Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 9
VESTURLAND 181 i Gj aíir gleðinnar. (Hreysiköttur) Á þeim tíma, er mennirnir þekktu ekkert til gleðinnar, en allt líf þeirra var vinna, matur og svefn, hver dagur var öðr- um líkur og menn tærðust upp af tilbreytingaleysinu, — þá bjuggu hjón með þrem mann- vænlegum og hraustum sonum sínum á einangruðum stað synirnir vildu verða miklir veiðimenn eins og þeir áttu kyn til, og þeir æfðu sig því i margs konar líkamsæfingum, sem gerðu þá sterka og þol- mikla. Foreldrar þeirra voru hreykin af þeim og hugðu gott til þess, að þegar þau yrðu gömul, myndu þeir sjá þeim farborða. En svo vildi það til, að tveir eldri bræðurnir hurfu á veiði- i'erðum sínum og fréttist ekk- ert um afdrif þeirra. Leit að þeim bar engan árangur. For- eldrar þeirra hörmuðu syni sína, og reyndu síðan að gæta yngsta sonarins af kostgæfni. Þessi sonur þeirra hét Hreysi- köttur. Hann fylgdi föður sín- um eftir á veiðum fyrst framan af, en þar kom að leiðir skildu, því öðrum lét betur að veiða sjávardýr, en hinum landdýr. Svo bar það við dag nokk- urn, er Hreysiköttur var á veið- um, að hann kom auga á stór- an örn, er flaug í áttina til hans. Hann lagði ör á streng, en örninn settist skannnt frá honum og samstundis stóð maður fyrir framan hann og sagði: Það er ég, sem drap hræður þína, og mun ég einnig drepa þig nema þú viljir lofa mér því, að halda hátíð er þú kemur heim. Viltu lofa þessu eða ekki? — Hreysiköttur svaraði því til, að hann vildi það gjarnan en hann vissi ekki hvað hátið væri. — örn- inn sagði honum þá, að ef hann vildi fylgja^sér eftir, myndi móðir hans kenna hon- um það, sem hann vissi ekki nú. Bræður þínir forsmáðu gjafir söngs og gleði, þeir vildu ekki læra, þess vegna drap ég þá. Hreysiköttur fylgdi nú örn- inum eftir. Þeir gengu lengi, lengi þar til þeir komu að háu fjalli og þeir lögðu þegar á brattann. Á hæsta tindi fjalls- ins stóð hús arnarmóðurinnar. Og er þeir nálguðust það heyrðu þeir hljóð, sem óx stöð- ugt er nær dró. Þetta var lík- ast gífurlegurú hamarshöggum. örninn sagði þetta vera hjarta- slög móður" sinnar. Og loks náðu þeir upp á tindinn. örn- inn bað Hreysikött að híða sín, meðan hann ætti tal við móður sína. Skömmu síðar kom hann aftur og leiddi Ilreysikött fyrir móðhr sína, sem kominn var að fótum fram' fyrir aldurssakir. örninn segir henni, að þetta sé maðurinn, sem vilji boða til hátiðar er heim komi, en hann kunni hvorki að yrkja söngva né slá trumbur, og að mennirnir kunni ekki að dansa 1 gleði sinni, en þessi ungi maður væri kominn til að nema það, sem með þurfti. Við þessi tíð- indi færðist líf yfir gömlu arn- armóðurina og þreytt augu hennar ljómuðu. Hun sagði, að fyrst af öllu þyrfti að byggja samkomuhús, sem rúmaði margt fólk. Svo kenndi hún honum að yrkja söngva, búa til trumbur og leika undir söngnum. Þá sagði hún, að fyrir hverja hátið skyldi safna miklu kjöti og bjóða fólki siðan til veizlu. — Hreysiköttur lét þess nú getið, að þau heima þekktu ekkert annað fólk. — En ai'narmóðii'- in sagði, að það stafaði af því að þau þekktu ekki gjafir gleðimxar. Því þegar lxann lxefði xxndirbúið hátíð myndi hann finna nxargt maxxna til veizlunnar. Að siðustxx sagði arnarnxóðirin,• að þar senx hún væri göxxxxil örxx væri húix einníg gömul kona, sem ætti sömxi þrár og aðrar konur. Æ skal gjöf gjalda, og því skildi haixxx nú að skilnaði gefa sér eitthvað. Hreysiköttur átti fátt til að gefa, en gaf