Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XXII. árgangur. Jóiin 1945 44.—48. tölublað. Dýrð só guði í upphæðum og friður á jörðu Jólahugleiðing eftir séra Sigurð Kristjánsson JÖLIN er sú kirkju- hátíð, sem mest áhrif hefir á oss mennina, til þeirra hlakka börnin af innilegri gleði og eftir- væntingu vegna þess un- aðar, sem þau veita þeim flestum, vegna þeirra töfra, sem hvílir yfir þeim í sál barnsins. Og hjá oss fullorðna fólk- inu vekur koma jólanna ljúfar endurminningar um jól æskunnar, þegar vér glöð og áhyggjulaus nutum þeirra í faðmi ástríkra foreldra, sem vér fundum að vildu gera allt til þess, að þau yrðu oss sem ánægjulegust. Vér minnumst ljósadýrðar- innar á heimilum vorum, sem þó var fátækleg eftir nútíma mælikvarða, er vér berum þau saman við rafljósin, vér minnumst gjafanna og hátíðamatar- ins, hinna nýju klæða og þess,. að allt var prýtt eftir föngum á heimilinu, en öll þessi ytri dýrð yfirgnæfði þó ekki þann boðskap, sem oss var fluttur á jólun- um, um barnið, sem hafði fæðst í jötu og sem varð frelsari vor mannanna og lét líf sitt að lokum á krossi, svo oss mætti hlotnast leiðarljós í lífi voru. Og vér minnumst lofsöngs englanna, er þeir sungu í áheyrn fjárhirðanna: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu“. Og þegar vér skyggnumst um á þessum jólum og lítum til baka yfir farinn veg, þá fyllumst vér friði og sælu yfir því, að enn á ný er farið að rofa til í heiminum af þeim ógæfu- og hörmungaskýjum, sem grúft hefir yfir mannkyninu um skeið. Vér finnum til þess með friði og þakklæti til guðs, að í hugskoti mannanna hefir birt og svartasta myrkur hatursins hefir þokað fyrir ljósi friðarins, vér fögn- um því, að þjakaðar þjóðir hafa verið leystar úr viðjum ófrelsis og annarra hörmunga, en samt sem áður gleymum vér því ekki að bölið ríkir þó áfram, að fullkominn ytri friður er ekki kominn á enn, hvað þá heldur, að friður og hugarró og jafnvægi sé komið á hjá þeim einstaklingum og þjóðum, sem stríðið veitti dýpstu og þyngstu sárin. Þjóðir sitja í þrældómi ennþá, vopnin hafa ekki verið fullkom- lega kvödd og miljónir manna þreyja horfna og dána ástvini sína. Þess vegna getum vér sagt, að stríð ríki hið innra með mönnunum, í hugskoti þeirra, auk þess, sem miljónir manna heyja nú um þessar mundir, á þessum vetri, baráttu upp á líf og dauða fýrir lífi sínu og tilveru og ástvina sinna. En allir þeir, sem í sannleika hlusta eftir lofsöng engl- anna: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu, er gefin hlutdeild í friði og dýrð, sem jólin veita oss. Dýrð jólanna og þessa lofsöngs er oss styrkur í baráttu hins daglega lífs, hvort sem sú barátta er sorgarbaráttan eða baráttan fyrir hinu daglega brauði, vér finnum það svo vel, að þegar vér gefum guði dýrðina og kappkostum að lifa lífinu undir handleiðslu hans, eftir því sem vér vitum vilja hans beztan, að þá er oss gefinn hinn innri friður um leið,það er eitt af því merkilega við samband vort við guð, að oss er gefinn styrkur um leið, til þess að mæta því ytra, hrjúfa, sem á leið vorri verður. Vér getum staðið í sýnilegri baráttu, enda þótt full- komin kyrrð og ró ríki hið innra með oss. Og jólin, þessi áfangastaður á leið vorri gegnum árið er oss gefinn til þess að sækja til þeirra þrótt og styrk til næsta áningarstaðar, og lindin, sem vér bergjum á í þessum áningarstað er lofsöngurinn, er það ævi- starf sem Kristur vann, svo andi vor mætti auðgast að kærleika til guðs og að hjálpfýsi við meðbræður vora, svo andi vor mætti auðgast af skilningi á hin- um guðlega mætti og því, að mennirnir eru bræður og að vér erum allir, hver og einn, samábyrgir hver fyrir öðrum. Og þegar vér nú um þessi jól stöldrum við í áningarstað vorum, þá berum vér fram óskir og bæn um það, að næsti áfangi þjóðanna verði þeim heillaríkari en sá, sem nú er nýliðinn og skildi eftir í kjölfari sínu blóði drifna jörð, kvalir, dauða og hörmungar. — Það er ekki að ástæðu lausu þótt vér berum kvíðboga fyrir því, að næsti áfangi, sem er áfangi samninga og friðarumleitana, verði örðugur, svo ósamstæðar sem þjóðirnar virðast vera, svo misjöfn sem sjónarmiðin eru í alheimsmálum og jafnvel meðal hverrar þjóðar fyrir sig. Sameiginleg hætta og ótti um sameiginlega tortímingu, þjappa þjóðum og einstaklingum saman, en þegar sú hætta er liðin hjá, skjóta ágreiningsatriðin þegar upp koll- inum og verða oft örðugri þrándur í götu en sterk- ur utanaðkomandi óvinur. Það er ekki sízt á hátíð friðarins, sem vér hugleiðum þá erfiðleika og hættu, sem framundan getur verið, en auðvitað verður tím- inn að segja til þess jafnóðum hverju framvindur á þeim vettvangi, en það eru ekki eingöngu ágreinings- atriðin, sem torvelda göngu næstu missera, heldur einnig þær hörmungar, sem steðja að bjargarvana þjóðum. Hvernig verður bezt leyst úr'þeim málum, á skjótastan og hagkvæmastan hátt? Er ekki eðli- legt að slíkar hugsanir verði þrásóknar nú um þessi jól, þegar vér lifum í allsnægtum, að heita má hver Framh. á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.