Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Síða 17

Vesturland - 24.12.1966, Síða 17
sans a/esirFmzxxn s3rgfss>£s»sm*m 17 var standandi í því, og eim- mökkurinn lagðist yfir allt vélarrúmið svo að varla sáust handa skil. Svo fljótt, sem dælumar komu upp úr vatn- inu, en þær voru allar b.b. megin, var farið að hreinsa þær og þurrka skipið, og þá einnig að koma upp þrýst- ingi á eimkatli. Kl. 8 um morguninn, eða eftir 5 klukkustundir frá því að skipið fékk áfallið, var komið skyndilega logn. Sýni- legt var, að :að vindurinn var að ganga af austanáttinni og í vestur. Hafði skipstjóri þá samband við mig og bað mig að gera allt, sem mögulegt væri til að koma vélinni í gang, því allt ylti nú á því, að hægt yrði að ná höfn í Vestmannaeyjum, áður en að nýr stormur kynni að skella yfir. Ef vindur gengi í N.V. sem öll líkindi væru á, mynd- um við hafa meðvind fyrst um sinn. Ef bara að unnt væri að gefa skipinu ein- hverja ferð, svo að það léti að stjórn. Nokkru síðar tókst að koma vélinni í gang. Og nú stefndi „Columbus" á ný beint til Vestmannaeyja, að vísu mjög hægfara, en smátt og smátt gátum við aukið hraðann. Kl. rúmlega eitt eft- ir hádegi þennan sama dag skreið „Columbus" með hægri ferð inn á höfnina í Vest- mannaeyjum. Þar var þá stillilogn og ládeyða í sjó- num. Þegar hann lagðist þann ig fyrir akkerum, voru þrír þilfarsplankar á kafi í sjó b.b. megin, en veltikjölurinn upp úr sjó á stj.b. Hafnsögu- maður og aðrir, sem úrlandi komu, skildu ekki hvemig það mætti ske, að skipið hefði ekki oltið um þannig á sig komið, á meðan það enn varð að berjast við vinda og öldur á hafinu. Fyrsta áfanga ferðarinnar var lokið. Hann hafði verið í fullu samræmi við myndina, sem draumgyðjan mín brá upp fyrir mér fyrstu nóttina, er ég svaf í skipinu. Gamalt máltæki segir. „Holl ur er sá, sem hlífir“. Það fengum við sannarlega að reyna á þessum fyrsta áfanga ferðarinnar. En hvað varþað, sem hlífði okkur við fári þessa nótt? Hver getur svar- að því? Hitt er mér ljóst, að trúin á draumsýnina átti sinn þátt í því, að vonin lifði þó útlitið væri ömurlegt, og veitti þrek og þolinmæði þegar mest þurfti á að halda. Hitt er enn á huldu, hver sendi mér aðvörunina í formi draumsýninnar. Hvar í hinum víða óþekkta himingeimi var draumgyðjan mín og hvaö kom henni til að sýna mér þetta atvik fyrirfram. Við þvi fæst aldrei svar.. Þegar lestar skipsins höföu verið opnaðar var þar ömur- legt umhorfs. Segja mátti, að það, sem neðst hafði verið sett, væri nú efst. MikiÖ hafði verið af baðlyfi í blikkdunk- um. Þeir voru meira og minna sprengdir og lak lyfið um all- ar lestar og eyðilagði allt, sem fyrir var. Reynt var að umstafla vörunum og koma öllu í lag, en það var ekkert létt verk. Þegar þessu var öllu lokið, skipiö aftur komið á réttan kjöl, vörur og fólk flutt í land og út aftur, þar sem lengra átti að fara, var lagt á stað í nýjan áfanga. Það var rétt eins og veður guðirnir hefðu ofreynt sig í fyrsta áfanga. Ferðin til Hornafjarðar var rétt eins og siglt væri innanskerja. En þegar var farið að skipa þar upp vörunum, var svipurinn á körlunum allt annað en blíður. Matvara öll ónýt, ekki einu sinni fyrir skepnur, og aðrar vörur meira og minna skemmdar einkum af baðlyf- inu. Ilmurinn af því barst um allt skip og í land, þar sem því var skipað upp. Og þetta endurtók sig á öllum höfnum. Þegar komið var til Seyðis- fjarðar hafði ég orð á því við skipstjóra, að losa allt úr skipinu, hreinsa það og flytja síðan ekki annað af vönmni aftur á skipið en það sem væri óskemmt og eyðilegði ekki frá sér. En við það