Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 16
188 VESTURLAND blómunum, og opnaði glugg- ana. Klappaði síðan vingjarn- lega á öxl kunningja sinum og sagði: — Jæja, nú ertu búinn að gráta nægju þína að sinni. Nú skulum við skoða okkur dálít- ið um í ibúðinni. Þeir gengu í gegnum borð- stofuna inn í svefnherbergið. Þar stóðu tvö samföst rúm, undir ljósum tjaldhimni. — Hérna lá hún, vinur minn, þegar ég sá hana í síð- asta sinni. Þarna á náttborðinu standa ennþá síðustu lyfin, sem læknirinn ráðlagði henni að taka inn. Ég hafði ekki einu sinni ánægjuna af því, að geta rétt henni þau áður en hún lézt. Og þarna stendur snyrti- borðið hennar. Er það ekki dá- samlegt, með livíta klæðinu og öllu skartinu? — En sá fjöldi af ilmvatns- flöskum, sagði liðsforinginn. — Já, hún notaði mikið af ilmvötnum. Þetta er mjög góð tegund, glasið af því kostar fjórar krónur. Hún notaði upp úr einu svona glasi á viku. — Hvað er þetta hvíta, sem liggur þarna á stólnum? — Það er morgunkyrtillinn hennar. Hún átti sex kyrtla af þessari gerð, alla með fögrum knipplingum. — Hún hefir ekki verið sér- lega sparsöm kona. — Nei, en hún var líka cfn- uð stúlka, áður en hún giftist. — Hefir nokkur erfðaskrá verið samin? — Já, þegar foreldrar henn- ar eru látnir, fæ ég allmikinn arf eftir þau. — Það er þó alltaf bót í máli. — Ó-já, sagði ekkjumaður- inn og varpaði þunglega önd- inni. — Segðu mér, ert þú annars ekki svangur, spurði liðsfor- inginn allt í einu. — Svangur? — Jú, það mun nú líklega vera rétt til getið. Það væri ekkert á móti-þvi að við fengjum okkur dálítinn morgunvferð. Komdu, við skul- um athuga hvort ekkert er til ætilegt í búrinu. Þeir fundu þar eina dós af sardínum, svolítið af reyktum lax, svínakjöt og ost, sem var lítið eitt farinn að mygla. — Sjáum til, sagði liðsfor- inginn, þetta er nægjanlegt í ágæta máltíð. Það er auðséð, að þú hefir átt ráðdeildarsama búkonu, sem hefir gætt þess að láta ekki vanta mat í búrið. — Ráðdeildarsama! Nei, — Ekki svo að skilja að ég ætli mér að fara að lasta hana í gröfinni. En hvað heimilis- störfum viðkemur, þá var hún ekki betur að sér i þeim en þú í tónfræðinni. Þjónustustúlkan varð að sjá um allt þess hátt- ar upp á sitt eindæmi, en not- aði-sér vitanlega um leið tæki- færið til þess að féfletta okkur. Guði sé lof, að ég er laus við hana. Þú skilur vonandi — þjónustustúlkuna á ég við. — Vitanlega! — En nú hleyp ég niður til bakarans og sæki brauð. Á meðan leggur þú á borðið, eins og við gerðum stundum á meðan við vorum báðir ógiftir. — Hérna eru tvær ölflöskur, sagði ekkj umaðurinn þung- lyndislega. Ég vona að ölið sé ekki orðið súrt. — Og á borðstofuborðinu stendui) full flaska af Sherry. Þetta er svo sem allt í bezta lagi. Að örskömmum tíma liðnum voru báðir vinirnir setztir að snæðingi. ölið var ágætt og sömuleiðis vínið. Umræðurnar urðu óþvingaðri og örvænt- ingarstunum ekkjumannsins fækkaði óðum, eftir þvi sem samtalið lengdist og lækkaði í Sherryflöskunni. Áð máltíð- inni lokinni kveiktu þeir sér í vindlum og tóku flöskuna með sér inn í dagstofuna. Sólin sendi geisla sína inn til þeirra og kanaríufuglinn söng glaðlega, eftir að hafa satt hungur sitt og Jiorsta og blóm- in byrjuðu að lifna við og anga á ný — Við skulum setja okkur hérna. við gluggapn. — Ó, hvað þetta er allt sam- an þungbært, vinur minn. Þarna liggj a hannyrðirnar hennar ennþá á saumaborðinu. Þetta eru inniskór á mig, sem hún var búin að sitja við að sauma í tvo mánuði. — Viltu sjá þá, þeir eru fjarska fall- egir, með gleymméreyj um úr bláu silki og gulllitpðum perlu- blöðum. — Þarna á þessum hægindastól sat hún venjulega. — Og svo sazt þú