmning og þegar
Bítlarnir mættu til USA. Eftir kynning-
una stjórnuðu Valskrakkarnir stórum
hópdans og þar sameinuðust hönd í
hönd ýmsar þjóðir sem hafa barist
hart undanfarin ár, svo sem Palestínu-
menn og Israelar og hin ýmsu þjóðar-
brot Júgóslavíu. Þar sungu leikmenn
„We are the World'' og „gleymdu ekki
þínum minnsta bróður/ þó höfog álfur
skilji að". Á sunnudeginum byrjaði svo
mótið sjálft, Partille-Cup, sem er
sterkasta unglingamót í heimi. Það
sást strax að hópurinn var í fínu formi
enda hafði hann æft fjórum sinnum í
viku í maí og júní. Lyftingarnar hjá
Nonna, útihlaupin og tækni-
æfingarnar brutust út á þessu
heimsmeistaramóti unglinga. Vals-
menn vöktu strax lukku fyrir fallega
framkomu, glæsilega ACO og Esso
búninga og síðast en ekki síst hand-
bolta á heimsmælikvarða. Islendingar
búsettir víðsvegar í Gautaborg fjöl-
menntu til að hvetja krakkana. 4. fl.
karla var með tvö lið og hafði Sigurður
Sigurþórsson umsjón með A-liðinu en
hann og Jón Halldórsson hafa einmitt
þjálfað '81 og '82 árgangana undan-
farin átta ár eða síðan 1900 og eitth-
vað og þeir eiga þessa stráka frá A-O.
Davíð Olafs. sá um B-liðið hjá
strákunum sem samanstóð af strákum
af yngra árinu. kvenfólkið var einnig
með tvö lið og sá Eivor um B-liðið en
Valur Orn um eldra árið, þ.e. A-liðið.
Öskar Bjarni, yfirþjálfari,hljóp á milli
og reyndi að hjálpa öllum en þar sem
var svo langt á milli valla þá missdi
hann af flestum leikjunumll A kvöldin
var boðið upp á diskótek og land-
sliðskeppni undir 18 ára. Handboltinn
hafði vinninginn oftast nær en að sjálf-
sögðu var kíkt á böllin en Svíarnir voru
hálffurðulegir í lagavali. Það sást
greinilega á mánudagskvöld eftir
riðlakeppnina að Valsstrákarnir væru
til alls líklegir. Það var nefnilega lands-
liðskeppni um kvöldið og þá sendu
hvert lið þrjá leikmenn til að spila
saman sem landslið á móti hinum lön-
dunum. Markús, Snorri og Ólafur
markvörður spiluðu fyrir hönd strákan-
na og Tinna, Kristín Þóra og Berglind
Iris markvörður fyrir hönd stelpnanna.
Strákarnir spiluðu til úrslita en töpuðu
með einu marki á móti Svíum. A-liðið
hjá strákunum var mun sferkara en
landslið Islands (með allri virðingu
fyrir hinum liðinum) og því urðu menn
nokkuð vongóðir. Það fór svo þannig
að A-liðið hjá strákunum vann hvert
stórliðið á fætur öðru og á fimm-
tudeginum 3. júlí var komið að stóru
stundinni, úrslitaleikur á móti Savehof
í Savehof höllinni. Islendingar fjölmen-
ntu í höllina og Valskrakkarnir máluðu
sig en Svíar fjölmenntu einnig og það
stemmdi í meiri spennu en í úrsli-
taleiknum á HM '90 þegar Svíar
mættu Rússum. Hitinn í húsinu var
óhugnarlegur og spennan yfirþyrm-
andi. Þegar leikmenn beggja liða
hlupu inn þá leist mönnum ekkert á
blikuna því Svíarnir voru með stórf og
stæðilegt lið og dómararnir frá Stokk-
hólmi. Hvernig átti að sigra Svía á
heimavelli með heimadómara?
Svíarnir voru yfir allan leikinn en Vals-
menn náðu að jafna í lokin. Leikurinn
endaði því jafnt og því var bráðabani
það eina sem kom til greina.
Boltanum var kastað upp og þeir sem
yrðu fyrstir til að skora myndu vinna
Partille-Cup. Markús vann uppkastið
og Valur fékk því boltann. Strákarnir
spiluðu upp á öruggt færi og loksins
kom að því, einum fleiri gekk stimp-
lunin niður í vinstra horn til Arnars og
hann skoraði á eftirminnilegan hátt.
Áhorfendur, sem höfðu staðið sig
ótrúlega vel, þustu inn á og „We are
the Champion" var spilað undir gleði-
öskur Valsara. Allir leikmenn áttu frá-
bæran dag og Snorri Steinn, fyrirliði,
var valinn besti leikmaður Valsmanna
enda stjórnaði hann liðinu eins og
hershöfðingi. Svíarnir mundu varla
hvenær lið frá Islandi hafði komist
svona langt hvað þá sigrað. Það var
árið 1980 sem það gerðist og þá voru
það einnig Valsmenn sem sigruðu.
Það lið varð gullaldarlið Vals seinna
meir en þeir sem spiluðu úti voru leik-
menn eins og Geir Sveinsson, Júlíus
Jónasson, Jakob Sigurðsson og Guðni
Bergsson undir dyggri stjórn Tobba
Jens og Jóns H. Karlssonar. En Fannar
Örn sonur Þorbjarnar spilaði einmitt
leikinn gegn Savehöf. Á föstudeginum
4. júlí fór hálf þreyttur en þó stoltur
hópuryfir til Danmerkur. A-lið strákan-
na hafði sigrað, B-lið strákanna náði
næst bestum árangri af öllum íslensku
Föngulegur hópur Valsmanna kemur
til landsins eftir frækna för til
Svíþjóðar og Danmerkur.
Valsblaðið 42