var ekki komandi. Kvað hann útgerðarstjóra því algerlega mótfallinn. Og því var haldið þannig áfram alla leið til Akureyrar. Nærri mánuður er liðinn síðan við lögðum af stað frá Reykjavík. Að morgni þann 25. nóvember komum við til Norðfjarðar. Höfðum þá kom ið við á öllum höfnum frá Reykjavík austan og norðan fyrir landið. Tekinn var leið- sögumaður á Akureyri til að færa skipið um Húnaflóann, því að skipstjóri var alókunn- ugur þeirri leið. Var leiðsögu- maðurinn Sæmundur Sæ- mundsson gamall hákarlafor- maður, þaulvanur sjóvolki og karlmenni hið mesta. Ekkert sögulegt hafð borið til tíð- inda eftir að við fórum frá Vestmannaeyjum, og engin ó- veður fengið allan tímann. Seinni óveðurshrotan varekki komin yfir okkur. Þennan morgun er logn á Norðurfirði, all mikil snjókoma en milt veður. Kl. 5 e.h. er skipiö ferð búið. Veður er þá enn ó- breytt. Kemur skipstjóri þá að máh við mig og biður mig að gefa skipinu eins mikla ferð og mögulegt sé, hann sé að hugsa um aö reyna að komast fyrir Hom i dag, þótt dimmt sé í lofti, og ná inn tU isafjaröar um nóttina, en það var næsta áætlunarhöfn okkar. Festum er kastað nærri samstundis, og „Columbus“ klýfur með fulh’i ferð spegilsléttann sjó- inn og þykka logndrífuna. Stefna er tekin beint austur flóann frítt af öUum skerjum. Þannig er siglt þar tU víst er að komið sé nógu austar- lega tU að taka stefnu fyrir Horn. Sjór er enn sléttur en snjómuggan er óbreytt. Bæði farrými eru fuU af fólki. MeÖal farþega er Guð- jón Guðlaugsson þáverandi þingmaður Strandamanna. Hann er í herbergi með Sæ- mundi, sefur í neðri hvUu en Sæmundur í hinni efri. Her- bergi þeirra er innaf borð- sal á fyrsta farrými, b.b. megin í skipinu. Kl. 6 e. h. þennan sama dag, þegar „Columbus“ er kominn út úr Húnaflóa, en hefur þó ekki enn náð fyrir Hom, skeUur skyndilega á ofsaveður af norðan með blind hríð og grimmdarfrosti. Það er enginn vegur að halda ferð inni áfram. Skipstjóri á þess einan kost, aö að halda upp í sjó og vind með hægri ferð og verja skipið þannig áföU- um. Eftir því, sem á nóttina líður harðnar veðrið. Hver aldan á fætur annarri brotnar á skipinu og færir það í kaf, en ávallt megnar „Columbus,, að rífa sig aftur uppúr löðr- inu. Seinni part næturinnar, situr skipið óeðUlega lengi í löðrinu, það er lunningafullt á milli stafna, áður en það hefur lyft sér upp úr löðrinu, hefur sjór faUið niður á fyrsta farrými, svo að þar er allt á floti. Aldan hefur jafn- framt kastað skipinu allmikið yfir á sb. hliðina. Þegar það réttir sig aftur við og sjórinn hefur runnið út af þilfarinu, er enn mikill sjór á fyrsta farrými. Sæmundur gamU er þar niðri, klæðir sig, fer fram úr og lízt ekki á bUkuna. Honum er ljóst, að það verður þegar að skipuleggja austur úr borðsalnum, ef fólki á að verða vært í herbergjunum, sem eru þar tnnar af. Honum verður fyrst fyrir að kaUa á herbergisnaut sinn Guðjón Guðlaugsson alþm., og segir með dimmum rómi. „Komdu hérna og hjálpaðu mér að ausa Guðjón“. Guðjóni þykja það aU harðir kostir, að þurfa að hlýða slikri fyrirskipan og og svarar að bragði. „Það var ekki tUskihð þegar ég greiddi atkvæði á þinginu í sumar með því að þessi kolla íengi þrjátíu þúsund króna styrk tU strandferða, að ég ætti að standa hér í austri". Sæmundur verður styggur og segir, og er nú ekki blíður í máh. „Viltu þá heldur drukkna þama í kojunni, hel- vítið þitt? Guðjón er enn hinn rólegasti og svarar. „Það er nú engin hætta á því, Sæmund ur minn. Ég flyt mig bara í efri kojuna. „Þér dugir það nú ekki lengi“, svarar Sæ- mundur, „þegar koUan er sokkin með manni og mús. Bezt