Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 28
28
smm a/ésvFi'RzxxH ssúnFssiuusxnxm
1 Af bókamarkaðinum 1
Almenna bókafélagið hefur
á þessu ári gefið út 18 bæk-
ur. Þar af eru níu íslenzkar
bækur, sjö bækur í Alfræða-
safni AB og tvær þýddar
skáldsögur.
Við morgunsól, eftir Stefán
Jónsson, rithöfund og kenn-
ara. I bókinni eru 8 smá-
sögur, sem fjalla um ýmis
efni. Þetta er síðasta bók
Stefáns, en hann lézt sem
kunnugt er á þessu ári.
Fagur er dalur, ljóðabók
eftir Matthías Jóhannesson.
Þetta er fimmta ljóðabók
Matthíasar. Bókinni er skipt
í 6 kafla og ber sterkan svip
af helztu viðfangsefnum sam-
tíðarinnar.
Lýðir og landshagir, síðara
bindi, eftir dr. Þorkel Jóhann-
esson, háskólarektor. Bók
þessi hefur að geyma ævi-
ágrip þekktra manna og bók-
menntaþætti.
Lýðir og Iandshagir, fyrra
bindið, kom út árið 1965.
Bak við byrgða glugga. eft-
ir Grétu Sigfúsdóttur er ný-
lega komin út. Þetta er fyrsta
bók höfundar og efni hennar
er raunsönn ástarsaga, sem
gerist á hernámsárum Þjóð-
verja í Noregi.
Þá kom út fyrir skemmstu
bókin íslen/.kir málshættir,
sem þeir Bjarni Vilhjálmsson,
skjalavörður og Óskar Hall-
dórsson mag.art. tóku saman
og bjuggu til prentunar. Þetta
er önnur bókin í flokknum
fslen/.k þjóðfræði, en fyrri
bókin var „Kvæði og dans-
leikir“. 1 bókinni eru um 700
málshættir og í ýtarlegri inn-
gangsritgerð gerir höfundur-
inn, Bjarni Vilhjálmsson,
grein fyrir íslenzkum máls-
háttum, einkennum þeirra og
uppruna.
Þá hefur Almenna bókafé-
lagið hafið útgáfu nýs bóka-
flokks, er nefnist Bókasafn
AB. Er í ráði að gefa út í
þessum flokki þau helztu rit
íslenzk frá fyrri og síðari tím
um, sem mega í senn teljast
til undirstöðurita í bókmennt
um, en eru um leið hverjum
nútímamanni girnileg. Nú
þegar eru komnar út Kristrún
í Hamravík eftir Guðmund G.
Hagalín og Líf og dauði eftir
Sigurð Nordal.
1 desember kom út bókin
Þorsteinn Gíslason, skáldskap
ur og stjórnmál. í bókinni er
úrval ljóða eftir Þorstein
Gíslason, ritstjóra og skáld,
auk blaðagreina og bréfa um
margvísleg efni. Þá er í bók-
inni birt í heild „Þættir úr
stjórnmálasögu íslands 1896
til 1918“.
í upphafi bókarinnar birt-
ist ævisaga Þorsteins Gísla-
sonar, éftir Guðmund G.
Hagalín, en Guðmundur ann-
aðist útgáfu bókarinnar.
I Alfræðasafni AB komu út á
þessu ári eftirtaldar bækur:
Könnun geimsins
Mannshugurinn
Vísindamaðurinn
Veðrið
Hreysti og sjúkdómar
Stærðfræðin
Flugið.
Áður voru komnar Fruman
og Mannslíkaminn.
Alfræðasafn AB nýtur mjög
mikila vinsælda, enda veita
þær lesendum, á mjög auð-
skilinn hátt, innsýn í efni,
sem áður voru lítt aðgengi-
leg fyrir almenning. Fjallað
er um ýmsar megingreinar
vísinda og tækni eins og þær
horfa við í ljósi nýjustu þekk
ingar og uppgötvana, þekk-
ingar, sem hver einstaklingur
verður æ háðari. Mjög hefur
verið vandað til þýðinga þess-
ara bóka og hafa verið feng-
nir til þess færir vísinda-
menn. Ritstjóri Alfræðasafns-
ins er Jón Eyþórsson veður-
fræðingur.
Margar af þessum bókum
eru senn á þrotum.
Ljósið góða, er endurminn-
ingar Karls Bjarnhof, sem
mun mörgum íslendingum að
góðu kunnur. Mestrar frægð-
ar hefur Bjarnhof getið sér
fyrir Ljósið góða og Fölna
stjörnur, sem AB hefur einn-
ig gefið út. Höfundarlaun sín
fyrir Ljósið góða hefur höf-
undurinn gefið til starfssemi
blindra á Islandi.
Deild 7 eftir rússneska
skáldið Valeriy Tarsis, kom
út í desember. Þetta er á-
takanleg sjálfsævisaga í
spennandi skáldsöguformi og
lýsir dvöl höfundar í rúss-
neskri „geðveikrastofnun“.
Tarsis slapp úr geðveikra-
hælinu árið 1963 og komst úr
landi fyrir skelegga baráttu
rithöfunda um allan heim.
Gjafabók Almenna bókafé-
lagsins árið 1966 er Korm-
mákskver, sem Jóhannes
Halldórsson tekur saman.
Bók þessa fá þeir að gjöf,
sem keypt hafa sex AB bæk-
ur, eða fleiri á árinu.
