Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 24

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 24
24 anum sem ung stúlka og hafði verið þá nokkurn tíma í bankanum. Hún er ein af þeim fyrstu stúlkum, sem hefja skrifstofustörf. Þá voru að vísu starfandi símastúlkur. Tengdafaðir minn fékk þau boð frá bankastjórninni í Reykjavík, að það hefði ekki verið meiningin að kvenfólk tæki þátt í bankastarfsemi. Þá voru bankastjórar í Reykjavík þeir Hannes Haf- stein, Tofte og Sighvatur Bjarnason, og rétt á eftir að þetta skeði, að Guðný byrjaði að vinna í bankanum á Isa- firði, þá er Þórunn, eða Labba eins og hún var kölluð, dóttir Hannesar byrjuð að vinna í íslandsbanka, svo að hætt var við að fetta fingur út á ráðn- ingu Guðnýjar. — Nei, elsku bezti, ég er ekki að víkja mér undan neinu. Ég get ekki neitað því, að ég byrjaði að draga mig eftir konunni þama í bank- anum. Mér leizt vel á kven- manninn og við höfðum verið skólasystkin og þekktumst áður. Ég var rétt tvítugur þegar ég byrjaði í bankanum. Langan tíma? Það tók nú ekkert afskaplega langan tíma, ja—, það hefur tekið svona uppundir ár, ha? þangað til við vorum leyni- lega trúlofuð, vorum svona að digga saman, en við gift- um okkur samt ekki fyrr en 1922. - Ég var þá orðinn 26 ára og ég skal segja þér af hverju giftingin drógst. Við höfðum bókstaflega ekki ráð ráð á því. Laun okkar voru svo léleg í þá daga. Sem dæmi get ég sagt þér, að fyrst þegar ég byrjaði í Brauns- verzlun, þá hafði ég 15 kr. á mánuði. Fyrst þegar Guðný byrjar í íslsndsbanka sem lærlingur, þá fékk hún 15 kr. á mánuði. Þetta var al- gengt, 15 kr. á mánuði og þótti gott. Þegar ég kom í Islandsbanka á Isafirði að loknu námi í verzlunarskóla í Kaupmannahöfn, þá fæ ég 50 kr. fyrst á mánuði. Svo er það hækkaði upp í 75 kr. eftir tvö ár. Þá hafði ég óskað eftir því að fá að kynnast starfseminni í aðalbankanum og fer suður og er þar 1919 í eitt ár, og þá hækka ég um 50 kr. og er kominn upp í 125 kr. á mánuði. Þetta þótti fjandi gott þá, en þó var það ekki meira en það, að fjárinn hafi það, að maður treysti sér til þess að reisa bú. — Nú giftingin dregst, eins og ég sagði. Helgi flytur suður með fjölskyldu sína, mín íjölskylda flytur suður, en þá hafði Braun gamli lokkað mig til sín aftur úr bankanum, til allrar bölvunar fór ég í það, og það var af því, að þá var íslandsbanki ákaflega knífinn með kaup til sinna starfsmanna. Við sögðum upp sex í einum bank anum í Reykjavík og það ýtti undir mig, svo að ég hoppaði á tilboðið hjá Braun og fór þama vestur fyrir hann í nokkur ár. — Það var nú svona, að við gátum eiginlega ekki gift okkur fyrr en 1922, en þá kom ég suður og séra Bjami gifti okkur með pomp og pragt, og þegar við áttum 25 ára hjúskaparafmæli kom séra Bjarni heim og sagði: „Mér hefur nú tekizt bara býsna vel með ykkur.” — Eftir að ég fluttist suð- ur 1923, liðu 10 ár þangað til ég kom til ísafjarðar. Mig hafði oft langað þangað, en efnin leyfðu það ekki. En 1933 fömm við í leikför til ísafjarðar með nokkur smá- leikrit nokkrir leikarar úr Leikfélaginu, sem tókum okk ur saman og fórum með skipi norður og höfðum leiksýn- ingar á Norðurlandi allt til Húsavíkur. Svo fómm við Fúsi Halldórs til Isafjarðar 1943, og ég skal segja þér meira af því á eftir, en ég fór með Leikfélagi Reykja- víkur til að sýna Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar, og svo fór ég sjö ár í röð í leikför með Leikfélagi Reykja víkur um landið, þar á meðal til ísafjarðar, og áttunda árið í röð, sem ég kom til ísa- fjarðar, var á 100 ára afmæl- inu, sem var mér til mikillar ánægju og var dásamleg og ógleymanleg hátíð. —- Við Sigfús Halldórsson unnum saman í Útvegsbank- anum og við fömm saman vestur á ísafjörð 1943 og héldum þar 2 eða 3 skemmt- anir. Ég las þama upp úr Gullna hliðinu, las upp kvæði og söng gamanvísur og Fúsi spilaði undir, og mér er' sér- staklega minnistætt, að við fluttum þarna „Stjána bláa„ með undirleik Fúsa, ég las upp og Fúsi fantaseraði undir. Ég skal segja þér, ég komst í stemningu þarna. Oft hefi ég nú lesið upp Stjána bláa, en ég held að ég hafi aldrei gert það betur en á ísafirði, af því ég hafði ýmislegt í huga í sambandi við sjóinn og að „sigla krappan