Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 12
12 nœ snns aésjFiKzxxn sanuFSSéEsosmxm öll liefur myndin verið máluð á hinn uenjulega hátt, undirhvíti hið næsta trénu, en síðan máluð og gyllt yfir. Klæði kvennanna hafa verið mildð rauð og hlá, en margir aðrir litir hafa verið notaðir ault gyllingar. Mest af þessu er nú fallið af sökum raka, er myndin hefur einhvern tíma verið í, en þó er nægilega mikið eftir milli fellinga, til þess að sjá megi, lwernig litirnir hafa verið. Myndin er öll prýðisvel gerð, bæði að listrænni tilhögun og handbragði. Eftirtektarverð eru til dæmis andlit kvennanna, drættirnir skarpir og svipurinn persónulegur. Einkum er andlit önnu frábærlega vel gert, og mundi enginn nema vanur listamað- ur gera slíkt. Líklega mundi koma á daginn, ef rannsakað yrði, að hlutur íslendinga í líkneskjasmíð á miðöldum hafi verið sáralítill. Á síðmiðöldum var líkn- eskjusmíð eingöngu stunduð í bæjum, þar sem tréskerar settu upp verkstæði sín, og það var vonlaust verk að keppa við þá. Á 15. öld gúknaði Hansastaðurinn Lýbika mjög yfir Norðurlandamark- aðinum á þessu sviði, og frá þeim bæ eru langflestar dýrlingamyndir, sem varðveitzt hafa frá þessum tíma á Norðurlöndum. Margar af helgimynd- um okkar munu áireiðanlega . vera þaðan, og um myndina frá Holti er enginn vafi. Hún hefur verið gerð í Lýbiku um eða rétt eftir 1500. Benda mætti á mjög nákvæmar hlið- stæður, og ef till vill væri með sér- fræðilegri rannsókn hægt að nafn- greina listamanninn, sem er höfundur verksins. Sennilega mundi þá sannast, að henn liefur sízt verið af lakara taginu. Eins og sakir standa, er ekki liægt að kveða nánar á en þetta. Löngum hefur verið orð á því gert, að Brynjólfur biskup Sveinsson hafi haft óvenjulegan áihuga á ka- þólskum sið af lútherskum biskup að vera, en einkum hafi hann liaft sér- stakar mætur á Maríu mey. Gaman er þá að minnast þess, að Brynjólfur biskup ólst upp í llolli í önundarfirði. 1 æsku hefur hann haft Iiina fögru mynd af Maríu og önnu með sveininn Jesúm fyrir augum sér í Holtskirkju. Ef til vill hefur þá þessi mynd verið ofarlega í liuga hans, þegar hann seinna á ævi orti Maríukvæði sín. (Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Birt með leyfi liöfundar.) Anna og María Af öllum helgum mönnum var María guðsmóðir, liimnadrottningin, mest dýrkuð í kaþólskum sið. IJér á landi hefur þessi mikla Maríudýrkun látið eftir sig margar menjar. María var nafndýrlingur liérumbil liundrað kirkna, og enn fleiri höfðu liana sem verndardýrling með öðrum. Maríu- kveðslcapur var heil bókmenntagrein, og Maríumyndir af ýmsum gerðum voru í velflestum kirkjum. Fjölskylda Maríu var einnig í hávegum höfð og oftlega sýnd á helgimyndum, einkum þó Anna móðir hennar. Á síðari hluta miðalda urðu helgi- myndir af heilagri önnu æ algengari, enda kom þá upp mikil dýrkun henn- ar, og sérstaklega voru myndir af önnu, Maríu og Jesúbarninu algengar og ástsælar. Sjá má í Þjóðminjasafninu nokkrar slíkar myndir, þó að sú beri af að stærð og fegurð, sem liér er gerð að umtalsefni, María og Anna með svein- inn Jesúm, úr kirkjunni í Ilolti í ön- undarfirði. Sigurður Vigfússon var þar á ferð árið 1882, og þá fékk hann þessa ágætu myrnl lianda safninu á- saml nokkrum öðrum gripum. Myndin frá Iiolti er úr eik, hátt upphleypt, en holað úr henni að aft- an, eins og venja var, til að koma í veg fyrir að tréð spryngi, mest 111 sm á hæð, en mest breidd 86 sm. Mæðgurnar sitja saman á bekk, og Irorfa báðar á sveininn, sem situr nakinn á kné móður sinnar fyrir miðri mynd; hann heldur á aldini í vinstri hendi og réttir það til ömmu sinnar, en hægri lwndina vantar nú. María er með slegið hár, kórónu á höfði, í kyrtli með sléttum brjósta- dúk og kraga upp af með útsveigðum hornum, ermarnar mjög langar og víðar fremst. Anna er með höfuðdúk, sem lykur um liáls og brjóst, kápu yfir herðum og kyrtil undir. Pils beggja kvenn- anna eru skósíð og með miklum fell- ingum, en undan faldinum sér á tá- breiða og sólaþykka skó. Anna lieldur á bók, svo sem er á slíkum myndum, og táknar bókin spádóma ritningar- innar um Jesúm.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.