Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 3
VESTURLAND 175 báðir ritstjórar við Dover Ex- press. ■— Ritstjórnarskrifstofa hans er fremur illa leikin. Gluggarnir voru allir brotnir og fyrir þeim eru trérimlar og pappaspjöld. Það tók ekki að gera við þá meðan stríðið stóð. Það var heldur ekki hægt. Allt efni til þess var ófáanlegt. Gamli ritstjórinn var stein- hissa að sjá blaðamann frá Is- landi. Hingað hafa komið alls- konar menn, blaðamehn frá mörgum löndum, en frá Is- landi hafði hann engan hitt fyrr. Hann lofaði að sýna mér borgina og allt, sem þar væri markvert að sjá. Þetta var um hádegisbilið. Við viljum ekki eyða tímanum í að fara á hótel til þess að borða og fáum okkur því nokkrar brauðsneiðar, sem við ætlum að borða einhversstaðar á hentugum stað. Hann segir mér lika að flest hótelin séu í rústum og því lítið þar að hafa. Svo leggjum við á stað út í borgina. Atómsprengjan og veðrið. Þarna i góðviðrinu bei’st veðrið í tal. Sumarið hafði ver- ið óvenju sólarlitið i Englandi. Gamli ritstjórinn segist vera þess fullviss að atómsprengj- urnar, sem varpað var suður í Kyrrahafi, liafi haft stórkost- leg áhrif á veðrið í Evrópu. Haldið þér virkilega, segi ég með efasemdasvip. Já, hann var alveg viss um það, Hafði ekki stórskotahríðin á Vestur- vígstöðvunum í fyrri heims- styrjöldinni, haft áhrif á veðr- ið í Frakklandi? Það hafði hann nú haldið. Gat þá ekki verið að leysing atómorkunnar úr læðingi suður í Kyrrahafi, hefði slík áhrif. — Látum svo vera. Við ætlum að byrja á því að skoða hinn forna kastala. Hann stendur uppi á hæð fyrir ofan borgina og upp hana verðum við að labba. Á leiðinni þang- að segir Mr. Jones mér sitt af hverju um áhrif styrjaldarinn- ar á lífið í Dover. Fyrir stríð voru þar 40 þús. íbúar. Þeim fækkaði um skeið niður í 17 þús. Nú eru þeir um 30 þús. öll börn í borginni voru flutt þaðan í júní 1940. Var þeim komið fyrir í Wales. Skólum var lokað. Þjóðverjar byrjuðu að skjóta af fallbyssum á Dover frá Frakklandsströndu í ágúst 1940. Þeirri skothríð lauk ekki fyrr en í september 1944. Tæpum 500 sprengikúlum var jiannig skotið á sjálfa borgina. Auk þess um 1000 á höfn hennar. En flestar þeirra féllu í sjóinn. 500 flugvélasprengj- um var varpað yfir Dover. Mörg hundruð manns fórust i þessum árásum og allmargir særðust. Fallbyssuskothríð Þj óðverj a skapaði stöðugt öryggisleysi. 1 turni kastalans var alítaf hafð- ur vörður. Hann gaf merki, þegar hann sá blossana frá hinum þýzku fallbyssum á Frakklandsströndu. 80 sekúnd- um frá því að blossinn sást, féll sprengikúlan í Dover. Kúl- an var þannig 80 sekúndur á leiðinni yfir sundið. En þrátt fyrir skothriðina reyndi fólkið að halda við fé- lagslífi sínu. Dansleikir voru haldnir á kvöldin og kvik- myndahúsin héldu uppi sýn- ingum. — Ég hitti þig annað kvöld á ballinu, — ef ekki verður skothrið, sagði unga fólkið hvert við annað. Þetta komst sniárn saman upp í vana, varð að hluta af daglegu lífi fólksins. Rústir. Við göngum um hverja göt- una á fætur annarri. Þarna er eldgömul kirkja í rústum. Hún varð fyrir tveimur sprengikúlum sama kveldið. Stærsta liótelið er þarna rétt hjá, einnig gjörsamlega. hrun- ið. Fjöldi íbúðarhúsa er einn- ig mikið skemmdur og i rúst- um. Engu að síður furðar mig stórlega, hve borgin er lítið skemmd. Rerlínar-fréttirnar sögðu, að Dover væri gjörsam- lega jöfnuð við jörðu. Það er fjarri öllum. sanni. Borgin er mikið skemmd, en meirihluti húsa hennar standa lítt eða ekki skenund. Það er stað- reynd Horft yfir borgina. En nú erum við komnir upp á kastalahæðina og liöfum hið bezta útsýni yfir borgina. Við setjumst niður og borðum brauðsneiðarnar okkar með góðri lyst. Nú er auðvelt að sjá hvernig borgin liggur. Hún liggur í lægð milli tveggja 400 metra hárra kletta. Það eru hinir frægu hvítu kalkklettar. Heitir sá vestari þeirra Shake- speare klettur vegna þess að talið er að Shakespeare eigi við hann i einu leikrita sinna, Lear konungi. I þessari lægð milli klettanna eru svo 7 smádalir eða dældir, í þeim stendur borgin. 