Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 27
27
Miklar fjárveitingar til Iramkvæmda á Vestfjöröum
Fjárlögin hækka um 900 milljónir króna
Samtal við Signrð Bjarnason frá Vignr
Afgreiðslu f járlaga lault á Al-
þingi sl. miðvikudag. Af því
tilefni átti Vesturland samtal
við Sigurð Bjarnason alþingis
mann frá Vigur, forseta
Neðri deildar, og leitaði
fregna hjá honum um fjár-
veitingar til ýmsra hagsmuna
mála Vestfirðinga.
Fórust honum orð á þessa
leið. — Þess er fyrst að geta,
segir Sigurður Bjarnason, —
að heildarniðurstöðutölur á
fjárlögum 1967 verða þessar:
Á rekstraryfirliti eru tekjur
áætlaðar 4,7 milljarðar kr.
en gjöld rúmlega 4,4 mill-
jarðar kr. Kekstrarafgangur
er því 241 millj. kr.
Á sjóðsyfirliti eru innborg-
anir 4 milljarðar 711 millj.
kr. og greiðsluafgangur 1,9
millj. króna. Eru fjárlög árs-
ins 1967 900 millj. kr. hærri
en ársins 1966.
Að því er varðar fjárveit-
ingar til framkvæmda á Vest-
fjörðum held ég að óhætt sé
að segja, að við getum allvel
við þær unað. Gert er ráð
fyrir að haldið verði áfram
miklum framkvæmdum og
uppbyggingu á fjölmörgum
sviðum.
IIAFNIR
Hverjar eru fjárveitingar
til hafna á Vestfjörðum?
— Fjárveitingar til vest-
firzkra hafna eru þessar:
Bíldudalur 500 þús. kr.: Bol-
ungarvík 600 þús., Drangs-
nes 100 þús., Flateyri 600
þús., Hólmavík 50 þús., Isa-
fjörður 500 þús., Norðurfj.
í Árneshreppi 300 þús., Pat-
reksfjörður 500 þús., Súða-
vík 300 þús., Suðureyri 500
þús., Tálknafjörður 100 þús.
Þingeyri 500 þús.
— Samtals verða þetta 3
millj. og 750 þús. kr. En auk
þess er veittur styrkur til
þriggja ferjubryggja; Brjáns-
læk 400 þús., Stað á Reykja-
nesi 100 þús. kr. og Eyri í
Mjóafirði 100 þús.,
— Samtals eru því veittar
4 millj. og 350 þús. kr. til
hafnargerða og ferjubryggja
á Vestfjörðum á fjárlögum
næsta árs.
Verður framkvæmdum Vest
íjarðaáætlunarinnar í hafnar
málum haldið áfram af full-
um krafti næsta ár. Þá má
geta þess, að 200 þús. kr.
eru veittar til sjóvarnargarös
á Flateyri og 20 þús. kr. til
fyrirhleðslu við Kollabúaá hjá
Kollabúðum í Þorskafirði.
1 MILLJÓN KRÓNA
AFMÆLISGJÖF
— Þá er veitt ein millj.
kr. til elliheimilisbyggingar á
Isafirði. Er hér um að ræða
eins konar afmælisgjöf til ísa
fjarðar í tilefni 100 ára af-
mæli kaupstaðarins.
Til sjúkraflugs á Vest-
fjörðum eru veittar 125 þús.
kr. Er hér um að ræða nýja
fjárveitingu, sem áreiðanlega
kemur sér vel.
16 MILLJ. TIL
SKÓLABYGGINGA
Hvaða skólabyggingar á
Vestfjörðum fá fjárveitingar
á fjárlögum 1967?
■— Þegar litið er á skóla,
sem hafa verið í byggingu og
á framkvæmdaáætlun ársins
1966, kemur fyrst fjárveit-
ing til Mosvallaskólahverfis,
75 þús. kr., og Reykhóla 206
þús. kr. Er hér um að ræða
barnaskóla. Þá eru 100 þús.
kr. fjárveiting til barnaskól-
ans á Flateyri, 500 þús. kr.
til bamaskólans í Bolungar-
vík, 1 millj. 752 þús. til bama
skólans á ísafirði, 107 þús.
kr. til skólastjóraíbúðar á
Flateyri, 220 þús. til skóla-
stjóraíbúðar á Hólmavík, 194
þús. til skólastjórabústaðar í
Hnífsdal, 648 þús. til skóla
að Klúku í Bjarnarfirði og
117 þús. kr. vegna sundlaugar
innar á Reykhólum.
— Þá eru veittar 8 þús. kr.
til skólabifreiðar í Suður-
fjarðahreppi í Amarfirði.
— Til nýs unglingaskóla
fyrir Austur-Barðastrandar-
sýslu að Reykhólum er veitt
ein millj. kr. Til Mýrarskóla
í Vestur-ísafjarðarsýslu 500
þús. og 230 þús. til skóla-
stjóraíbúðar í Súðavík.
