Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 21
21
skyttiríi með Þórði bónda og
Kjartani Guðmundssyni beyki,
og við vorum þar á rjúpna-
skyttiríi í tvo mánuði og
seldum alltaf rjúpur út á
Isafjörð. Þegar við seldum
rjúpuna um borð í skip,
reyndar seldi nú pabbi oftast
afla sér peninga og þá léku
menn og sungu á félags-
skemmtunum eða þá á opin-
berum skemmtunum, sem
haldnar voru í fjáröflunar-
skyni, og þetta hélzt í mörg
ár og allt þangað til ég flutt-
ist suður 1923 og vafalaust
úr mútum. En það var alveg
sama, hann vildi hafa mig og
ég tók mikinn þátt í sönglíf-
inu á ísafirði.
— Þegar við komum til ísa
fjarðar voru þar margir á-
kaflega merkir menn, reglu-
legir höfðingjar og miklir
kallar á þessum árum. Hann-
es Hafstein fór nú suður rétt
eftir að við komum. Skúli
Thoroddsen hafði þarna verzl-
un, fiskverzlun og hvaðeina,
þar var Jón Hróbjartsson
skrifstofumaður og verzlunar-
maður hjá Skúla. Eftir að
Skúli settist að á Bessastöö-
um, þá kom hann alltaf á
sumrin til Isafjarðar. Skúli
var einstaklegur gæðamaður
og barngóður, elskulegur kall.
Svo voru þama Davíð Schev-
ing Thorsteinsson héraðslækn
ir og hans mikli og fagri
barnahópur, Ámi Jónsson
verzlunarstjóri og Grímur
bróðir hans, og ég er víst
búinn að minnast á þá nafn-
ana ÞorvaLd lækni og Þorvald
prófast Jónssyni.
Síðar voru þarna áberandi
menn í stjórnmálunum eins
og Magnús Jónsson síðar
prófessor, sem var valinn
prestur til ísafjarðar frá
Ameríku án þess að koma
sjálfur. Hann bara sendi
myndir af sér og það dugði,
því að kvenfólkinu þótti hann
laglegur maður og hann flaut
inn á því. Nú, hann var ákaf-
lega hreint félagslyndur og
elskulegur maður. Hann meira
að segja spilaði knattspymu
með okkur strákunum.
— Svo var þarna Jón Auð-
unn Jónsson alþingismaður og
Magnús Torfason kom til Isa-
fjarðar og tók við af Hannesi
Hafstein og hann tók strax
þátt í stjómmálunum ásamt
Helga Sveinssyni bankastjóra
og prestunum séra Guðmundi
Guðmundssyni frá Gufudal og
séra Sigurði Stefánssyni frá
Vigur, sem skellti Magnúsi
Torfasyni. Þá var það sem
séra Sigurður sagði: „Lá
hann ekki, lá hann ekki, ha?“
Fleiri merkismenn mætti telja
til, en ég læt þetta nægja.
— Það var einstaklega
skemmtilegt fyrir okkur unga
fólkið að fylgjast með stjóm-
málarifrildinu og látunum í
kringum það, en við létum
það bara ekkert á okkur fá.
Við vorum þarna saman ungt
fólk frá heimilum af öllum
stjórnmálaflokkum, sem reynd
ar vom ekki margir. En við
létum þetta ekkert á okkur
fá og skiptum okkur ekkert
af pólitík, en skemmtum okk-
ur vel yfir því að koma í
Bæjarþinghúsið og hlusta á
þá rífast í bæjarstjórninni.
Gainla Templaraliúsið sem brann 1930.
fyrir okkur og Guðmundur'
beykir, þá fengum við hæst 50
aura fyrir stykkið, en annars
var verðið breytilegt frá 25
og upp í 50 aura.
— Við hlóðum alltaf skot-
in okkar sjálfir. Einu sinni
fómm við í langan túr. Við
gengum frá Rauðamýri út
alla strönd að Skjaldfönn og
skutum rjúpur á leiðinni og
vorum nokkra daga þar.
