Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 14

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 14
186 VESTURLAND þeim. — Þannig varð hinn fyrsti maður til, og síðar skóp faðir Hrafn marga menn, bæði karla og konur. En svo er sagt, að allir menn, að hinum fjór- um fyrstu undanteknum, hafi verið skapaðir úr leir, en þess- ir fjórir, sem komu úr bauna- belgnum, urðu forfeður hraust- ustu ættkvísla á jörðinni. Frá því er sagt, að í upphafi vega hafi ekki verið mikill munur á mönnum og dýrum. Dýr gátu orðið menn og menn að dýrum. Mennirnir gengu ýmist á höndunum eða á fjór- um fótum. Það var ekki fyrr en síðar, að þeir lærðu að ganga uppréttir. Það fyrsta, sem mennirnir lögðu sér til munns, voru ber, en svo sagði faðir Hrafn þeim, að þeir skyldu veiða dýr. En það var alls ekki hægt um vik, því myrkur grúfði yfir jörðinni. — Þá kallaði faðir Hral'n þröst- inn til sín og segir við hann, að þar sem hann hafi verið til á undan sér, viti hann máslce meira. Hann skuli því fljúga á braut og finna Ijós handa jörðinni, svo mennirnir geti veitt sér til viðurværis. Og þrösturinn flaug á hrott út í myrkrið, og svo lengi var hann burtu, að faðir Hrafri hugði að íokum að hann myndi aldrei koma, aftur. Ekki var hægt, að telja daga og nætur, því allt rann út í eitt. Það var enginn tími til, og þess vegna v:sr ekki hægt að vita, hvað þrösturinn var húinn að vera lengi. En loksins kom þrösturinn aftur og bar tvo skjásteina í nefinu, af öðrum lýsti en hinn var ljóslaus. Faðir Iirafn brýtur. mola af þeim, sem lýsti, og kastaði honum í loft upp. Á sömu stundu ljómaði ljós á lofti, en svo var það sterkt, að faðir Hrafn fékk ofbirtu i aug- un. En í fyrsta sinni sáu menn- irnir sem í leiftursýn landið, sem þeir lifðu i, skógana, dýr- in og fuglana, og þeir glödd- ust yfir fegurðinni, sem fyrir augu þeirra bar. Lífið varð þeim mikilsverðara og til- gangsríkara. En þetta ljós var of skært, það blindaði brátt augu mannanna. Og þá braut faðir Hrafn mola af hinum steininum og kastaði á eftir hinum fyrri. Við það dró úr ljósmagninu, svo ])að var ekki lengur óþægilegt. Svo kom nótt og færði mönnum hvild. Upp frá þessu skiptist á dagur og nótt. Faðir Hrafn kenndi mönn- um að byggja hús, sem veittu þeim skjól fyrir vatni og vind- um. Hann kenndi þeim að smiða kajakka og háta og alls konar veiðarfæri, svo þeir gætu ferðast á sjónum og veitt sér til matar. Mönnum og dýrum fjölgaði ört og eylandið þeirra var að verða of lítið. Aðeins hafið var nógu stórt. Þá vildi það til, að skrímsli eitt mikið og ógurlegt ásýndum kom rétt að landi. Þegar i stað gerðu menn til- raunir til að ráða það af dög- um, en skutlarnir bitu ekki á það og allt kom fyrir ekki. Er faðir Hrafn sá hina vonlausu baráltu mannanna, sagði hann þrestinum að fylgja sér eftir og fljúga yfir skrímslinu með- an hann kastaði skutli sínum. Þannig tókst föður Hrafni að drepa skrímslið. Og eftir mik- ið erfiði gátu svo mennirnir hútað það í sundur, og síðan hentu þeir bitunúm i sjóinn. en þeir urðu að landi. Þannig varð meginlandið til, og Jiað varð nóg rúm fyrir alla menn og dýr á jörðinni. Þegar svo jörðin var full- sköpuð, kallaði faðir Hrafn mennina til sín og sagði við þá: „Ég er faðir ykkar allra og hef gefið ykkur land ykkar og lif, — og mér megið ])ið aldrei gleyma“. — Svo hóf hann sig frá jörðu og flaug til himins. Þar kastaði hann því, sem eft- ir var af steinunum, og sem voldugt eldhaf breyddist ljós- ið yfir heiminn. Þannig, segja sagnirnar, að himininn, jörðin, mennirnir og dýrin hafi orðið til. En yfir því öllu var faðir Hrafn, og yf- ir honum þrösturinn. (Þýtt og endursagt úr bókinni Festens gave, eftir Knud Rasmus- sen.) Guðjón Halldórsson. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! Útvegsbanki Islands h. f.- Útibúið á ísafirði. GLEÐILEG JÓL! GÆFURlKT NYÁR! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Bökunarfélag Isfirðinga h/f. Tilkynning frá skattstofu ísafjarðar. Hérmeð er lagt fyrir alla kaupgreiðendur í ísa- fjarðarkaupstað, að hafa skilað skýrslum um kaup- greiðslur, orlofsfé, aflahluti og önnur hlunnindi starfs- fólks síns árið' 1945, til skrifstofu minnar, eigi síðar en 10. janúar næstkomandi. Áríðandi er að launamiðar greini frá fullu nafni og heimilisfangi launþega, þar sem vöntun á slíku getur valdið því, að launamiðar verði ekki heimfærð- ir á rétta aðila, en afleiðing þess svo orðið sú, að viðkomandi kaupgreiðandi fái ekki upphæðir slíkra launamiða taldar til frádráttar á tekjum sínum. Eyðublöð undir launaskýrslur fást á skrifstofu skattstjóra. Isafirði, 17. desember 1945. Skattstjóri. r Utgerðarmenn! Veiðarfæri allskonar Skipavörur allskonar Málningarvörur allskonar Vinnufatnaður Sjófatnaður Gúmmístígvél Tréskóstígvél Klossar Fatnaðarvörur hverju nafni sem nefnist Saumum segl og presseningar af öllum stærðum og gerðum G E Y S I R H. F. V eiðarf æradeildin B ísv VERZLUNIN > EDINBORG Þegar þér komið til Reykja- víkur, þá leggið leið yðar um Hafnarstræti í EDINBORG

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.