Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 11
11 dag og það sáust vallgrónar tóftir að þessum býlum báð- um þegar ég kom í Holt og fram s mín ár, en það er búið að slélta yfir það núna, ég lét gera það, slétta pað út allt saman. Það eru fimm manns á hvoru býli á þessum hjáleigum, svo það eru 35 manns í Holti þá. — Það myndi hafa kostað nokkuð nú, á okkar dögum, að hafa átta vinnumenn full- gilda og átta vinnukonur býst ég við, en út í það fer ég ekki. Vafalaust hafa þessir vinnumenn verið til sjós mikinn hluta af árinu. ■— Tveir af Holtsprestum hafa drukknað þarna í Vöð- unum, eða Vaðlinum. Séra Jón Sigurðsson, sem var prestur í Holti 1783—1796, hann drukknaði á svokölluðu Yztavaði. Hann var að fylgja ferða- manni yfir vaðið; fór undan Ytri-Veðrará á svokölluðu Yztavaði, og þegar hann sneri aftur til baka, þá synti hjá honum, því að flæði var að skella á, og hann losnaði við hestinn og drukknaði. Fólkið var inni á svokölluðum Stekkjum, inn og niður við sjóinn frá Holti og horfði á þetta. Þetta gerðist 9. júní árið 1796. — Séra Jón þessi Sigurðs- son er orðinn mjög kynsæll. Það er margt kunnra manna frá honum komið. Hann var tengdafaðir Boga Benedikts- sonar á Staðarfelli og út af Boga er kominn fjöldi merkra íslendinga. — Annar Holtsprestur, sem drukknaði þarna í Vöðunum, var séra Ásgeir Jónsson, sem var móðurbróðir Jóns Sig- urðssonar forseta. Það gerðist 13. nóvember 1835. Hann kom innan frá Tannanesi, kom við á Vöðlum, vildi ekki þiggja fylgd niðuryfir, sagðist þurfa iað koma í Mosvelli og mun hafa komið þar, en svo vita menn ekkert um hans för meir. Hesturinn stóð við dymar á hesthúsinu um morgunin eftir, votur, en Ás- geir fannst ekki fyrr en um vorið eftir í maí. Þá fannst líkið í þarahrönninni undan Breiðadal. Hann mun hafa farið í Vaðalinn, sennilega — Annars var ákaflega erfitt að fara niður að Holti á haustin einmitt þegar stór- ar flæðar voru, því að sjór- inn féll alveg upp að hlíð, og það eru lænur, sem ganga þarna upp frá vaðlinum, djúpar, háir bakkar að þeim, þröng götuskörð, og þegar þetta er alit á kafi í flæði og kannske sundvatn í þessum lænum, þá var ekkert auðvelt að komast þama niðureftir, og ég man eftir því oft og tíðum þegar ég var á ferð- inni þarna að haustlagi og svona stóð á, þá hafði ég engin ráð önnur, en að ég klappaði á hálsinn á klárnum mínum, lagði tauminn fram á makkann og lét hann ráða ferðinni, og hann rataði; skyn laus skepnan, sem sumir kalia svo, bar vit fyrir mér. — Þó að margir af þessum Holtsprestum hafi borið bein- in þar, það hafa þeir gert, margir, þá vita menn ekki um legstaði neins þeirra; allt er týnt. Það eina, sem menn vita, er það sem séra Friðrik Eggerz segir í ævisögu föður síns, séra Eggerts á Ballará, um séra Jón Eggertsson, föð- ur Eggerts og afa séra Frið- riks, sem var í Holti, að hann hafi verið grafinn framundan kirkjuþili, öðrum megin kirkjudyra; það er það eina, sem menn vita. Hjá honum var lögð kista séra Ólafs Ein- arssonar, sem var prestur eitt sinn á Ballará, en hann dó hjá sonardóttur sinni, Guð- rúnu