Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 16
aarta aAsfffnaxm ðStíúmxaaaoon rúmi, svo sem venja er til, þegar skipt er um varðmenn. Ég svaf draumlaust alla vök- una. Kl. 4 um morguninn þ. 29. október kom ég aftur til vinnu minnar. Ég gekk að vanda afturábak niður stig- ann í vélarrúmið og uggði ekki að mér. Veit ég ekki af fyr til en eg hefi stigið í vatn allt upp í ökkla á vélar- rúmsgólfinu. Verður mér fyrst fyrir að spyrja yfirvélstjóra hverju þetta sætti, en fæ það svar, að sogleiðslur að dælum hafi stíflazt svo að ekki náist dropi af vatni frá kjölsogum skipsins. Undirvél- stjórinn hafi jafnan annast alla hreinsun á leiðslum, þegar þess hafi verið þörf, og því falli það verk nú í minn hlut. Ég verð bókstaflega orð laus af undrun. Spurði þó hvers vegna ég hefði þá ekki verið vakinn í tíma til að vinna það verk, í stað þess að geyma það unz í óefni var komið. Við því var ekkert svar, en gamli maðurinn lagði leið sína upp úr vélarrúminu, og lét mig um það, á hvem hátt að mér þætti heppileg- ast að mæta vandanum. Um þann mund er hann var að stinga sér inn í herbergið sitt kallaði hann til mín og tjáði mér, að vegna halla á skipinu hefði hann hleypt sjó inn í stj. borðs botnhylki undir eimkatli, og að vent- iilinn stæði opinn. Ég var ekki lengi að átta mig að stöð ugt hækkaði í vélarrúmi, og að ekki væri nema um tvennt að ræða, að annað hvort hefði komið gat á skipsbotninn, eða að leiðslan á milli sjávarins og botnhylkisins, sem verið var að fylla, væri í sundur. Ég lokaði því samstundis fyr ir aðrennsli til botnhylkisins, og hætti þá innstreymið sam- stundis. Tók það langan tíma að dæla öllu vatninu út og þurrka vélarrúmið, því að leiðslur allar höfðu fyllt af drasli úr botni skipsins. Þegar lokið var að dæla í burtu vatninu, vorum við kom nir að Reykjanesi. Var þá kominn S.A. stormur og tölu- verður sjór, og fór hvort tveggja vaxandi. Þaulvanur skipstjóri á vöru- og farþega- skipi, hefði að líkindum snúið þar við, og haldið skipinu vestan við röstina í slíku veðurútliti, eða hleypt inn til Keflavíkur, en Jóel var ekki vanur að láta austanstrekking skipa sér fyrir verkum. Hann hafði svo sem séð hann bratt- ari á togurunum. Hann setti því stefnu á Vestmannaeyjar. Þannig var siglt allan þann dag. En eftir því sem austar dró, óx bæði vindur og sjór. Um miðnætti var komið stór- viðri á móti og haugasjór. Voru þá enn um tuttugu míl- ur ófamar til Eyja. Varð nú að hægja á ferð, því skipið þoldi ekki að fullu afli væri beitt. Gekk þá hver báran af annari yfir skipið og brotnaði þar. Ég hafði ekki farið úr vélarrúminu allan tímann, því þó að yfirvélstjóri kæmi á vörð á ný, treysti ég því ekki, að hann héldi skipinu þurru, eftir þá reynslu, sem ég hafði þegar fengið, en á því gat oltið líf okkar allra, að dælur allar og leiðslur væru í lagi, hvað sem fyrir kynni 'að koma. Nóttin var niðdimm. Storm urinn æddi án afláts og „Ægir“ gaf „Columbus" marg an ósvikinn löðrunginn. En gamli „Columbus“ tók þessu öllu með stökustu ró. Hann hristi sig og skók í hvert sinn, er alda brotnaði á bóg- num, lyfti sér upp á öldu- toppana og lét síðan löðrið renna út af báðum hliðum og aftur af skut. Hann fór undra vel undir í þessum ofsa, svo illa hlaðinn sem hann var. Þeir áttu hér harðan leik „Columbus" og „Ægir“ og alls óvíst hver myndi bera sigur úr býtum, ef stormur- inn héldi hæð sinni. Kl. 3 um nóttina féll skyndilega himin- há alda yfir „Columbus“, fleygði honum á hliðina, þurrkaði út meirihlutann af þilfarsfarminum. Um leið og einn plankinn hentist aftur með vélarreisninni braut hann loftventilinn á vélarrúminu b.b. megin, streymdi þá sjó- gusan niður í vélarrúmið í gegnum 30 cm. vítt op. Við stóðum bókstaflega ráðþrota í vélarrúminu. Yrði vatns- straumurinn ofan í vélarrúm- ið ekki stöðvaður, væri úti um skipið. Það gæti ekki þol- að að vélarrúmið fylltist af sjó ofan á alla aðra hleðslu. Fyrsta viðbragð okkar var, að taka segl og troða því upp í ventilopið neðan frá, en það bar engan árangur. Vatnsþunginn ofan frá var svo mikill, að ógemingur var að stöðva hann þannig. Sýndi það bezt hversu djúpt skipið var sokkið í sjóinn að aftan. Eina leiðin var að stöðva vatn ið ofan frá. Ég bað því Bjöm bróður minn, að taka með sér vatnsfötu og kaðal og freista þess, hvort hann gæti komizt að ventilopinu uppi á vélar- reisninni, og látið fötuna falla ofan í það. Vatnsþung- inn myndi pressa hana iþétt að opinu, ef þetta tækist, og þannig stöðva strauminn ofan í vélarrúmið. Ég vissi vel að þetta var mikil