hérna and- spænis henni. — Nei, henni var ekki um það gefið, að ég sæti við glugg- ann. — Nú, hvers vegna ekki. — Vegna þess, að í húsinu hinum megin við götuna býr ung og aðlaðandi ekkja, sem einnig hefir það fyrir venju að sitja við gluggann og sauma. — Sennilega inniskó handa tilvonandi eiginmanni sínum. — Það er mjög svo senni- legt. Liðsforinginn leit út um gluggann. — Er það konan, sem þarna situr. Ekk j umaðurinn færði blóma- pott til hliðar á gluggakistunni og leit út. — Já, alveg rétt, þetta er hún. En nú er hún ekki lengur sorgarklædd. Þessi ljósgrái silkikjótt virðist klæða hana vel — og svo hefir hún stjúp- móðurblóm í barminum. — Nú stendur hún upp, til þess að gefa fuglinum lauf- blað, sagði liðsforinginn. — Sjáðu hvað hreyfingar hennar eru mjúkar og léttar, sagði ekkj umaðurinn. Hún hefir ljómandi fallegt vaxtar- lag. — Og sérlega fríðan vanga- svip. — Já, og yndislega fagurt og mikið hár — hrafnsvart. Alma litla, vesalingurinn, hafði ljóst hár. — Mér hafa alltaf þótt dökkhærðar konur meira að- laðandi en Ijóshærðar. — Hún horfir hingað, sagði liðsforinginn, þú ættir að heilsa upp á hana. Ekkjumaðurinn var nærri búinn að setja um einn blómst- urpottinn á gluggakistunni, um leið og hann rétti upp hendina í kveðjuskini. — Tókstu eftir því, hvað hún heilsaði hlýlega, hrópaði hann himinlifandi, og hversu blítt og angurvært hún brosti. Líkast því sem hún vildi segja: „Við tvö erum fjarska ein- mana og yfirgefin, við erum bæði ósköp óhamingj usöm. — Við tvö ættum að hugsa hvort um annað, bætti liðsfor- inginn við. — Vertu nú ekki með þessa illkvittni. Þú veizt mæta vel, að það er ekkert það til, er sefað getur hina djúpu sorg mína, um leið og hann drakk út úr Sherryglasinu. En liðsforinginn leiddi sam- talið aftur að ekkjunni. — Segðu mér eitt, b>rr hún ein í húsinu þarna fyrir hand- an? — Nei, hún býr með frænku sinni, sem er Ijómandi lagleg stúlka. — Þú ættir að heimsækja hana. Hún virðist hafa mikla samúð með þér. — Það ætla ég líka að gera, þó ekki væri til annars en að þakka henni fyrir blóms^4eig- inn, sem hún sendi, þegar kon- an mín sáluga var jarðsungin. En ég hefi hugsað mér að láta það bíða, þar til sárasti sökn- uðurinn er hjá liðinn. — Eftir svona hálfan mán- uð, til dæmis, sagði liðsforing- inn. — Og sennilega verður það nú ekki fyr en að mánuði liðn- um, að minnsta kosti, svaraði ekkj umaðurinn mæðulega. Liðsforinginn stóð upp. — Það er víst kominn tífni fyrir mig að fara, herþjón- ustan fer að byrja. — Ætlarðu að fara strax, vinur minn. Þú hefir glatt mig svo mikið með nærveru þinni, en þegar þú ert farinn, verð ég aftur einsamall með hinar þungu hugsanir mínar. — Þú verður að reyna að út- i'ýma þeim. Leiktu dálitla stund á hljóðfærið og siðan getur þú skemmt þér við að horfa út um gluggann. Það er alltaf tilbreyting í því að horfa á umferðina um götuna og — þá er ekki síður ánægjulegt að virða fyrir sér andbýlingána, þá, sem búa í húsunum hinum mégin við götuna. — Vertu sæll. — Vertu sæll, vinur minn, og þökk fyrir heimsóknina. Hann lokaði hurðinni á eftir liðsforingjanum og setti sig því næst aftur á hægindastól- inn. Að þvi búnu kveikti hann sér í vindli og horfði hugfang- inn í gegnum reykskýin á ekkj - una hinum megin við götuna, sem sat ennþá við gluggann og hélt áfram að sauma af miklu kappi — inniskóna handa til- vonandi eiginmanni sínum. (Lauslega þýtt.) ÍSLENZKU FISKILÍNURNAR frá VEIÐARFÆRAGERÐ ISLANDS veiða mest og endast bezt. Framleiðum: Sísallínur, öngultauma. Seljum ennfremur: Öngla, Lóðabelgi, o. fl. VEIÐARFÆRAGERÐ ÍSLANDS, Póst Box 488. Sími 3306.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.