Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 12
184 VESTURLAND „Helga, kannt þú ekki eitthvað líka?“ „Gamli jólagestur minn, gáðu nú i pokann þinn. Ef þú hefur ekkert gott, óðar skaltu fara brott“. Þetta mælti Helga fram skýrt og með góðum áherzlum og hneigði sig síðan eins og Inga. Jólakarlinn hló ánægjulega, svo að hvíta skeggið hristist. Svo tók hann til máls og sagði: „Jæja, stúlkur litlu, ég sé og heyri, að þið eruð góð börn og vel að ykkur, og nú skuluð þið fá launin“. Svo leysti hann ofan af pok- anum sínum og hellti úr hon- um eplum og hnetum niður á gólfið. Telpurnar æptu upp yf- ir sig af gleði og stukku af stað að safna saman ávöxtun- um. „Þakka þér fyrir, kæri jóla- karlinn minn, og góða ferð!“ kölluðu þær á eftir karlinum. Hann sneri sér við í dyrun- um og sagði: „Verið þið sælar, og gleðileg jól! Ég verð að flýta mér, því að ég þarf að heimsækja mörg börn. Ég hefi nú hérna vönd- inn með mér líka handa, ó- þekku börnunum. Þið vitið til hvers“. Svo brosti karlinn og kink- aði kolli til telpnanna, svo að hvíta skeggið hristist. Síðan hallaði hann aftur hurðinni og svo heyrðist fótatak niður stig- ann: Trapp, trapp, trapp! Þetta gerðist fáum dögum fyrir jól. Nú voru bara örfáir gluggar eftir lokaðir á jóla- föstuhúsinu. T)g loksins kom svo aðfangadagur jóla. Klukk- an var orðin hálfsex. Litlu systurnar sátu saman inni í herberginu sínu og þrýstu sér hvor að annari. Þær voru hljóðar og hátíðlegar eins og vera har á helgri stund, og hjörtu þeirra slógu ótt af til- lilökkun og einhverri dular- fullri lotningu. Frá borðstofunni heyrðu þær öðru hvoru undarlegt þrusk og marr og stundum hljóðskraf. En þangað máttu þær ekki koma, fyr en þeim yrði gert aðvart. „Jólaenglarnir“, hvíslaði Inga með titrandi röddu og þrýsti sér fastara upp að Helgu. Allt í einu hringdi bjalla með silfurskærum hljómi: Bimm, bimm, bimm! Dyrnar inn í borðstofuna opnuðust. ó, ó! Það Var eins og höll álfakóngsins hefði lokizt upp fyrir þeim. Fyrst í stað fengu þær ofbirtu í augun af ljósa- dýrðinni. Dýrlegasta jólatré, skr^ytt ótal ljósum, stóð á miðju gólfi teinrétt og náði upp undir loft. Gullið „engla- hárið“ glitraði í ljósbirtunni milli dökkra greinanna. Syst- urnar stóðu lengi agndofa af hrifningu og komu ekki upp nokkru orði. Mamma varð loks að minna þær á að hafa yfir jólaversin sín. Helgu nærri fipaðist í versinu, sem hún kunni þó reiprennandi. Hún hafði kom- ið auga á eitthvað stórmerki- legt á gjafaborðinu þarna hinumegin við jólatréð. En eitt alvarlegt tillit pabba nægði til þess, að hún áttaði sig, og liún mælti fram litla jólaljóðið til enda stillt og fall- ega. En þá biðu þær litlu ekki boðanna. Þær stukku fagnandi yfir að borðinu, þar sem skrautlegu brúðurúmin stóðu. „Inga, þú átt að fá hláa rúm- ið, en Helga það rauða“, sagði mamma til skýringar. „Inga tók litla brúðubarnið úr rúminu og þá opnaði það bláu augun og horfði á hana, en hún dansaði urp gólfið með það i fanginu. En Helga blað- aði í nýju myndabókinni sinni, og gleðin skein úr augum hennar. Dýrleg eru blessuð jólin, miklu betri en nokkur afmælis- dagur. ' Nú settist pabbi við hljóð- færið og fór að spila, og mamma og systurnar sungu með alla fögru jólasálmana. Inga mændi á mömmu sina með aðdáunarsvip, og þegar sálmurinn var á enda, sagði hún: „Þú syngur eins og jólaeng- ill, mamma“. Enda var manima myndar- leg, þar sem hún stóð í ljósa- dýrðinni klædd hvíta silki- kjólnum sínum, með þykkt, glóbjart hár, rjóða vanga og broshýr augu. Loks var farið að borða jóla- matinn og svo var aftur sung- ið. Þannig leið þetta yndislega jólakvöld í dýrlegum fagnaði, og ekkert skyggði á gleðina. Litlu stúlkurnar léku sér að jólagjöfunum sínum langt fram á kvöld. En þegar klukkan var orðin tíu, lcom Óli Lokbrá með fin- asta svefnduftið, sem hann átti til, og sáldraði þvi í „augu þeirra. Þá urðu þær fegnar að hátta og hvíla sig. Og meðan værðin var að síga yfir þær, sæl og notaleg, heyrðu þær fagrar englaraddir syngja: „Heims um ból helg eru jól“. GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. | | Helgi Þorbergsson, | | vélsmiður. g | i.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiin I.i lllllllllll lllllllllllllllllllLH r r = Utvegsbanki Islands h. f. I Utibúið á Isafirði. 1 Engin afgreiðsla í sparisjóði milli jóla og nýárs. TIMBURVERZLUNIN BJÖRK I ISAFIRÐI GLEÐILEG JÖL! GOTT NYTT AR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! | Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar, | ísafirði. I H. F. NJÖRÐUR óskar öllum þeim, sem hjá honum vinna og við hann skipta GLEÐILEGRA JÖLA! GLEÐILEG JÓL GOTT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Skipaútgerð ríkisins, Afgreiðslan á Isafirði. \

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.