Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 20

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 20
192 VESTURLAND Skátamót i Sviþjóð. Skátamót. Næsta sumar verður haldið mikið drengjaskátamót í Svíþjóð. Verður þetta fyrsta al- menna skátamótið eftir stríðið, •— en alheimsmót drengjaskáta (Jam- boree) verður haldið sumarið 1947 í Frakklandi. Sænska mótið verður í Gransö í Vastervik, sem er alllangt fyrir sunnan Stockholm. Mótið hefst föstudaginn 12. júlí og lýkur því mánudaginn 22. júlí. Verndari mótsins verður Hans konunglega hátign Prins Gustaf Adolf, sem mik- ið hefir starfað fyrir skátlireyfing- una, — en mótstjóri verður Folke Bernadotte greifi, sem er skáta- höfðingi Svírf. (Bernadotte varð heimskunnur nú í ófriðarlok fyrir afskipti sín af heimflutningi fanga frá Þýzkalandi og uppgjöf Þjóð- verja). Danmörku, Finnlandi, Noregi og Islandi er hvoru um sig boðið að senda allt að 300 þátttakendur. Verður þetta því fyrst og fremst norrænt skátamót.\ Ennfremur eru boðnir sænskir kvenskátaforingjar. -— Búist er við um 10 þúsundum þátttakenda alls. Kostnaður við dvölina á mótinu sjálfu er um 30 krónur íslenzkar á mann. Sænsku járnbrautirnar lofa 50% afslætti af fargjöldum fyrir skátana. Áætlað er, að ferðin kosti fyrir íslenzka skáta um 1500 krón- ur íslenzkar á mann. Ekki er að efast um, að vest- firzkir skátar fjölmenna á mót þetta. Eitt er og víst og það er, að sá, sem fer svona ferð, iðrast þess aldrei. Kjörorðið er: Mot Gránsö — lágereldarna vántar dig! Hátíðamessur: Aðlangadagur: Isafirði klukkan 6 e. h. Hníí'sdal klukkan 8 e. h. Jóladagur: Isafirði: Barnamessa kl. 11 f.h. — Almenn messa kl. 2 e. li. — Sjúkrahúsinu kl. 3 e. h. Annan Jóladag: Hnífsdal: Barnam. kl. 11 f. h. — Almenn messa ld. 2 e. h. Gamlárskvöld: ísafirði klukkan 11 síðd. Hnífsdal klukkan 8 síðd. Nýársdag: ísafirði klukkan 2 e. h. Elliheimilinu kl. 3 e. h. JÖLASAMKOMUR H j álpræðishersins. 1. Jóladag kl. 8,30 Ilátíðasam- koma. — Annan jóladag kl. 830 Al- menn jólatréshátíð (aðg. kr. 3,00). — Fimmtud. 27. des. kl. 3 e. li. jólafagnaður fyrir gamalmenni. — Föstud. 28. des. kl. 1 e. h. jóla- fagnaður fyrir börn (boðin), og sama dag kl. 6 e. h. jólafagnaður fyrir börn (boðin). — Laugard. 29. des. kl. 8 e. h. jólafagnar fyrir Heimilasambandið. — Sunnud. 30. des. kl. 2 e. h. jólatréshátíð fyrir börn, aðg. kr. 1,00, og kl. 8,30 um kvöldið almenn samkoma. — Gaml- árskvöld kl. 11 e. h. Vökuguðsþjón- usta. — Verið velkomin. H j álpræðisherinn. Odáðahraun er öndvegis jólabókin i ár. Þetta er giæsilegasta ritverk, er út hefir verið gefið og merkasta. Hér opnast ævintýraheimurinn mikli — í mörgum myndum og fjölbreyttum. Þar mætirðu óvæntu fjölmenni að fornu og nýju, erlendum mönnum og innlendum, lífs og liðnum. Þar eru tröll og útilegumenn, Fjalla-Bensi og reimleikar, svaðilfarir, hrakningar, ferðasögur, landlýsing, slysfarir, eyðibýli, eldgos o. fl., o. fl. — Þar eru ógnir og yndis- leiki. Þar er allt hið fjölbreyttasta, sem land vort hefir upp á að bjóða. öræfin hafa geymt leyndarmál sín vandlega. ÓDÁÐAHRAUN er í 3 stórum bindum. 1282 bls. Um 300 fallegra mynda auk landakorta yfir svæði Ódáðahrauns. Frágangur óviðjafnanlegur. — Símon í Norðurhlíð eftir skáldkonuna Elinborgu Lárusdóttur, er örlagarík saga, listræn og eftirminnileg, enda talin snjallasta og bezta skáldsagan eftir ís- lenzkan höfund í ár. Margrét Smiðsdóttir. Þeir áttu skilið að vera frjálsir. Parcival síðasti musterisriddarinn I—II. Á ég að segja þér sögu. Þessar bækur eru hver annarri hetri og við allra hæfi — til jólagjafa. Hjá sumum bóksölum fást enn nokkur ein- tök af hinum vinsælu og sígildu ágætisverkum: Jón Sigurðsson í ræðu og riti. Söguþættir landpóstanna I—II. Barna- og unglingabækor N Tveir hjúkrunarnemar og Beverly Gray 1. og 2. bindi eru bækurnar, sem ungu stúlkurnar dá m«st. Hugrakkir drengir og Trygg ertu Toppa eru heillandi drengja- bækur. Sniðug stelpa er sniðug saga um litla stúlku, sem öllum þykir vænt um, er henni kynn- ast. Gleymið svo ekki, að Blómakarfan er yndisleg saga, sem hlotið liefir óhemju vin- sældir og öll börn ættu að eignast. ÞEYjSTU ÞEGAR í NÓTT! Saga frá Veralandi 1 Svíþjóð 1650, eftir Vilhelm Moberg, í þýðingu Konráðs Vilhjálms- sonar, bóndans frá Hafralæk, þess sama og þýddi „Dag í Bjarnardal“, „Glitra daggir, grær fold“, og „Margrét Smiðsdóttir“. — Þeystu — þegar í. nótt! vekur mikla athygli og er mikið umtöluð. — Rétt fyrir jólin kemur út bókin Á hreindýraslóðum. Hrifandi fögur og skemmtileg bók, er segir frá lífi hreindýranna á öræfum Islands, Veiðisög- um og svaðilförum. * Norðra-bækurnar eru glæsilegustu jólagjafirnar í ár. ÞEIR, sem ekki hafa skilað tertufötum, eru vin- samlegast beðnir að skila þeim nú fyrir jólin. N or skabakaríið. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. Grænlandsför mín. er bezta jólabókin, sem þið getið gefið ungum drengjum. Margar fallegar myndir prýða bókina. Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala hjá BÖKABUÐ æskunnar Prentstofan Isrún h.f.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.