Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 13

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 13
VESTURLAND 185 y.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii|i r Landsbanki Islands / Otibúið á Isafirði. Engin afgreiðsla í sparisjóði á milli | jóla og nýárs. | Etiilllllllillllillllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililiiiiiiiilliiiiiiimiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1 GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Skóverzlun Leós Eyjólfssonar. | =!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii| GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. 5 Verzlun Finns Magnússonar. = Þökkum viðskiptin á líðandi ári og sérstak- lega þökkum við starfsfólki okkar vel 'unnin | störf. Öskum öllum gleðilegra jóla og farsæls | komandi árs. | § Snæfell h. f.s •C3 ' mm | Flateyri. | = immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii iiiiiinimi JÓLAGJAFIR! JÓLAGLEÐI! Fallegar og nytsamar jólagjafir. | mm " GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT NÍTT ÁR ! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin Dagsbrún. | Emmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Grænlenzkar sagnir um upphaf heimsins Mönnum er ekki sýnt um það að hugsa og þeir hnýsast ógjarnan i það, sem erfitt er. Og ef til vill er(þetta einmitt orsökin til þess, hvað menn vita lítið um það, hvernig him- ininn, jörðin, mennirnir og dýrin urðu til. Já, ef til vill og ef til vill ekki, því það er örðugt að skilja hvernig við urðum til og hvert við förum, er lífinu lýkur. Upphaf og end- ir er hulið myrkri. Hvernig ættum við að vita um allt það, sem gerir okkur kleift að lifa lífinu, allt það, sem við köll- um loft, himinn, haf og svo um alla tilverustaði manna og öll lönd, dýrin i sjónum og vötnunum, fugla og fiska? Nei, enginn ^etiír með nokkurri vissu vitað um uijjjhaf alls lífsins. En sá, sem hefur augu og eyru opin, og hugsar um það, sem gamla fólkið segir frá, hefur þó alltaf nokkra vit- neskju um eitt og annað, sem eyðir fáfræði hans. Og þess vegna hlustum við á, þegar sagt er frá reynslu liðinna kyn- slóða. Hér segja þeir frá, sem lifðu fyrir langa löngu, og við, seln vitum svo lítið, hlustum á. Himininn varð til á undan jörðinni, og hér segir frá hin- um fyrsta anda. Tulungersaq eða faðir Hrafn eins og hann er nefndur, hann skóp allt líf ó jörðunni og mennina. Hann var upphaf þess. Vissulega var þetta ekki neinn venjulegur fugl, heldur heilagur lífskraftur, sem skóp þá veröld, sem við lifum í. Hann var upphaflega mannleg vera, sem fálmaði sig áfram i hlindni, en fékk svo skyndilega vitneskju um sína eigin til- veru, og að hann var skynibor- in vera. — Ekki vissi hann hver hann var, né held- ur hvei'nig hann var til orð- inn. Það var myrkur allt i kringum hann, og hann sá því ekkert. Hann fálmaði sig á- fram með höndunum, en hann gat samt ekki áttað sig á um- hverfinu. En liann uppgötvaði, að hann var einstaklingur og öðrum óháður. Hann þuklaði um andlit sér og líkama. Á enni sér fann hann hart sigg, sem hann gat ekki skilið hvað væri, þvi hann óraði ekki fyr- ir, að hann ætti að verða að hrafni og að siggið myndi verða goggurinn. Allt í einu heyrir hann létt- an þyt í lofti og á handlegg hans sezt lítill þröstur, og þá vitnaðist honum, að þrösturinn hafði orðið til á undan honum. Maðurinn kýs félagsskap og faðir Hrafn heldur áfram för sinni. Svo lijrr hann mynd sína í leir og blæs i hana lifs- anda. En mannvera þessi er ekki fyrr til orðin, en hún tek- ur til að róta án afláts í mold- inni með höndunum. Faðir Hrafn sér nú, að eftirmyndin er með allt öðru sinni enn hann sjálfur, og það getur hann ekki sætt sig við. Þess vegna hend- ir hann eftirmyndinni í djúp- an hyl, og skapnaður þessi varð að illum anda, sem allir illir andar eiga rót sína að rekja til. Faðir Hrafn heldur för sinni áfram, en fyrir honum flaug þrösturinn. Ekki gat faðir Hrafn séð hann, en hann heyrði þyt vængj atakanna og fann að öðru hvoru settist hann á öxl lionum eða hand- legg. Loks hefur faðir Hrafn komizt á snoðir um, að hann er staddur á eylandi. Vill hann þá gjarnan vita hvað í undir- djúpinu væri, og hann biður þröstinn um að rannsaka það. Þrösturinn flýgur hurt og er lengi i burtu, en þegar hann kom aftur, segir hann, að i undirdjúpinu sé að myndast nýtt land. Þá ákveður faðir Hrafn að fara þangað m'eð þrestinum. En á leiðinni hreyt- ist hann skyndilega úr manni i svartan fugl, og sjálfur gefur hann sér nafnið: Hrafn. Land- ið, sem.hann kom frá kallaði hann himinn. En svo langt var frá himninum niður í undir- djúpin, að hann var því sem næst uppgefinn, er hann komst alla leið. Hið nýja land var autt og bert, og faðir Hrafn klæddi það gróðri og kallaði það jörð. Er jörðin hafði klæðst lífi, skóp faðir Hrafn mannkynið. Sumir segja, að hann liafi til þess notað leir, en aðrir halda, að það hafi átt sér stað á enn undarlegri jjátt. — Er faðir Hrafn gekk um kring, gróður- setti blóm og j urtir, rakst hann á einkennilega jurt, sem var eins og belgur i lögun. Þegar hann gekk nær, til þess að hyggja að þessari jurt, sprakk belgurinn og út>úr honum kom maður, velskapaður og full- vaxinn. Við þessa sjón gekk svo fram af föður Hrafni, að hann kastaði ham sínum og gekk hlæjandi til hins nýfædda og spurði, hver liann væri og hvaðan hann bæri að. Hinn nýfæddi svaraði og sagðist hafa verið inni í þessum belg, en verið orðinn þreyttur á því, og sparkað þá gat á belginn og flýtt sér út. Og enn hló faðir Hrafn hjartanlega og mælti: A-jæja, þú ert broslegur skapnaður, og þinn líka hefi ég ekki áður augum litið. Ég hefi vissulega gróðursett baunabelgi þessa, en mér ór- aði ekki fyrir því að slíkur skapnaður kæmi innan úr \

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.