Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 17
VESTURLAND 189 August Strindberg: LJódid hanS' Hann leitar félagsskapar ó- kvæntra manna, sökum þess, að hann á slæma konu; lítinn, ófrýnilegan og skapillan harð- stjóra, sem notfærir sér lag- anna óréttlæti gagnvart kon- unum. Að hlusta á hann að nætur- lagi eða um dagrenning, þeg- ar vínið hefir dregið slæðu yf- ir nútíðina og endurlífgað hið liðna, er nokkuð kynlegl. Fyrir skömmu sat hann á rúmstokknum hjá vini sínum, leikaranum, og ræddi um konu sina. Hann dróg upp myndir af því sem liðið var, frá tilhuga- lífi þeirra og fyrstu lijóna- bandstíð. Nútíð og fortíð renna saman i eitt. Hann á fegurstu konu veraldar, beztu, gáfuð- ustu og duglegustu. Hún er fullkomið snilldarverk. Hann viðurkennir að hafa verið ó- réttvís og vondur við hana, og að liann sé ekki verðugur hennar. Þegar hann hafði fært sig i yfirhöfnina og hvolft í sig úr síðasta staupinu, varð hann allt í einu alvarlegur á svip- inn. — Hún hefir þó einn galla, eins og raunar allir, þvi eng- inn er án lasta, sagði hann. Henni er það á móti skapi, að ég sé úti um nætur. — Hvers vegna ertu þá úti á næturnar, spurði einn hinna ókvæntu. — Hvers vegna? Hvers vegna er ég úti á nóttunni? Gluggatjaldið var dregið upp og dagsljósið féll með allri sinni birtu á eymd hans og armæðu. Við sáum það á hinum stirðnuðu vöðvum kringum munninn og í hrukkunum við augun, að hann hafði alltof lengi starað inn í Medusar- skjöldinn. — En hún er ljúf og blið þrátt fyrir það, muldraði hann, um leið og hann slangraði út. — Þrátt fyrir það! — Nordau líkir konunni við ljóð, eftir ölvaðan mann, sagði hinn ókvænti. Hvenær skyld- um við heyra lofkvæði um manninn, ortan af konu? — Þegar konan lærir að elska karlmanninn, svaraði annar. sem að vísu var nokk- uð fyrirgengilegur á að lita. En þess verður sjálfsagt langt að híða ... Að elska, er mann- legur eiginleiki; að vera elsk- aður, kvenlegir yfirburðir. — Maðurinn gefur og kon- an þiggur. Það er sælla að gefa en þiggja, en -það er heimskulegra. -— Þessi aulabárður, sem var að fara, heldur áfram við að yrkja ljóð sitt, en á daginn, þegar hann er algáður, getur hann það ekki. Það verður bara óbundið mál. Skiljið þið nú, hvers vegna hann er úti á næturnar? (Lauslega þýtt). Nýlcga barst Björgunarskútu- sjóð Vestfjarða 500 kr. gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns sins getið, til minningar um Samúel Samúelsson, vélstjóra, frá Súðavík. Með kæru þakklæti. Nefndin. Frá ísafoldarprentsmiðju eru nýkomnar eftirtaldar bækur BIBLÍAN I MYNDUM Þetta eru hinar frægu biblíumyndir eftir franska listamanninn Gustave Doré, en Bjarni Jónsson vígslu- hiskup hefur séð um útgáfuna og valið texta með myndunum. — 1 formálanum segir Bjarni Jónsson meðal annars: „Það er alkunnugt, að margir hinir frægustu listamenn hafa verið nákunnugir heilagri ritningu. Við lestur hennar vaknaði lijá þeim sú þrá, að þeir í heimi listárinnar gætu náð að lýsa því, er snortið hafði hug þeirra. Þannig eru mörg heims- fræg listaverk til orðin. Frásögurnar kölluðu á list- ina, og myndirnar hafa vakið aðdáun og gleði margra manna um aldaraðir“. RAULA ÉG VIÐ ROKKINN MINN Hin sérstæða og fagra bók Ófeigs J. Ófeigssonar læknis, „Raula ég við rokkinn minn“, er nú komin i bókaverzlanir. Ófeigur hefur skráð þulur og þjóð- kvæði og skreytt útgáfuna með myndum og teikn- ingum. Bókin er öll prentuð með tveimur litum: rauður rammi um hverja siðu og letrið, sem er stórt skrifletur, sem aldrei fyrri hefur sézt á bók hér á landi, er prentað með brúnum lit. Framan við bók- ina er prentuð fjórlit mynd og önnur aftar í bók- inni. Upplag bókarinnar er lítið, svo að l)úast ntá við því, að færri fái hana en vilja. BÖKUN 1 HEIMAHUSUM eftir Helgu Sigurðardóttur, forstöðukonu Hús- mæðrakennaraskóla Islands. — Matreiðslubækur Helgu Sigurðardóttur eru nú orðnar viðurkenndar um allt land og aukast vinsældir þeirra með hverri nýrri bók. Bökun í heimahúsum er nú endurbætt að mjög miklu leyti, en auk þess er lögð inn í bókina laus örk með nýjustu nýjungum, svo að jólabakst- urinn geti fullnægt fyllstu kröfum. Notið því hók- ina við jólabaksturinn. BLÁSKÓGAR ljóðasafn Jóns Magnússonar, i 4 bindum. Jón er svo kunnur íslenzku þjóðinni, að ekki þarf að lcynna hann nú. Hann er eitt af heztu skáldum okkar, og óx með hverju nýju verki, sem frá honum kom. Hann var spakur að viti og óvenjulegur mannkostamaður, og bera ljóð hans hvorutveggja vitni. Nú gefst ís- lenzku þjóðinni kostur á að eignast ljóð hans, öll í veglegri og smekklegri útgáfu, og er varla kostur á fegurri jólagjöf. LÆKNIR KVENNAHÆLISINS eftir Charlotte Stefansson. Helgi Valtýsson þýddi Hinn sænski kvennalæknir dr. med. Emil Bovin, prófessor í fæðingarhj álp og kvennasj úkdómum i Stokkhólmi, skrifaði um hókina i sænsk blöð, og sagði meðal annars: „Undir dulnefninu Charlotte Stefans- son hefir hjartagóð kona, með sterkan áhuga fyrir þjóðfélagsmálum, skrifað ágæta bók, „Gula kliniken“. Þar tekur hún fyrir og rökræðir hinn háskalega þjóð- félagssjúkdóm, fóstureyðingarnar, sem nú um hríð hefur verið mjög umdeilt málefni með þjóð vorri. Höfundurinn liefur auðsjáanlega ritað hók sína, eftir að hafa kynnt sér málið rækilega frá mannúðarlegu, jjjóðfélagslegu og heilbrigðislegu sjónarmiði, fyrst og fremst í þeim tilgangi að vekja kynsystur sínar, svo að þær ótti sig og geri sér ljósar hættur fóstureyðing- anna, bæði fyrir konurnar sjálfar og fyrir kynslóðina, hvort sem þær eru framdar af læknum eða skottu- læknum“. Þessa bók þarf hver hugsandi kona að lesa. Bækurnar, sem þér ættuð að kaupa í dag, því ekki er víst að þær fáist á morgun, eru auk ofan- greindra bóka; Sjósókn, skráð af séra Jóni Thor- arensen, og Sálin hans Jóns míns, eftir Davíð Stefánsson, skáld. BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.