liemxi örvar- odda sína. Það var tilkomulítil gjöf í samaixhxii'ði við allt er hanxx hafði þegið. Er þessxi hafði fraixx farið klæddist ungi örninn aftur ham síixunx. Hreysilcöttur hengdi sig um háls lxonxim og hann hóf sig til flugs. Um- hvei’fis þá varð þytur íxxikill og hélt Ilj'eysiköttxir að nú væri úti unx þá. En að lítilli stundxi liðinni voru þeir aftur komnir á þann stað, er fund- xim þeirra bar sarnan. Þeir kvöddust með miklxxm kæi'- leika. En þegar Hreysiköttxir kom heiixi til foreldra simxa, skýrði hann frá öllu er hann hafði orðið visai’i og la.uk sögu sinni með þessum orðum: „Mennii’n- ir ei'u einmana og án lífsgleð- innar, vegna þess að þeir þekkja ekki að halda hátið. Nú hef ég þegið af örninni lxin- ar heilugu gjafir gleðinnar, og ég hefi heitið því, að gefa öðrxun hlutdeild i þeim“. Foreldrar hans hlustuðu undrandi á frásögn hans og hristu höfuðið yfir þessu. Þvi sá, sem aldrei hefir fundið blóðið lxitna og hjartað slá liraðar á stundum gleðinnar, getur ekki skilið verðmæti gjafa þeirra, senx örnin gaf liinum unga manni. En gömlu hjónin þoi'ðu samt ekki að andmæla þessu, því þau vildu umfranx allt halda þessum syni sínum hjá sér. Það var því hafist handa og farið að öllu eins og örnin hafði lagt fyrir. Loks var allt tilbúið og þá fóru þau að leita veizlugesta, og hvarvetna voru nxenn fyrir, sem komu til hátíðai'innai'. örnin hafði breytt dýrunum í menn til þess að skemmtunin yrði niikil og gleðin rik. Svo bar það við litlu síðar er Hreysiköttur var enn á veið- um, að öi'ninn kom til lxans með sanxa hætti og fyrr. Arnai’- móðirin hafði óskað þess að að sjá aftur manninn, sem haldið hafði fyrsta mannfagn- aðinn. Þeir lögðu af stað, en áður en þeir koniust alla leið, kom arnarmóðirin á móti þeim til að votta þakklæti sitt. En nú var hún orðin ung aftur, því þegar mennirnir halda há- tiðir og gleði er á ferðuni, þá yngjast gaxnlir ernir og vei'ða eins og áður. Þannig segir ganxla fólkið að menniínir liafi hlotið gjaf- ir gleðinnar á mei'kilegan hátt. Og örnin varð heilagur fugl, sem eignað var söngurinn, dansinn og gleðin. (Þýtt og endursagt úr bókinni „Festens gave“ eftir Knud Rasmus- sen). Guðjón Halldórsson. t I V | GLEÐILEG JÓL! GOTT NtTT ÁR! t X Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | * Veitingahúsið UPPSALIR. T X ^ *J**J********** *** **• **•+*++**+** *«**ÍM***«M«^ | | GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR v X £ Þakka viðskiptin á líðandi ári. t X 4 Þórður Jóhannsson •j* úrsmiður. v f ♦% y v v y y y y * 4 4 y I I y •$* * ? I I y y y y V Y •*H*H*H*H,H*H*H*H*H*H*hW***»4*4»*»»*<>*m*u*m*4»*h*»»*h*»»*»»*h*«**h*h*h*.»*»»*h*h*h*h*h*»»*h»h*h*»»*»»*.»*».*»4 ♦♦♦ *♦*♦»♦♦»**♦* V *»**.**»**»*W*«**»**»**»**»**»**»**»**»**»**4**»**»**»**»**»**»*V*»*V* GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT AR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vélabátaábyrgðarfélag ísfirðinga. Gleðileg jól! Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Rafveita ísafjarðar. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Finnbjörn málari. t t t t V t t t t t t t t t t X X / t t V t 4. I GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! X 'f Alþýðuhúsið. i: »í* 4 4 y 1 t t t t t I t t t I * t 4 4 t t t 4 I vV ♦& t ? ♦j» t 4 4 4 t ? t t . t 4 w x I t t t t t t t t t t t t t t ‘I t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t 4 4 4 t t * t

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.