Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 10
182
VESTURLAND
Senn koma jólin.
Úr barnasögunni: Litlu stúlkurnar í hvíta húsinu.
Eitt nóvemberhret nægði til
þess að reyta seinustu skræln-
uðu blöðin af trjánum. Nú
stóðu þau þögul og dapurleg og
teygðu blaðlausar greinarnar
eins og nakta, horaða arma til
himins. Það var eins og þau
væru að biðja himininn að
gefa sér aftur ljós og yl.
Það var orðið óvistlegt úti.
Og þó gekk fólkið i hvita hús-
inu daglega skemmtigöngu.
Telpurnar skoppuðu á und-
an, en pabbi og mamma komu
í hægðum sínum á eftir og
ræddu einhver áhugamál sín.
„Stúlkur, gangið uppréttar,
berið ykkur fallega!“ heyrðist
pabbi kalla snjöllum rómi.
Inni í skóginum var nokkurt
skjól.
Allt í einu nam Inga staðar
og rétti fram vinstri handlegg-
inn. Hvítar, undurfagrar smá-
stjörnur settust léttilega á bláu
flauelsermina hennar.
„Nei, Helga, það er farið að
snjóa!“
Eldri systirin nam líka stað-
ar og fór að athuga gráu ský-
flókana á himninum.
„Já, það er satt, það snjóar.
Ó, nú koma bráðum jólin og
jólasveinarnir og jólatréð!“
Telpurnar hlupu á móti for-
eldrum sínum og hrópuðu með
miklurn fögnuði:
„Pabbi, mamma, það snjóar,
það snjóari“
Brátt voru þau öll orðin
hvít af snjó frá hvirfli til ilja.
Þau litu út eins og jólakarl-
inn.
Á morgun getið þið farið í
snjókast, ef það heldur áfram
að snjóa svona í nokkrar
stundir. En þið verðið samt að
kasta varlega, svo að þið meið-
ið engan“, sagði pabbi.
Nú kom skemmtilegur tími.
Fríða ók stundum systrunum
á sleða í skólann. Þá sat Inga
framan á sleðanum og iðaði af
kæti.
„Ég er ökumaðurinn“, sagði
hún. „Fríða er fjörugi hestur-
inn minn“.
Og þegar skólanum var lok-
ið á daginn, var gaman að
ösla snjóskaflana á heimleið-
inni. öll trén háru stórar og
þungar snjóhettur á kollinum.
„Það er gott, nú verður þeim
ekki kalt á höfðinu“, sagði
Inga ánægjulega.
Nú voru systurnar allt af
kafrjóðar í vöngum og glor-
hungraðar, þegar þær komu
heim úr skólanum. Einn dag-
inn, þegar systurnar komu
heim allar snjóugar, tók
mamma á móti þeim með
þessum orðum:
„Farið þið nú í þurra solcka
og setjið upp inniskóna ykkar,
svo að þið fáið ekki kvef.
Seinni partinn í dag ætlar
pabbi að fara með ykkur út í
garðinn og hjálpa ykkur til að
búa til stóran snjókarl. Þið
verðið að finna eitthvað, sem
má hafa fyrir augu“.
„Já“, sögðu telpurnar með á-
kefð, „kol eru ágæt. Má ekki
Friða gefa okkur tvo kola-
mola? Og rauðan munn verð-
ur hann að hafa. Niðri i kjall-
ara er rauður múrsteinn. Þá
höfum við allt, sem til þess
þarf. Þetta skal verða gaman“.
„Eitthvað þurfið þið að láta
hann hafa í höndunum“, sagði
mamma. „Hérna eru nokkrar
víðigreinar, sem pabbi hefur
sniðið af. Þið skuluð binda
þær saman og búa til úr þeim
vönd handa karlinum. En fyrsl
skulum við borða miðdagsmat-
inn, og svo skrifar Helga stíl-
inn sinn. I kvöld les hún svo
undir morgundaginn“. „
Um kvöldið sat mamma í
makindum inni í hlýrri stofu
með dætrum sínum. En úti i
garðinum stóð snjókarlinn bi-
sperrtur eins og varðmaður
með stóran vönd í hendinni.
Það var-búið að kveikja, ljós
i stofunni. Á borðið var breidd-
ur útsaumaður dúkur, og á
honum stóð skál með brúnum
piparkökum og hnetum. Syst-
urnar kepptu hvor við aðra að
brjóta hnotskeljarnar til þess
að ná í kjarnana.
„Látið þið nú ekki skeljarn-
aj’ falla niður á gólfið“, á-
minnti mamma. „En takið eft-
ir; nú skuluð þið ráða gátu:
íkorninn étur í erg og gríð,
en alltaf stækkar þó hrúgan.
Hvernig á að skilja þetta?“
Mamma brosti og horfði
glettnislega ýmist í brúnu eða
bláu augun.
Nú varð löng þögn og um-
hugsun.
„Þetta getur ekki verið“,
sagði Helga. loksins. „Þegar ég
til dæmis borða súkkulaði-
töflu, þá minnkar hún alltaf,
en stækkar ekki“.
„Og þegar ég brýt hnetur“,
bætti mamma við, „þá stækkar
skeljahrúgan alltaf. Er það
ekki rétt?“
„Jú, auðvitað. Mér bara datt
þetta ekki í hug“, sagði Helga.
„En ég kann líka gátu. —
Kennslukonan sagði okkur
hana í dag. Hún er svona:
Á akrinum sátu ellefu spörvar,
þá kom hann kisi í hópinn.
Hve margir voru þar þá?“
„Þetta er enginn vandi. Það
verða auðvitað tólf“, sagði
Inga, og það var auðséð á
henni, að þessi gáta þótti henni
ómerkileg.
Mamma tók í sama streng-
inn og sagði, að þetta væri
rétt hjá Ingu, 11 og 1 væri 12.
„Nei, þetta er samt skakkt.
Kötturinn vill éta fuglana, og
þessvegna fljúga þeir allir
ÞAKKARAVARP!
öllum þeim — skyldum og vandalausum — sem
glöddu mig á áttræðisafmæli minu 10. des. s. 1. með góð-
um óskum — skeytum og gjöfum, þakka ég kærlega af
heilum liug.
Kristín Friðriksdóttir.
Silfurgötu 5. Isafirði.
Hugheilar þakkir til ykkar allra sem á allan hátt með
gjöí'um, árnaðaróskum og heimsóknum gerðu mér 70
ára afmælisdaginn 11. þ. m. gleðilegan.
Heill og hamingja fylgi ykkur öllum.
Gleðileg jól og farsælt nýár!
Elis Ólafsson.
illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllll^
Smjörlíkisgerð Isaf jarðar h. f. |
Verzlun Elíasar J. Pálssonar, |
| Isafirði, 1
óska öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla
og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiptin
| á líðandi ári. |
Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii...iiiiiiiiiiiniiiiiii!
GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
H. f. Shell á Islandi,
Tlmboðið á Tsafirði.
GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT ÁR! ^
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Olíuverzlun Islands h. f., |
| Umboðið á Isafirði. |
!^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þakka viðskiptin á líðandi ári. |
Borghildur Magnúsdóttir. |
liíiimnii..................iiiiiiii............................................................niii|
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT- ÁR! |
Þakka viðskiptin á líðandi ári. |
| Guðmundur Sæmundsson, |
| málarameistari. |
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiii