Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 29

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 29
29 eru lausar í bæjarfógetaskrifstofunni, staða innhcinitumanns nú þegar og staða ritara frá 1. febrúar n.k. Umsóknir seiulist undirrituðum með upplýs- ingum um mcnntun og fyrri störf. Bæjarfógetinn á Isafirði 16. des. 1966. Jóh. Gunnar Ölafsson. tW-J __ Jf« afozrfíítzxxa sanaF&r.zfvsxnxm Bílaryksugur 12 volt Hleðslutæki 6 og 12 volt DEFA hitarar gera allt start auð- veldara í frostum. Gúmmottur í bíla C.R.C. rakaeyðir C.R.C. ræsivökvi Bátakastarar 32 volt Vasaljós og kastarar í miklu úrvali ásamt ýmsu fleiru. RAF bf. Isafirði. Pelikan alltaf beztnr ISFIRÐINGAR VESTFIRÐIN GAR Neisti iærir út kvíarnar ísfirzka skíðamenn hefur lengi dreymt um að koma upp skíðalyftu á Seljalandsdal. Nú hillir undir að sá draumur rætist á næsta ári og skíðalyftan verði byggð i næsta sumar. Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd í | málinu, sem þegar hefur verið mjög athafnasöm. Nefndin hefur gefið út mjög smekklegt veggalmanak : með myndum frá Isafirði, og hafa mörg fyrirtæki stutt : þetta mál með auglýsingum í því. Bæjarbúar hafa einnig ; haft góðan skilning á málinu, og seldist almanak þetta ágætlega er það var boðið til sölu í bænum sl. sunnudag. Hefur undirbúningsnefndin beðið blaðið að flytja fyrir- I tækjunum og bæjarbúum beztu þakkir fyrir þennan stuðning. Benda má á, að þetta almanak er enn fáan- legt í bókaverzlunum bæjarins. Þá er verið að hleypa af stokkunum happdrætti til ágóða fyrir skíðalyftuna og er vinningurinn mjög glæsi- legur, Vauxhall Viva fólksbifreið árgerð 1967. Mun sala miða hefjast innan skamms, en dregið verður 20. apríl Ánægjulegt er til þess að vita, að íþróttafólkið sjálft hefur tekið jafn skelegga forystu í þessu máli, sem raun ber vitni, og er ekki að efa .að ísfirðingar og aðrir velunnarar skíðaíþróttarinnar muni leggja þessu unga og áhugasama fólki allt það lið, sem þeir mega. Séð yfir nýja verzlunarhúsnæðið í Neista. Athugið: Sprauta kvenskó gull og silfurlitaða. Einnig í öðrum litum. Fljót afgreiðsla. Skóvinnustoia Einars Högnasonar ísal'irði. Til sölu er 100 1. þvottapottur. Upplýsingar í síma 572. Sjálfstæðisfélögin í Bolungarvík, Þjóðólfur og Þuríður Sundafyllir óska félagsmönnum sínum og öðrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Happdrætíi Dregið var í Leikfanga- happdrætti Harðar sl. föstu- dag og komu upp þessi númer: 2 - 3 - 30 - 34 - 43 - 52 - 59 150 - 155 - 181 - 186 - 187 189 - 199 - 219 - 220 - 255 257 - 263 - 293 - 295 - 320 363 - 364 - 395 - 424 - 459 463 - 483 - 619 - 658 - 679 703 - 741 - 765 - 767 - 771 775 - 782 - 803 - 812 - 818 870 - 889 - 893 - 896 - 897 903 - 904 - 57. Vinninga má vitja til Jens Kristmannssonar. Nýlega hafa verið gerð- ar miklar endurbætur á húsakynnum verzlunarinnar ,,Neista“ á ísafirði. Hefur húsnæði verzlunarinnar verið stækkað mjög og nemur stækunin 40—50 fermetrum, en bætt hefur verið við þremur sýningargluggum, sem snúa út að Hafnarstræti. Setur þetta mikinn svip á götuna, því að gluggar eru alla jafnan vel upplýstir í Neista, nótt sem diag. Þeir Ágúst Leós kaupmað- ur og Júlíus Helgason raf- virkjameistari hófu verzlun- arrekstur saman árið 1945, en tveimur árum síðar stofn- uðu þeir Neista hf. og á því fyrirtækið 20 ára afmæli í aprílmánuði n.k. Hafa þeir rekið rafmagnsverkstæði og verzlun með rafmagnsvörur og búsáhöld, reiðhjól, gjafa- vörur og fleira, en segja má að vöruval hafi aukizt ár frá ári, og með auknu verzlunar- frelsi og bættum húsakynn- um hefur verið lögð áherzla á að hafa sem mest vöruval og vandaða vöru á boðstólum, og veita viðskiptavinum sem bezta þjónustu. ★

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.