— Ég hafði fengið snert af
brjósthimnubólgu um haustið,
en náði mér þama inni í
Djúpi. Svo hugsaði ég sem
svo, að rétt væri að reyna að
fara á sjóinn, og fór þá á
handfærafiskirí í tíu daga
með Jóni gamla Brynjólfs-
syni. Og ég var ekkert sjó-
veikur, að vísu eitthvað fyrstu
dagana, en gubbaði bara út
fyrir borðstokkinn og hélt á-
fram að vinna. Ég var ekki
veikari en það. Mér líkaði
þetta vel. Svo fór ég á síldar-
bát um sumarið.
^41
— Þú spyrð mig um félags-
lífið á ísafirði. Ég kynntist
því strax sem drengur, því að
faðir minn tók mikinn þátt í
alls konar félagslífi. Það má
segja að félagslíf hafi á þess-
um árum verið mjög fjöl-
skrúðugt á ísafirði. Ástæðan
hefur sjálfsagt verið sú, að
þarna var ekkert sem tmflaði,
ekkert útvarp og enginn sími
einu sinni. Mikið var starfað
t.d. í iðnaðarmannafélögum,
söngfélögum, Goodtemplara-
reglunni og mörgum fleiri fé-
lögum.
— öll voru þessi félög að
eitthvað eftir það.
— Ég tók mikinn þátt í fé-
lagslífi sem unglingur, t.d.
í íþróttum, í Goodtemplara-
reglunni og fleiri félögum, en
hjá Goodtemplurum byrjaði
ég að leika.
— Það var mikill kraftur
í söngfélögunum. Fyrst var
það Jón Laxdal, sem ég
kynntist í sambandi við hljóm
listina. Hann hitti pabba einu
sinni og spurði hvort Bryn-
jólfur sonur hefði ekki á-
huga á að læra að tromma í
lúðrasveitinni. Ég var nú til
í allt þegar ég var strákur,
og ég var auðvitað til í þetta
líka og svo lærði ég þetta, og
af því að ég hefi alltaf verið
hneigður fyrir hljómlist, þá
var ég svona tiltölulega fljót-
ur að komast upp á lagið
með þetta, og trommaði þama
í lúðrasveitinni; ekki man ég
nú hvað lengi, en ég man að
ég hætti um það bil sem Jón
Laxdal flutti suður.
— Það er óhætt að segja
það um Jón Laxdal, að hann
var lífið og sálin í hljóm-
listarlífinu á Isafirði í mörg
ár. Þarna var blandaður kór,
karlakór og lúðrasveit, sem
hann stjómaði. Svo varð hann
nú þekktur maður í þjóðfé-
laginu fyrir sín lög, enda
samdi hann mörg falleg lög.
— En það var ekki bara
Jón Laxdal, sem ég kynntist
í sambandi við hljómlistina,
það var líka Jónas Tómasson,
sem hefur nú verið höfðingi
Vestfjarða í tónlistinni um
áratuga bil. Hann hafði sömu-
leiðis blandaðan kór og karla
kór og ég söng fyrst með
honum í kirkjukórnum, og
var þá eiginlega ekki kominn
— Ég man eftir því einu
sinni, það var akkúrat þegar
viö vorum að leika Skugga-
Svein, að þá hafði faðir nnnn
veitingarnar í ieikhúsinu, og í
hléi hjá okkur, þá koma þeir
þarna bakdyramegm Magnus
Toriason og Heigi Sveinsson.
Magnús segir um leið og hann
kemur inn: „Við erum að
koma úr Konunglega ieikhús-
inu og þar var iuiit hús,“ —
þá voru þeh- að koma af
bæjarstjórnarfundi, og haföi
venð mikíð rifrildi, en það
var samt fullt hús hjá okkur,
svo að það var fuLLt í báðum
ieikhúsunum.
— Já. það voru margir
fjári miklir kallar þarna á
Isafirði á þessum árum,
memi, sem við litum upp til.
Þai’na voru t.d. skáld eins og
Guömundur skólaskáld og
Jónas Guðlaugsson, tónskáid-
in Jón Laxdal og Jónas
Tómasson og svo margir
embættismenn og mennta-
menn, margir stórbrotnir
og eftirminnilegir menn.