— Til barnaskólans í
Tálknafirði eru veittar 660
þús. kr. og til barnaskólans
á Bíldudal 7115 þús.
— Til héraðsskólanna í
Reykjanesi og að Núpi em
veittar myndarlegar fjárveit-
ingar til áframhaldandi upp-
byggingar skólanna. Eru veitt
ar 3,1 millj. kr. til héraðsskól
ans í Reykjanesi og 4,2 millj.
kr. til héraðsskólans að Núpi.
— Þá eru veittar 1,5 millj.
kr. til hins fyrirhugaða
menntaskóla á ísafirði. Hér
er að sjálfsögðu aðeins um að
ræða framlög til bygginga-
framkvæmda.
— Eru samtals veittar tæp
ar 16 millj. kr. til skólabygg-
inga á Vestfjörðum.
— Geta má þess, að til
Listasafns Isafjarðar eru
veittar 25 þús. kr.
SKÓGARVÖRÐUR FYRIR
VESTFIRÐI
— Það má telja til ný-
mælis, að nú er í fyrsta skipti
tekin inn á fjárlög fjárveiting
til þess að launa skógarvörð
á ísafirði, sem ætlazt er til
að hafi yfirumsjón með skóg-
ræktarstörfum á Vestfjörð-
um.
— Er að því veruleg bót.
Er gert ráð fyrir að skógar-
vörðurinn hefji störf hér
vestra um mitt næsta ár.
Hafa þingmenn Vestfjarða
haft samráð við stjórn Skóg-
ræktarfélag Islands um þessa
ráðstöfun.
2 MILLJ. KR. TIL
FLÓABÁTA
— Til flóabáta á Vest-
fjörðum eru fjárveitingar sem
hér segir: Til Djúpbáts 1350
þús. kr., til Flateyjarbáts á
Breiðafirði 455 þús., til
Strandabáts 60 þús. og til
Skötufjarðarbáts 20 þús. kr.
Eru þannig veittar tæpar 2
millj. kr. til flóabátasam-
gangna á Vestfjörðum.
— Að sjálfsögðu eru svo
ýmsar fjárveitingar til stofn-
ana og framkvæmda á Vest-
fjörðum innifaldar í heildar-
fjárveitingum á ýmsum lið-
um fjárlaga, td. framlög til
tónlistarskóla, sjúkraflug-
valla o.sfrv.
— Framlög til vega og
brúargerða eru veitt á vega-
áætlun, sem samin er til
fjögurra ára, en heimilt er að
endurskoða á tveggja ára
fresti.
— Á framhaldsþinginu í
vetur verður tekin afstaða til
þess, hvort vegaáætlunin skuli
endurskoðuð á þessu ári. Ber
brýna nauðsyn til þess.
Hvað um framkvæmdir í
raforkumálum á Vestfjörð-
um?
— Um það er erfitt að full-
yrða nokkuð á þessu stigi
málsins, en við Vestfjarða-
þingmenn, sem styðjum ríkis-
stjórnina höfum ritað raforku
málastjórninni og lagt mikla
áherzlu á sem skjótasta lagn-
ingu þeii'ra raforkulína, sem
falla undir rafvæðingaráætl-
unina. Ennfremur höfum við
gert tillögur um að unnið
verði að lausn á raforkuvanda
málum strjálbýlustu byggðar-
laganna, sem ennþá eru utan
framkvæmdaáætlana í raf-
orkumálum.
— En eins og ég hefi áður
skýrt frá í Vesturlandi, eru
ennþá um 1000 manns, sem
hvorki njóta raforku frá sam
veitum, sérvirkjunum Raf-
orkumálaskrifstofunnar né
dieselstöðvum. Þetta er eitt
erfiðasta vandamál okkar
vestfirzku sveita, segir Sig-
urður Bjarnason að lokum.
Gef gaum...
Framhald af 25. síðu.
gildi þeirra. Skemmum þær
ekki með heimsku og gáleysi.
Við tjalddyrnar þínar, ungi
maður, unga stúlka, situr
skynsemin og talar til þín.
Hlusta á hana og gef gaum
að orðum hennar. Já, gef
gaum að sjálfum þér, því að
hamingja þín er alltaf á
næsta leiti við þig. Gæt
hjarta þíns og rannsaka eigin
innri mann, því a, þar eru
rætur hamingju þinnar, þíns
eigin lífs.
Að lokum þetta: Þökkum
Guði vorum og skapara ham-
ingjudagana og alla blessun,
sem hann leiðir yfir okkur,
og megi forsjá himinsins
halda almáttugri verndar-
hendi sinni yfir þessum stað,
yfir þessu héraði, yfir þess-
um landhluta, Vestfjörðum,
yfir landi og þjóð.
Guð blessi Barðstrendinga-
félagið og alla starfsemi þess.
Guð blessi ykkur öll og gefi
ykkur frið og fögnuð í hug
og hjarta, og vernd á langri
vegferð.
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna,
blágresið blíða ,
berjalautu væna.
Á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta.
Sigurður Bjarnason alþingisinaður.