Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 8
180 VESTURLAND mannvirkjum og gjöreyddu öllu lífi á tugkilómetra svæði. Getur þetta endurtekið sig, á sagan eftir að endurtaka sig hér eins og svo oft áður? Frjáls hugsun — sannur kristindómur — er eina ráðið. Vissulega eru gömlu skilyrð- in fyrir styrjöld enn fyrir hendi, misskipting auðæfanna í heiminum, misbeiting valda- aðstöðu í höndum einstaklinga eða fámennra hópa er enn hugs^nleg. Þó er aldrei hægt að heyja stríð nema að hafa fjöldan með sér, en fjöldinn lætur blekkjast, af því að hann er ekki nógu frjáls í hugsun, elcki nógu trúr við undirstöðuatriði kristindómsins. Hvað þurfti Hitler að gera til þess að fá þýzku þjóðina út i stríð? Hann réðist fyrst á kristin- dóminn, hann tók þjónustu- lundina frá fólkinu og setti herralundina í staðinn, hann tók frá því kærleikann og setti hatrið í staðinn, hann lofaði því gulli og grænum skógum, lék á strengi hinna lægstu hvata, eigingirnina. Fólkið féll honum til fóta, og kallaði yfir sig eymd og hörmungar, sem ekki eiga sinn líka í sögunni og allur heimur- inn er nú vitni að. . Og Þetta sama er alltaf að ske í smærri og stærri stíl, nær og fjær. Þúsundáraríkið verður aldrei að veruleika og friðuripn aldrei tryggður með samning- um og refjum stjórnmála- mannanna einna. Eina örygg- ið sem varanlegt er, fæst að- eins með hugarfarsbreytingu heima fyrir, þar sem lögð sé áherzla á grundvallaratriði kristindómsins, lítilæti, um- burðarlyndi, óeigingirni, þjón- ustulund, náunganskærleilca. Þessi öfl eru öll meira og minna vakandi hjá flestum mönnum, en þau þurfa rækt- unar við. Sumir, metorðagjarnir bæla þessi öfl niður með sér, þykja, þau vera sér fjötur um fót í skefjalausri valdastreitu, og almenningur lætur þetta gott heita, þykir jafnvel mikið til koma og það þótt troðið sé á sannleikanum, svo öfugsnúið getur almenningsálitið orðið ])egar hugarfarið er óræktað og hugsunin fjötruð. Getum við Islendingaj*, fáir og smáir, nokkuð gert til að hafa áhrif á stríð og frið í heiminum. Já, vissulega. Hver einstaklingur býr yfir mikilli hugarorku, sálarorku, sem ef henni er beint i rétta átt og allir leggjast á eitt, á grundvelli þroskaðs hugarfars og frjálsrar hugsunar, getur kveikt lítinn neista, sem felur í sér möguleika leiftrandi vita er lýsa kunni um heim allan. Og að endingu þetta: Innsta eðli hlutanna. Frumeindarannsóknirnar hafa með stj örnufræðirann- sóknunum leitt í ljós undra- verð sannindi, sem eiga eftir að gerbreyta skoðunum manna á anda og efni og fyrst og fremst verða til þess að kippa stoðunum undan skoðunum hinna hatrömmustu efnis- hyggj umanna. Himingeymurinn er kúlu- laga, hann er stöðugt að færa út kvíarnar frá miðpunkti, að þenjast út. I honum er fjöldi vetrar- brautra og stjörnuþoka, sem samsettar eru af miljónum sólna, stjarna. Miljónir þess- ara sólna eiga sér sólkerfi, eitt er okkar; þar fara, pláneturnar eða jarðstjörnurnar á fleygi- ferð í kringum kjarnan, sólina. Miðflótta-afl jarðstjarnanna togast á við aodráttarafl, segul- afl, sólar, svo allt helzt í jfan- vægi. Ein þessara jarðstjarna er jörðin okkar. Hún er samsett úr ótal efnum, en aðeins 92 frumefnum. Innsti kjarni hvers frum- efnis er frumeindin. Allar frumeindir eru byggðar eins, á sama hátt og sólkerfin. I þeim er einn kjarni, og i kringum hann sveima mismunandi margar agnir með geysihraða i líkingu við jarðstjörnurnar í kringum sólina. Miðflótta-afl þessara agna togast á við aðdráttarafl kjarn- ans, svo allt helzt í jafnvægi, nema einhverjum vísinda- manninum takizt með kjarna- kljúf að skjóta fleyg inn og raska jafnvæginu, en þá hefst sprenging og mikil orka losnar. Kjarninn og agnirnar, sem i kringum hann snúast eru raunverulega elckert annað en rafmagnshleðslur með að- drægu og frádrægu rafmagni, þá getur hver og einn reynt að gera sér í hugarlund, hvað efnið raunverulega sé — raf- magn — rafmagn í jafnvægi og ekkert annað. Raunveruleg- ur mismunur hluta í kringum okkur hart, mjúkt, þungt, létt, ljóst, svart, er þá ekkert ann- að en mismunur á fjölda, agna eða hraða agna í kringum kjarnan og hleðslumismunur. Ef við gætiun hugsað okkur risa svo stórann, að hann væri jafnmörgu sinnum stærri en sólin og við erum mörgu sinn- um stærri en frumeindakj arn- inn, þá myndi himingeymur- inn, sem oss sýnist mest megn- is tómur, vera í höndum þessa risa og frá háhs sjónarmiði eins þéttur og harður viðkomu og málmkúla. Sá veraldarmátt- ur er mikill, sem stjórnar Jæssu öllu, og vér eigum í oss fólginn snaran þátt kraftar- ins, lífsandann. Ef vér fengjum skilið þetta til fulls, gætum höndlað kraft- inn, sem í oss býr, þá myndi afstaða okkar til umheimsins breytast mikið, þá myndi ým- islegt, sem oss nú sýnist eftir- sóknarvert, fánýtt, þá mynd- um við fljótt komast að raun um, að skynsemin er ekki ein- hlýt, heldur mun kærleikurinn, sem stefnir til samruna og að- lögunar verða vænlegastur til brautargengis — og þá gæti kjarnorkuöldin aldrei fært oss annað en hagsæld og blessun — hið langþráða þúsundára ríki á jörðu. jjllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllll||||l||lll|l||||||llllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||ll||||||||||||||||||||||||||||||[|||||||||||||||||||[! ISFIRÐIN G AR—VESTFIRÐIN G AR! Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 1 Þökkum ágætan stuðning og starf allra okkar vina á liðna árinu. § Snnniiknvinn. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! Þakka viðskiptin. Ágúst Pétursson fisksali | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii! Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! | Þökk fyrir viðskiptin. Vitinn. GLEÐILEG JÓL! GOTT KOMANDI ÁR! — ’ 1 Þakka viðskiptin. = | Billiard ísafjarðar. | |iiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiii! GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NtTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Utge’rðarfél. VISIR h. f., Súðavík. |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii| Starfsfólki voru og öllum viðskiptavinum óskum vér gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á árinu 1946. Hraðfrystihúsið Frosti h. f., Súðavík. 5 = |i........................................................................... | | GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Sveinn Sveinsson, frá Felli. Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii I

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.