— í sambandi við stjórn-
málalætin á ísafirði, sem voru
nú oft heit og mikil, vil ég
minnast á einn af mínum
beztu vinum, sem að tók lang
mestan þátt í undirbúningi
kosninga. Það var Hannes
Halldórsson. Það var svo ein-
kennilegt með haim Hannes,
að þó að hann væri heitur í
pólitíkinni, þá hafði hann allt
af lag á að eiga góða vini
meðal mótherjanna, og á því
held ég að hann hafi oft unn-
iö mörg atkvæði. Ég held að
ég hafi ekki kynnzt manni,
sem var eins laginn á að i
vinna fólk á sitt mál fyrir
kosningar eins og Hannes,
enda þekkti hann hvert ein-
asta mannsbarn í bænum og
hann var snillingur í því að
tala við fólk fyrir kosningar.
— Vinskapur okkar Hann-
esar stóð í mörg, mörg ár, ja
allt fram til hans andláts, og
ég sá mikið eftir honum sem
gömlum og góðum Isfirðingi
og vini mínum, Ég held að
Hannes hafi verið einn af
mínum öruggustu og trygg-
ustu vinum á seinni árum.
— En við vorum að tala
um félagslífið á Isafirði áðan,
og þá má ég ekki gleyma
skógartúrunum. Það voru dá-
samlegar ferðir og alla hlakk-
aði til þeirra í margar vikur.
Allir vissu hvenær þessir
skógartúrar áttu að vera, það
var annan ágúst, frídag verzl-
unarmanna. Þá fóru margir í
reiðtúra. Sumir áttu nú hesta,
en aðrir fengu lánaða hesta
hjá bændum í firðinum, en
meiriparturinn fór í þessa
skógartúra og það var einhver
yndisleiki yfir þessu öllu sam-
an. Allir hlökkuðu til þess.
Undirbúningur undir skógar-
túrana stóð kannske tvo eða
þrjá daga. Húsmæðumar
stóðu í því að steikja og baka
og allt mögulegt, og svo voru
veizluföngin yfirleitt flutt á
bátum inn að Seljalandi og
borin síðan inn í Tunguskóg,
inn að á.
■— Hópurinn safnaðist venju
lega saman upp við Nýjaveg,
sem við kölluðum svo, og
þaðan var gengið inneftir og
sungið á leiðinni og var þá
ákaflega ánægjuleg samferð
fjölda fólks. Þegar inneftir
var komið var liðið að hádegi
og þá réðust húsmæðurnar
strax í það, að breiða dúka
á flötina og leggja á borð og
svo lágu menn þarna og borð-
uðu og skemmtu sér og
sungu. Þegar búið var að
borða, var farið niðurfyrir
á og niður á flatirnar og
þar var farið í alls konar
leiki: hlaupið í skarðið, eitt
par fram fyrir ekkjumann og
margt fleira. Stundum voru
komnir þarna grænjaxlar og
krakkarnir fóru upp í hlíð að
tína þá.
— Yfir þessum skógartúr-
um var einstaklega ljúfur hug
blær og þetta var ánægjulegur
dagur, sem maður gleymdi
ekki og hugsaði með tilhlökk-
un til að upplifa aftur að ári.
Ekki þar fyrir, að það voni
nú farnir fleiri skógartúrar.
Stundum tóku sig saman
nokkrar fjölskyldur og félög
og þá var farið inn í skóg
til að skemmta sér í góðu
veðri.
— Annars var félagslífið
auðvitað miklu minna að
sumrinu. Eftir að ég fór að
stálpast, fórum við unga fólk
ið mikið í reiðtúra og þá var
stundum farið inn í skóg og
stundum inn að Kirkjubóli,
en oftast var nú farið vestur
í önundarfjörð. Þá fékk mað-
ur lánaða hesta hjá Páli á
Kirkjubóli og síðar Tryggva
á Kirkjubóli og Rósmundi í
Tungu, og manni var fjárans
sama hvaða truntur þetta
voru. Ég man eftir því, það
var eftir konungskomuna
1921, þá fórum við mörg í
reiðtúr og þar á meðal Gunn-
ar vinur minn Andrew. Hann
var á kolsvartri meri frá
Rósmundi í Tungu, og líallaði
hana alltaf Konungs-Grána,
því að þá var Konungs-Gráni
álitinn bezti hesturinn, en
þessi meri var einhver mesta