Gjafabækur AB eru ekki
seldar á almennum markaði.
I
BÓKFELLSUTGÁFAN
sendir frá sér nokkrar bækur
í haust, og ber þar fyrst að
nefna 5. bindið í ritsafninu
Merkir Islendingar, Nýr flokk
ur. Séra Jón Guðnason fyrrv.
skjalavörður bjó til prennt-
unar. 1 þessu bindi eru tólf
ævisögur merkra íslendinga
allt frá Ara fróða til Pálma
Hannessonar rektors.
Geir biskup góði í vinar-
bréfum er sjöunda og síðasta
bindið í ritsafni útgáfunnar
á Islenzkum sendibréfum.
Finnur Sigmundsson fyrrv.
landsbókavörður hefur búið
þetta bréfasafn til prentunar.
t
Þriðja bókin, sem hér verður
getið, er Frásagnir um ísland
eftir Niels Horrebow, sem
Steindór Steindórsson frá
Hlöðum hefur íslenzkað. Rit
þetta kom út á dönsku árið
1752 og segir frá athugun-
um höfundar á náttúra og
landshögum á íslandi um
miðja átjándu öld.
Skammdegi heitir ný skáld-
saga úr Reykjavíkurlífinu
eftir Kristmann Guðmunds-
son. Höfundur segir um þetta
verk: „Ég hefi hugsað mér
að þessi saga gerðist nú í
haust. En tími er afstætt hug
tak, og það sem hún fjallar
um tilheyrir jafnt fortíð sem
framtíð. Lifandi fyrirmyndir
eru ekki notaðar. En ef ein-
hver þykist þekja sjálfan sig
eða aðra í persónunum, þá
er það honum velkomið.“
Loks gefur Bókfellsútgáfan
út unglingasöguna Percival
Keene eftir Kaptein Marryat
og er þetta ný þýðing, en
fjórða útgáfa þessarar vin-
sælu skáldsögu. Bækur Marry
ats hafa notið mikilla vin-
sælda hér á landi meðal ung-
ra og gamalla, og má minna
á, að listaskáldið góða Jónas
Hallgrímsson, var að lesa
skáldsöguna Jakob Ærlegur
eftir Marryat nóttina sem
hann dó.
Allur er frágangur á bók-
um Bókfellsútgáfunnar mjög
til fyrirmyndar að vanda.
Landið þitt heitir yfirgrips
mikil bók, sem Þorsteinn
Jósepsson blaðamaður hefur
tekið saman og út er gefin
af Bókaútgáfunni Örn og
Örlygur hf. Er þetta saga
og sérkenni nær 2000 ein-
stakra bæja og staða á land-
inu og prýða ritið fjölmargar
myndir eftir höfundinn.
Þetta er viðamikil handbók
um ýmsa merkustu sögustaði
landsins og einnig ýmsa þá
staði, sem merkilegir eru frá
náttúrunnar hendi. I bókar-
lok er sérstök skrá yfir upp-
sláttarorð hverrar einstakrar
sýslu. Frágangur bókarinnar
er mjög vandaður.
Horft inn í hreint hjarta og
aðrar sögur frá tíma fyrri
heimsstyrjaldarinnar heitir ný
Axel Thorsteinsson
útkomin eftir Axel Thorsteins
son rithöfund og blaðamann.
Eru þetta allt smásögur, sem
fjalla um það æviskeið í lífi
höfundar, er hann var her-
maður í kanadiska hernum í
fyrri heimsstyrjöldinni.
Ægisútgáfan hefur sent frá
sér nokkrar bækur nú fyrir
jólin. Kastað í Flóanum,
togarasaga, heitir bók eftir
Ásgeir Jakobsson og fjallar
um upphaf togveiða við Is-
land, og segir útgefandi, að
þetta sé upphaf að miklu
verki um togveiðar Islend-
inga, en hver bók verði sjálf-
stætt verk.
Gaddaskata, einn tveir og sjö
kaflar um hitt og þetta
eftir Stefán Jónsson frétta-
mann er fimmta bók höfund-
ar og fjallar um „hitt og
og þetta,“ eins og segir í
bókarheiti, en bækur Stefáns
hafa notið mikilla vinsælda
og eiga stóran lesendahóp.
Á förnum vegi, rætt við sam-
ferðamenn eftir Loft Guð-
mundsson rithöfund, eru
viðtöl, sem við hefur átt við
ýmsa samferðamenn og eru í
bókinni 11 viðtöl.
Sjóslys og svaðilfarir eru frá-
sagnir, sem Jónas St. Lúð-
víksson hefur skráð og þýtt
og eru í bókinni fimm frá-
sagnir af sjóslysum við Island
og fimm þýddar frásagnir.
Þetta er fjórða bók höfundar,
sem út kemur hjá Ægisútgáf-
unni um hetjudáðir sjómanna.
Maddama Dorothea efir
norsku skáldkonuna Sigrid
Undset í þýðingu Arnheiðar
Sigurðardóttur er söguleg
skáldsaga frá 18. öld og er
síðasta skáldsagan, sem
Nóbelsskáldkonan skrifaði.
Fiona- eftir Denise Robins í
þýðingu Óla Hermanns er
spenn3ndi ástarsaga.
Glaðir dagar eftir Ólöfu Jóns-
dóttur er barnabók og eru í
henni nokkrar sögur, Ijóð,
bula og margar fallegar mynd
ir.
| Öskar lesendum |
| gleðilegra jóla !
og gæfuríks
*