beiti- vind“ á skautunum í gamla daga. I — Þegar ég lít til baka til æskuára minna á ísafirði, frá 1910 til 1914, em þau ár mjög Ijúf í huga mínum. Næstu þrjú ár er ég svo að segja ekkert á ísafirði, en eftir Kaupmannahafnarveru mína eru mér ungdómsárin minnisstæð, því að þá héldum við saman svo mörg á Isa- firði af ungu fólki og höfðum okkar klíku og blésum á allt, sem hét krítik á okkar fram- ferði, og létum það sem vind um eyrun þjóta þó að gerðar væm athugasemdir við okkar lifnaðarhætti, sem vom þó saklausir í alla staði. Þetta var yfirleitt ákaflega gott og skikkanlegt fólk, sem við um- gengumst. Ég verð nú að segja það, að unga fólkið á ísafirði í mínu ungdæmi var ákaflega vel upp alið, prútt og gott fólk. Uppeldi unga fólksins var mjög strangt. — Það var alltaf hálfgerð- ur Reykvikingur í mér, og á tímabili lenti ég oft í rifrildi við jafnaldra mína um Reykja vík, en samt þótti mér mikið fyrir því að fara frá ísafirði. Ég átti svo marga vini þar, ég var búinn að týna vin- unum í Reykjavík, sumum hverjum að minnsta kosti, og þetta þurfti ég að rifja upp aftur. En það var vart um annað að ræða en að fara suður. Allt mitt fólk og tengdafólk var komið suður. Eftir að suður kom, var hug- urinn oft fyrir vestan. Það er svo einkennilegt, skal ég segja þér, að ég held að það sé svo með alla þá, sem átt hafa heima á Isafirði, að þeim þykir vænt um Isafjörð. Það er einhver sérstakur sjarmi yfir þessum bæ. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, ja, maður gleymir ekki bænum. Ég hefi tekið eftir því þegar maður hefur farið þessar leik- ferðir vestur, að þessu er eins farið um aðkomufólk. — Seinast þegar við fórum, höfðum við verið að leika á Þingeyri og fórum heim um nóttina, ég kalla það alltaf heim til ísafjarðar. Þegarvið vorum að keyra upp Skógar- brekkumar í yndislega fall- egu veðri klukkan þrjú um nóttina um hásumarið, þá sagði ég við krakkana. „Ég ætla bara að benda ykkur á eitt. Þegar við komum upp á háheiðina, þá skuluð þið vera vakandi og taka eftir kyrrð- inni, taka eftir fegurðinni yfir fjöllunum og yfir að Snæ- fjallaströnd". Það var logn og þegar við komum upp á heiðina, þá stönzuðum við og horfðum yfir. Það var svo mikil kyrrð, svo mikið logn, svo mikil fegurð yfir þessu. Sólin var að koma upp og tí- brá titraði yfir öllu. Það var fegurð. Sumt af því fólki, sem hefur farið með mér síðan, gleymir þessu aldrei. — Isafjörður hefur verið mér góður og veitt mér mikið inntak í lífinu. Þar er fyrst og fremst konan mín. Ég kynntist henni ungur, þekkti hana sem bam í skóla, en ég tel mig sérstaklega lánsaman mann að hafa eignazt þessa konu, og hún er alltaf ís- firðingur. Það er mikils virði fyrir mann, sem hefur orðið að vinna eins og ég, og sér- staklega í svona starfi eins og leikarastarfinu, að eiga maka, sem kann að meta mitt starf og fylgjast með mínu starfi, og það er kannske vegna þess, að hún hefur, frá okkar ísafjarðarárum, kunnað að meta leikstarfsemi, því að hún lék með okkur þar. Hún hafði eins mikinn áhuga fyr- ir leiklistinni eins og faðir hennar. — Á ísafirði var líka grund völlurinn að mínu tvíþætta ævistarfa, leiklistinni og bankastörfunum. Tengdaföður mínum á ég að þakka eigin- konu mína, já, og auðvitað tengdamóðurinni líka, og hann kom mér af stað í leiklist- Brynjólfur í „Þremur systrum“ inni og hann greiddi götu mína til náms og hjá honum byrjaði ég bankastörf, svo að þú sérð að ég á honum — og Isafirði — mikið upp að unna. — 1 hvert sinn, sem ég kem til ísafjarðar kemur yfir mig einhver sérstakur hug- blær. Mér þykir vænt um ísafjörð, það rifjast strax upp fyrir mér yndislegar stundir, sem ég hefi lifað þar og mér er alltaf hlýtt til ísafjarðar. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi óskar öllum Vesl-{ firðingum gleðilegra jóla og gæfuríks komaiuli ársS ppsn \ / iSCH® sJesvFixsxm samiFs^EMsymm tltgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vesfc- fjarðakjördæmi. Blaðútgáfunefnd: Finnur Th. Jónsson formaður, ósk ólafsdóttir, Jakob Þorvaldsson, Bárður Jakobsson, Ólafur Guðbjartsson. Ritstjóri: Högni Torfason. Ritstjórn og afgreiðsla: Uppsölum, sími 232. Prentstofan Isrún hf., lsafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.