Valsblaðið - 01.05.1997, Side 48
Vímuvarnar-
stefna Vals
Vímuvamarstefna knattspyrnufélagsins
Vals er sett hér fram í kjölfar þeirrar
stefnumótunar sem Iþróttabandalag
Reykjavíkur hefur unnið að í vímu-
vörnum. I þessu samstarfsverkefni
I.B.R., íþróttafélaganna og S.Á.Á. er
stefnt að því að að öll íþróttastarfsemi
íþróttafélagana í Reykjavík sé án
neyslu “áfengis, tóbaks eða annarra
ávana- og fíkniefna."
Allir þjálfarar starfandi hjá íþrótta-
félögum skulu fá fræðslu um tóbak og
vímuefni, áhrif þessara efna og hlut-
verk sitt í forvörnum sem fyrirmyndir
barna og unglinga.
Einnig er lögð áhersla á samstarf við
foreldra, félagasamtök, félagsmála-
yfirvöld, skóla, félagsmiðstöðvar og
kirkju varðandi baráttuna gegn vímu-
efnum, einkum að því er börn og ung-
linga varðar.
Alkunna er að iðkun íþrótta og notkun
vímuefna fara ekki saman. Knatt-
spyrnufélagið Valur biður alla iðkend-
ur, foreldra, þjálfara og aðra félags-
menn að tileinka sér stefnu félagsins í
vímuvörnum og þær reglur sem henni
fylgja.
/
Afengi og íþróttir
Áfengi hefur þá sérstöðu að vera eina
vímuefnið sem leyft er lögum sam-
kvæmt. Fram hjá þessari staðreynd er
oft litið.
Áfengi er deyfandi vímuefni. En vegna
áhrifa sem neytandinn verður fyrir í
byrjun drykkju, er oft haldið að áfengi
sé örvandi. Áfengi hefur slævandi
áhrif á miðtaugakerfið og veldur því
að samspil taugakerfis og heila
raskast. Áfengi veldur líkamlegum og
andlegum breytingum hjá neytand-
anum, mismiklum eftir því magni sem
neytt er.
Skaðleg áhrif áfengis
á líkamann
Áfengi breytir starfsemi líkamans og
riðlar hormónastarfi og efnaskiptum.
Áfengi dregur úr niðurbroti próteina
og kolvetna og eykur tap vítamína og
steinefna. Við áfengisneyslu raskast
steinefnajafnvægið álika mikið og við
erfiða æfingu. Iþróttamenn ættu að
hafa í huga að það tekur líkamann
nokkra daga að jafna sig eftir áfengis-
neyslu og koma honum í samt horf.
Stefna knattspyrnufélagsins
Vals er skýr í vímuefnamálum:
Oll neyslo vímuefna
í tengslum við æfingor og
keppni er bönnuð.
Það er skoðun okkar að vímuefna-
neysla samræmist engan veginn þeim
hugsjónum sem íþróttaiðkun byggir á.
Iþróttir eiga að rækta og byggja upp
heilbrigða sál í vel þjálfuðum og
hraustum líkama. Vímuefnaneysla er
andstæða þessa hugsjóna.
Ein góð regla á alltaf við en hún
hljómar þannig: ég er í íþróttum fyrir
sjálfan mig, af því að það er hollt og
skemmtilegt en ég reyni líka alltaf að
vera félaginu og mínum nánustu til
sóma, innan vallar sem utan.
r
Afengi og
íþróttin þín
1. Samstarf heila og tauga riðlast.
Við það dregur úr viðbragðslýti og
hraða. Nákvæmni og jafnvægi í
hreyfingum hrakar.
2. Einbeiting og samstilling vödva
skerðist. Við það dregur úr vöðva-
styrk og sprengikrafti.
3. Vínandi veldur aukinni mjólkur-
sýrumyndun. Það orsakar þreytu-
tilfinningu og skerðir samdráttar-
hæfni vöðva.
4. Vínandi heftir súrefnisflutning
með blóði og kemur í veg fyrír að
nægilegt súrefni berist til vöðvanna
þegar þeir eru undir álagi. Af því
leiðir að þreytu gætir fyrr en ella.
5. Vínandi hindrar myndun blóð-
sykurs í lifur. Við það gætir þreytu
fyrr en ella.
6. Endurheimt vítamína og stein-
efna seinkar. Áfengisdrykkja að
lokinni keppni eða æfingu dregur
úr þoli.
7. Vínandi heftir upptöku B og C
vítamína. Það dregur úr þoli.
8. Vínandi dregur vatn úr líkaman-
um og stuðlar að auknu vökvatapi.
9. Aukin hætta á vöðvakrampa
vegna aukins vökvataps.
10. Sjálfsagi og vilji er forsenda
þess að ná árangri í íþróttum.
Áfengi brýtur niður viljasiyrk.
Minningorsjóður Vals
MINNINGARSJOÐUR
KNATTSPYRNUFÉLAGSINS VALS
TIL MINNINGAR UM
hefur Minningarsjóði Knattspyrnufélagsins Vals verið
hent gjöf til styrktar starfsemi félagsins.
Með innilegrí hluttekningu
Við viljum minna
félagsmenn og aðra
á minningarsjóð
félagsins.
Minningarkortin fást
á skrifstofu félagsins
sími 562-3730
Valsblaðið 48