Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 6

Vesturland - 24.12.1945, Blaðsíða 6
178 VESTURLAND himintunglanna og fundu, að hann var háður sérstökum lög- málum. Þeir gátu stundum sagt fyrir, að ný stjarna myndi brátt koma i ljós á tilteknum stað á stjörnuhimninum, þeir gátu j afnvel tiltekið stað og stund er stjarnan birtist, með slíkri nákvæmni, að ekki skeikaði um hársbreidd. Þeir vissu og þyngd liennar fyrir og jafnvel efnasamsetningu, þetta hefir nú sannast í mörgum til- fellum. Þetta eru engir gjörn- ingar heldur aðeins reikningur byggður á lögmálum, sem ekki skeikar. Yfirleitt virðast allir skapaðir hlutir vera háðir sér- stökum lögmálum, bæði hjá dauðu og lifandi efni. Jafnvel aldur manna kann að vera háður sérstökum lögmálum og meira að segja hvert okkar fótmál. Menn seildust lengra og lengra lit í himingeyminn, en hann sýndist engan enda hafa. Því lengra sem var skygnst komu bara nýjar stjörnur, nýjar sólir og sólkerfi og nýj- ar stjörnuþokur í ljós. Það er raunverulega engin leið til að gera sér frekar ljós- ar stærðir og vegalengdir stj örnuheimsins heldur enn smæðir frumeindaheimsins, þó sýnist þetta tvennt nákvæm- lega eins byggt og svipuðum lögmálum háð. Þó má geta þess, að el' við ætluðum að fljúga með Gruman-flugbát til Síríusar, sem er næsta ^fasta- stjarnan, myndum við verða 40 miljónir ára á leiðinni. Eins og áður er sagt, mældu menn sólir og stjörnur, rannsökuðu efnasamsetningu þeirra, mældu hitann á yfir- borði okkar sólar og reiknuðu sér til hitann í iðrum hennar, og menn sáu, að ef sömu brennslulögmál gilltu á sólinni og þekkt voru hér á jörðu, þá gæti heimsendir ekki verið langt undan, eða ætti raun- verulega að vera kominn þeg- ar á jarðsögulegum tíma, vegna þess, að sólin annað- hvort væri orðin köld, eða brunnin upp til agna. Frumeindaorkan. Hér hlaut ])ví annar lcraftur að vera á ferðinni, kraftur, sem enn va,r óþekktur á jörð- inni — og menn létu sig gruna, að þessi kraftur væri frum- eindaorka, orka, sem myndað- ist við breytingu eins frumefn- is í annað, orka af kjarna- sprengingum og kjarnasam- runa. En ef svo var þurfti engan a,ð undra þótt líf sólarinnar væri óendanlegt, að hún ætti að minnsta kosti eftir að skína jafnlengi og hingað til án þess að fölna hið minnsta. Það þurfti sem sagt að leita til sólarinnar til að finna lög- mál kjarnorkunnar. Vísindamaðurinn Einstein var búinn að leiða þetta lög- mál í Ijós og reikna nákvæm- lega út efnisorltuna, löngu áð- ur enn kjarnasprengingin tókst hér á jörðu. Ég hefi hér dregið upp mynd af stjörnurannsóknunum, sem hliðstæðu við frumeindarann- sóknirnar af því, að þar er svo margt líkt eins og síðar mun sýnt verða betur. Allt þetta er fundið fyrir grúsk vísindamannanna, meira og niinna stefnulaust. Þar er á ferðinni hin óseðj- andi forvitni mannsandans um allt dautt og lifandi í kringum okkur — það er í ætt við fikt barnanna, sem við erum að at- yrða þau fyrii’, sérstaklega ef það bitnar á einhverju verð- mætu, eins og vekjaraklukk- unni okkar. Mismunurinn er aðeins sá, að vísindamennirnir eru þjálfað- ir til að fikta og grúska. Einn einblínir á stjörnu i sjónauk- anum sínum nótt eftir nótt, ár- ið út og árið inn; annar er að kafa ofan í pitt vestur í Kletta- fjöllum eftir smáskordýri, sem líkist brunnklukku. Sá þriðji er að eltast við lítið nagdýr uppi í Himalajafjöllum, hann finnur af hendingu heimkynni svartadauðans; sá fjórði fær mynd af úráníumgrj óti á ljós- myndaplötu, í myrkri; sá fimmti gengur með radíum- grjótmola í vestisvasanum, hann fær sár á kviðvegginn undan grjótinu, hann hét Cúré og var eiginmaður hinnar frægu frú Cúré, sem fann radíum og átti mestan þátt í að skýra eiginleika þess; sá sjötti ályktar, að geislar radíums séu eins og smá skot, þar sem óendanlega litlum ögnum sé skotið með geysi hraða, hann fer að skjóta þess- um ögnum á aðrar frumeindir og tekst, gð ldjúfa lit úr þeim nokkurn hluta þeirra, en við það losnar mikil orka. Allt er þetta enn í srtiáum stíl og meira og minna stefnu- laust, fleiri og fleiri grúskarar bætast í hópinn, hver með sína smáuppgötvun og hver með sína sérstöku forvitni. Smámsaman skýrist málið, frumeindaheimurinn skýrist betur og betur þegar rannsókn- ir hinna jansu vísindamanna renna saman í einn farveg. Einn góðan veðurdag eru möguleikarnir eygðir, hér eru ekki lengur á ferðinni neinir draumórar.... Það er verið að heyja stríð um örlög mann- kynsins. Sá sem verður fyrstur til að hagnýta frumorkuna er viss með að vinna stríðið. Það var liafið æðisgengið kapphlaup til þess að leysa síðasta hnútinn, allir helztu strísaðilarnir tóku þátt í kapp- hlaupinu, ekkert var til sparað. Nú er öllum kunnugt, hvern- ig fór, en að öllum líkindum hefir ekki mátt miklu muna, hver yrði fyrstur. Orkan sem fæst úr efninu ^lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliilliillillllllillliliiiillllliliiillliii'Í GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NtTT ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | Páll Friðbertsson, | | Suðureyri. | liiiiiliiiiiiiiii.iiiii.........................................................................iiiiniiiii! | GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NtTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Böðvars Sveinbiörnssonar. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NtTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Verzlunin B E R G, | 1 Isafirði. I GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT AR! | Lyfjabúð ísafjarðar. | !iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimmiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii! GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NtTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. | Verzlun Jónasar Magnússonar. | |llllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||lllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||!lllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||| GLEÐILEGJÓL! H. f. Eimskipafólág íslands. | liiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii.......................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin! GLEÐILEG JÖL! GOTT NtTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. | Djúpbáturinn h. f., Isafirði. | |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiii | Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! | Þakka viðskiptin á líðandi ári. | ÓI. Kárason. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.