Þórðardóttur, konu Eb- enezer sýslumanns í Hjarðar- dal, þessi gamli prestur, og hann var grafinn þama hjá séra Jóni Eggertssyni. Ég skal ekkert segja um það, en mér finnst trúlegt að það hafi verið sunnanmegin við kirkjudymar. — Af síðari prestum, sem verið hafa í Holti, er tví- mælalaust stórbrotnastur séra Stefán Stephensen, sem var þar frá 1855 til 1884. Hann hafði geysistórt og mikið bú; mesta sauðfjárbú á Vestfjörð um, eða Vesturlandi á tíma- bili, enda hafði hann Kirkju- ból í Bjarnardal með, sem var kirkjujörð. 1 manntalinu, sem tekið var 1880, voru 30 manns í heimili í Holti, það er talið eitt heimili, 30 manns, hvorki meira né minna. -— Séra Stefán var ákaflega stórbrotinn maður, enginn tæpitungumaður blessaður karlinn, þegar svo bar undir, en hann var ákaflega raungóð- ur og ég held, að undir þessum klakastakki, sem hann skaut yfir sig hafi hann verið mikill tilfinningamaður og ákaflega hjartahlýr, og raungóður var hann og hjúasæll; það var áreiðanlegt, og rausnarlegur við sitt fólk og sín hjú, á- kaflega hreint. — Séra Janus Jónsson,sem kom á eftir honum, hafði all- gott bú í Holti, en annars þótti hann enginn búhöldur, en frú Sigríður Halldórsdótt- ir, kona hans; hún var bú- forkur mikill. Hún var dóttir Halldórs Friðrikssonar gamla. En séra Janus var fræðimað- ur fyrst og fremst. — Þetta var svona undan og ofan um Holtsprestana. 4 Þá spyrjum við séra Jón um kirkjuna í Holti. — Ég tel alveg öruggt, að kirkjan í Holti og kirkjugarð- urinn hafi alltaf verið á sama stað frá því fyrsta. Ég er alveg viss um þetta vegna þess t.d., að í minni tíð í Holti var öllu túninu rótað til og allt saman sléttað yfir, og það er þannig jarðvegur- inn undir, að það er glerharð- ur ísaldaraur undir jarðvegs- skorpunni, sem er tiltölulega þunn víða, og það var alls staðar ómótað fyrir þama. En neðst í túninu er bara sandur, en þar var áreiðan- lega hvergi kirkjugarðsstæði eða gamall kirkjugarður, hvergi nokkurs staðar. Kirkjugarðurinn hefur verið þar sem hann er núna, og kirkjan alltaf staðið á sama grunninum. Greinilega sést, hve jarðvegurinn inni í kirkju garðinum er mikið hærri en jarðvegurinn í kring, og þetta er fyrir það, að þarna hefur verið grafið öld eftir öld, eiginlega hvað ofan á annað, og svo hefur rofið úr kirkju- garðsveggnum, þegar hann var endumýjaður, gengið inn yfir þetta og sléttað yfir, og eins rofið úr kirkjuveggjun- um, meðan þarna var torf- kirkja, það hefur gengið inn líka og hækkað landið svona upp. —Kirkjan í Holti, sem núna stendur, er orðin nokk- uð gömul. Hún er byggð árið 1869 og verður því hundrað ára innan tíðar. Yfirsmiður við hana mun hafa verið Sig- urður Andrésson, en Bergþór Jónsson, sem var bróðir séra Janusar Jónss., og bjó hér á Kirkjubóli í Skutulsfirði, hann smíðaði innanum kirkjuna, td. altarið, prédikunarstólinn. og fleiri eru hans verk þar. •— Þessi gamla kirkja hýsir nú ekki lengur marga gamla gripi. Þó em þar til kerta- stjakar, forkunnarmiklir og góðir gripir; stórir, þungir koparstjakar og á þá er letrað: „Sera Sveirn Símon- son - Anno Salutis 1604.