glæfraferð, en ég vissi jafnframt, að Bjöm hafði áður marga ferðina far- ið um landamæri lífs og dauða og ætíð komið aftur. Hann átti óbilandi kjark og snarræði. Hann tók samstund is fötuna í aðra hendina og kaðal í hina. Hann vildi freista að festa hann í hand- riðið á vélarreisninpi og binda sig með honum, svo að hann væri ekki jafn laus fyrir, ef önnur bára skylli yfir skipið á meðan. Ég opnaði fyrir honum efri helming hurðar, sem lá út á þilfarið. Við feng um fangið fullt af sjó. en Bjöm hikaði ekki. Hann skaut sér í gegn með fötu og kaðal og bað mig að bíða og opna fyrir sér aftur, ef ferðin heppnaðist. Þá myndi hann banka í hurðina. Aldrei hafði ég lifað annað eins augnablik. Hver sekúnda, sem Bjöm var úti, varð að eilífð. Loks fann ég að straumur- inn niður um loftventilinn var svo að segja stöðvaður, það dreitlaði aðeins í dropa- tali niður úr rörinu. Þá vissi ég að honum hafði tekizt að stöðva flóðið og bjarga skip- inu. En myndi hann sjálfur komast aftur að dyrunum. Það leið góð stund, þar til barið var í hurðina. Er ég opnaði hana á ný steyptist Bjöm inn með sjónum heill á húfi. Við lokuðum huröinni í skyndi og héldum niður í vélarrúmið. Þegar ég gekk að dælunum b.b. megin til að koma þeim í gang, náði ís- kalt vatnið mér í geirvörtu, nákvæmlega á sama stað og kuldinn af sverðinu snart mig í draumnum. Á samri stundu þóttist ég þess fullviss, að við myndum komast lífs af, þótt að útlitið væri ekki, sem bezt. Okkar myndi bíða annað ó- veður, sem yrði engu minna. Olíutunnurnar, sem á þil- farinu voru, vom úr eik, þær hcifði aldan kurlað niður, svo að olían flóði um allan sjó. Við þetta lægði öldurnar um- hverfis skipið, enda fengum við ekki fleiri áföll. Varð það okkur til happs því óvíst er hvort skipið hefði þolað aðra bám. Smátt og smátt rann því sjórinn nokkuð út af skip- inu, þó að það væri enn mikið á kafi. Þegar vélarreisnin var komin upp úr löðrinu, kom Karl stýrimaður aftur í véla- rúm til þess að fregna hvem- ig ástandið væri þar, og sagði um leið heldur kaldranalega, „Ég hélt nú að dallfjandinn ætlaði að sökkva okkur hér, og varla séð fyrir endann á því enn, hvora leiðina hann fer„ Svaraði Bjöm honum hálf hlæjandi. „Maður hefur nú fyrr séð hann svartan í ál- inn. Ætli að kollan slarki ekki það sem af er úr því að hún fór ekki um leið og báran brotnaði á henni“. Á meðan þetta allt fór fram stóð 1. vélstjóri á vélar- ristinni fyrir utan herbergið sitt. Hann hafð komið hlaup- \ and út úr herberginu þegar skipið kastaðist á hliðina. Iiann hafð séð sjóinn fossa niður í vélarrúmið. Andlit hans var sem stirðnað af ótta og kvölum. Hann hafði víst aldrei komizt í annað eins, og hann talldi víst, að um enga björgun væri að ræða. Þegar hann heyrði róminn í þeim Birni og Karli gekk bók staflega yfir hann, þótt hann skildi ekki orðin að fullu. Hvernig menn gætu talað þannig á dauðastundinni, gekk alveg fram af gamla manninum. Hann bað Guð að líkna sál sinni. Hann gæti alveg eins dmkknað í her- berginu sínu sagði hann. Síð- an stakk hann sér inn, lokaði hurðinni og fól sig guði á vald. Áfallið hafði orðið taug- um hans yfirsterkara, og það hafa verið meiri menn en Ras musen, sem bognað hafa fyr- ir slíkum þunga. Okkur var þegar ljóst, að dælumar myndu ekki geta þurrausið skipið. Vatnið hafði slökkt eldana í b.b. eldhólfi ketilsins, og kol og aska kast aðist til á kyndistöðinni allt í einum graut. Með því elds- neyti yrði ekki unnt að halda uppi eimi á katlinum, ekki einu sinni til þess að hreyfa dælur, hvað þá aðalvél. Við urðum því að gera hvort- tveggja í senn, að skipuleggja austur úr vélarúmi með vatns fötum, svo fljótt, sem unnt var að opna háglugga á véla- rúminu og handlanga upp um hann vatnsfötumar. Þetta var seinlegt verk, en það varð að gerast. Tókst það reyndar furðu vel eftir að verkið var hafið. Jafnframt urðum við að byggja upp trépall yfir kyndi- rúmsgólfi og hólfa hann í þrennt. Moka síðan kolum og ösku í eitt hólfið, aðgreina það þar og setja kolin hrein í annað hólf en öskuna í hitt. Þá fyrst gátum við fengið eld í stj.b. elhólfið, og byrjað að kynda upp á katlinum. B.b. eldhólfið gátum við ekki not- að fyrr en svo miklu hafði verið ausið út, að vatnið náði þangað ekki. Þá fyrst var einnig hægt að kveikja undir þeim hluta ketilsins. En á meðan á þessu stóð hafði vatnið hitnað svo, að varla ,. Himinhá alda fleygði „Columbus“ á liliðina og þurrkaði út þilfarsfarminn ... ... „Columbus“ skreið inn á höfnina í Eyjum .

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.