1 þeim hefur henni orðið gott lil skjóls fyrir stórskotahrið og sprengjuregni. Héðan er ágæt- is útsýni yfir höfnina, sem er allstór og varin bogamynduð- um hafnargörðum. Þcir standa nær algerlega óskenundir. Mr. Jones segir, að segja megi að ekkert hernaðarlega mikil- vægt mannvirki i Dover liafi orðið fyrir skemmdum af á- rásum Þjóðverja. Hver skyldi hafa trúað því að svo væri. En ég fæ ekki betur séð. en að þetta sé salt. Mistrinu hefur létt af. Hægur vestan andvari hefur sópað þvi burtu. Fram- undan liggur sólfáð Ermar- sund, sundið, sem skilur Eng- land frá meginlandi Evrópu, hindrunin, sem herskarar Hitl- ers staðnæmdust við á sigur- göngu sinni vestur um Evrópu sumarið 1940. Og nú sjáum við yfir til Frakklands. Þarna fyrir handan eygjum við strönd þess, lága í f j arlægðinni. Þetta er Frakkland, land hinnar glæsilegu en blóðugu sögu. Til beggja handa við okkur i vestri og austri blasir við skógi vaxin strönd Kent héraðsins með sínum óviðjafn- anlegu livitu kalkklettum. — Þetta er nærri því of fallegt til þess að það geti verið rauíi- verulegt og satt. Og er þessi friður, sem ríkir í kring um okkur, virkilega sannur frið- ur? Er siglingin um Ermar sund virkilega orðin hættu- laus ? Fyrir nokkrum mánuðum liorfðu Doverbúar á loftá- rásir gerðar á skipalestir, sem fóru þar um. Þeir sáu skip springa i loft upp og eldstólpa rísa upp af braki þeirra. Bórgin fyrir fótum okkar livílir nú i friði. Fólk gengur til starfa sinna, börnin leika sér á götunni og þarna gengur gömul kona með hund í bandi. Jú, það er kominn friður yfir þessa hrjáðu horg. Kirkjan á kastalahæðinni. En nú er kominn timi til þess að litast um þarna uppi á hæðinni. Fyrst er að sKoða gömlu kirkjuna. Þetta er ein elzta kirkja Englands. Hún var fyrst byggð árið 180 eftir Krists burð. Aö sjálfsögðu hef- ur veriö marg gert vio liana. En hinn uppruualegi steinturn hennar stendur oskaddaöur. Við förum inn í hana og skoð- mn okkur um. Hún er litii og skraut hennar er mjög lát- laust. Þarna er flutt messa á hverjumsunnudegi. Það er ein- kennilegt andrúmsloft í þess- ari eldgömlu litlu kirkju. — Gluggarúður hennar eru úr lit- uðu gleri, sem gerir birtuna, sem inn i hana nær, dular- fulla og sérkennilega. Ég skrifa naínið mitt i gestabók, sem liggur þarna frannni og gef 2 shiJlinga og 6 pence í sam- skotabauk, sem stendur hjá lienni. Svo förum við þakklát- ir í liuga fyrir þá kælingu, sem við höfum lilotið þarna á þessum heita októberdegi. Virkið. Þessu næst skoðum við kast- alann, sem er frægasta forn- bygging í Dover. Hann er byggður árið 1190 og er meðal elztu kastalabygginga, sem eru til i Englandi. Hann er að mestu óskemmdur eftir styrj- öldina. Aðeins'ein sprengikúla liitti virkisveggi lians og olli ekki miklum skenundum. Þó reyndu Þjóðverjar eftir megni að hitta hann. Um leið og við komum inn i kastalann, mætum við hallar- verðinum. Hann er með tvo lúðra í hendinni. Hvaða lúðra ertu með þarna, spyr Mr. Jones, sem þekkir vörðinn. Það eru lúðrarnir frá Water- loo, segir hallarvörðurinn. Ég var að fægja þá rétt í þessu. Einmitt það, Þetta voru her- lúðrar, sem notaðir voru í hinni frægu orustu við Napoleon. Þeir voru geymdir þarna i vopnasafninu. Hallar- vörðurinn fær mér annan þeirra og ég blés i af miklum móði. Skelfilegt væl er þetta, finnst mér. Ekki skil ég að þetta hafi stælt kjark þeirra brezku, þegar þeir voru að stríða við Napoleon. En kannske hefur hljóðið verið hressilegra í þeim þá. Svo för- urn við að skoða kastalann. Veggir hans eru geysi þykkir, 17—22 fet. í þeim er fjöldi smáherbergja, sem notuð voru fyrir svefnherbergi og fanga- klefa. Á veggjum þeirra eru ýmiskonar áletranir. Á einum þeirra er t. d. bæn á frönsku. Fanginn biður til guðs sins að hann leysi sig úr þessari myrku prísund. „Guð minn gefðu mér frelsi, leyf mér að lita hina sólbjörtu fósturjörð mína, Fraltkland, áður en ég dey“. Slíkar áletranir geyma hinir miskunnarlausu steinveggir. Veggirnir standa, en grátur og Frá höfninni í Dover. Annar hafnargar'önrinn sést. Borgarhluti viö höfnina.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.