“ Þeir eru með öðmm orðum árinu eldri en Brynjólfur Sveinsson biskup, sonur séra Sveins. Þessir stjakar eru gefnir af séra Sveini og þeir prýða enn þann dag í dag altarið í gömlu Holtskirkju. — í Holti var til annar gripur frá séra Sveini. Það var skírnarfontur, sem nú er á Þjóðminjasafninu, og ég hefi skoðað þar. Það er kopar skál eða fat og á því er á- letrun, sem sýnir að þetta er frá séra Sveini, 1594, svo gamalt er það orðiö. Það er mynd af Syndafallinu í botni skálarinnar, og fóturinn und- ir þessu er útskorinn úr eik; hefur nú verið farinn að ganga svolítið sundur. — Brynjólfur biskup hefur örugglega verið skírður úr þessari skál. Hún kemur í kirkjuna 1594, en Brynjólfur er fæddur í Holti 14. sept. 1605, en áletrunin ber með sér, að þessi gripur er gerður fyrir séra Svein handa Holts- kirkju, og séra Sveinn hefur vafalaust skírt son sinn í kirkjunni upp úr þessari skál. — Þessum grip er fargað suður á Þjóðminjasafn árið 1882. Ég var nú stundum að bera víurnar í að fá þetta aftur, því að einmitt eftir að vegurinn kom niður yfir Holts engið og varð greiðara um að fara þangað, þá færðist það svo mjög í vöxt, að börn væru skírð í kirkjunni nokkuð mörg seinni árin, sem ég var í Holti. Þá þótti mér leiðin- legt að hafa ekki þennan skírnarfont. Nú er að vísu kominn annar skírnarfontur í Holtskirkju, en það er ekki sá gamli gripur. — Svo er fleira fémætt, sem safnið á frá Holti í Ön- undarfirði. Þar á meðal er Maríumynd, mynd af Maríu með Jesúbarnið og heilagri Önnu líka, (Sjá grein um þá mynd í ramma). Mikið lif- andi skelfing óskaði ég oft eftir því, að þessi gamla, kaþólska helgimynd væri nú í kirkjunni í Holti enn þann dag í dag, því að hugsa sér alla þá tilbeiðslu og lotningu, sem kynslóðimar eru búnar að sýna henni, og hafa beygt sín kné fyrir þessari gömlu mynd. Ég er ekkert kaþólsk- ari heldur en góðu hófi gegn- ir, en mér hefði fundizt þetta sannkallaður helgigripur, það segi ég alveg satt. — 1 Þjóminjasafninu er líka gamall róðukross úr Holti; hann var lengi yfir altarinu þar, en hann fór nú suður eins og fleira. Og þegar ég kom í Holt vorið 1929, þá er veggurinn yfir altarinu alveg ber og nakinn; það er engin altaristafla og ekki neitt, sem minnir á, að þarna sé altari. Prédikunar- stóllinn hafði verið uppi yfir altarinu, en var búið :að færa hann fyrir fáum árum þegar ég kom. En svo rættist úr þessu, haustið 1931, að þá fékk Holtskirkja nýja altaristöflu, sem gefin var til minningar um fyrstu brúðhjónin, sem gefin eru saman í þessari Holtskirkju, sem núna stendur. Gefendur- nir voru börn þessara gömlu hjóna, en þau voru Halldór Bernharðsson og Elín Jóns- dóttir, sem bjuggu á Vöðlum lengi. Elín dó fyrsta haustið, sem ég var prestur í Holti; hún lifði svo lengi. Þau eru grafin saman í Holti 11. okt- óber 1869, og þá var mér sagt að ekki hefði verið búið að vígja kirkjuna, þegar þau voru gift þar, heldur hafi það verið gert síðar þegar að Flateyrarkirkja var ein af þreinur kirkjum ,sem séra Jón þjónaði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.