fyrir þig :að hypja þig strax fram úr og koma og hjálpa mér við austurinn". Á meðan þessu fer fram skvettist sjórinn upp um aUar þiljur og bekki í borðsalnum. Þegar Guðjón sér, að hann kemst ekki undan hinum á- kveðnu fyrirskipunum Sæ- mundar, segir hann. „Réttu mér þá skóna mína, Sæmund- ur“. Sæmundur snýr sér snöggt við og svarar. „Þeir fljóta þarna uppá borðinu Guðjón“. Þá var Guðjóni orðið það Ijóst, að full nauðsyn var á því að taka til við austur- inn með Sæmundi, hvað sem leið því hugarfari, sem á bak við bjó, er hann greiddi atkvæði í þinginu með þrjátíu þúsund króna styrknum. Sameiginlega tókst báðum að koma í burtu vatninu úr salnum, og búa svo um, að ekki kæmist aftur vatn þar niður, þótt veðrið hamaðist úti fyrir. I þrjá sólarhringa æðir stormurinn látlaust. I þrjá sólarhringa berst „Columbus“ við ofsann í veðrinu. Hann er aðra stundina í bullandi kafi í öldurótinu, hina skopp- andi ofan á öldutoppunum. Alltaf öðru hvoru löðrunga öldumar og eru í þann veg- inn að færa allt í kaf, en „Columbus" hefur jafnan sig- ur í þeim hildarleik. Eina nóttina taka öldumar bátana úr fetunum, þegar að birta tekur sést, að þeir eru horfnir með öllu, sem þeim tilheyrir. Aðra nóttina taka öldumar reykháfinn og leggja hann kirfilega ofan á vélarreisnina, eftir það koma sjóskvetturnar við og við ofan í gegnum reykgangana, sem samstundis breytir þeim í sjóðandi eim, er aftur leggur leið sína upp á móti ágjöfunum. Allan tím- ann hefur verið grimmdar frost samfara veðurofsanum. í hvert sinn, sem bára fellur yfir skipið, skilur hún eftir ákveðinn hluta, sem frýs á siglum, stögum, handriðum og hverju öðru, sem veitir mót- stöðu. Vírar allir og stagir eru orðnir eins og mannslæri, siglutrén eins og mannsbúkur og skipið allt hvar sem á er litið eins og jökull með hól- um, hnúkum, tindum og döl- um. Það er ógemingur að komast nokkuð á milli staða fyrir hálku, hríð og veður- ofsa. Það verður hver að dúsa þar sem hann var kom- inn. Eldhúsið er lokað allan tímann, þar er enga hress- ingu að fá. Hverjum þeim, sem ætlað er að komast á milli ofan þilja, er voðinn vís. Allan tímann er skipinu haldið upp í sjó og vind með hægri ferð, til þess að forð- ast að öldurnar komi flatar á það, slíkt myndi ríða því að fullu, en það verður hvað eft- ir annað að beita því yfir vindinn, eftir að klakinn tek- ur að safnast á það, til þess að jafna þungann af honum. Að beita skipinu undan vind- inum er ekki viðlit, það myndi gefa öldunum tækifæri til að færa allt í kaf. Við sem störfum í vélar- rúmi, hreyfum okkur ekki það an allan tímann, nema hvað Rasmusen yfirvélstjóri hafði ekki þrek til að fylgjast þann ig með okkur hinum. Við vildum vera viðbúnir, ef eitt- hvða það kæmi fyrir, sem skjótrar aðgerðar þyrfti með, og einkum var allur okkar á- hugi á því, að halda dælunum í gangi og gæta þess að leiðsl ur fylltust ekki af óhrein- indum svo að dælum yrði ekki komið við, ef óeðlilegt magn af vatni félli niður í vélarrúm ið. Okkar líðan var engan veg inn ill, að öðru leyti en því, að við vorum banhungraðir, en við höfðum nægilegt vatn, bæði heitt og kallt að hressa okkur á. Við blunduðum stand andi líkt og hross á gadd- freðinni jörð. Okkur tókst, að halda uppi eldi í katlinum og nægilegum þrýstingi, og hafa allar dælur í lagi. Af okkar hálfu var ekkert þrekvirki af hendi leyst, aðeins þolin- mæði, seigla og skyldurækni. Þeir af skipshöfninni, sem þrekvirkin unnu, voru menn- irnir á stjómpallinum. Þar var ekkert skýli, svo að þeir urðu að standa þar á opnum

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.