Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 25
25
sans aÆsmxsxxn ssAaFssæjvsxnxxn
Séra Grímur Grímsson:
Gef gaum að sjálfum þér
Ræða flutt á útisamkomu Barðstrendingafé-
lagsins í Bjarkarlundi sunnudaginn 31. júlí
1966.
Góðir áheyrendur.
Þegar ég var beðinn um
að mæla nokkur orð hér í
Bjarkarlundi í tilefni þessa
mannfagnaðar Barðstrendinga
félagsins, var mér það í sjálfs
vald sett, um hvað ég talaði
og hvemig. Mun ég þess
vegna nota mér það, og ræða
þá einkum það, sem mér er
efst í huga og helzt liggur á
hjarta.
Um 10 ára skeið átti ég
heima hér í sýslu, þjónaði
sem sóknarprestur og stund-
aði búskap í skjóli embættis
míns. Á þessum árum öðlaðist
ég mikla reynslu og allmikla
þekkingu á mönnum og mál-
efnum hér um slóðir.
Þótt Barðastrandarsýsla
skiptist um Þingmannaheiði
í tvo hluta, bæði félagslega
og landfræð'ilega, þá eiga þó
sveitirnar, bæði vestan og hér
austan heiðar, mörg sameigin
leg áhugamál og einnig mörg
hin sömu vandamál við að
stríða. 1 þessum efnum er í
rauninni ekki ein báran stök,
einkum hvað snertir þann
vanda, sem leiðir af fólks-
fækkuninni, fólksfæðinni, og
hinni félagslegu einangrun,
sem hún veldur.
Alvarlegasti fylgikvilli fólks-
fæðannnar er sú tregða, er
verður á því, að ungt fólk
setjist að í sveitunum eða
vilji eiga þar heimili áfram.
Það flytzt í burt þegar það
kemst á legg, í margmennið;
þéttbýlið við sjávarsíðnua.
Það er sama sagan, nær hvert
sem litið er. Þetta er að vísu
skiljanlegt, ef tekið er tillit
til þess, hve mannlegt það
er að vilja sitja við eldana,
þar sem þeir heitast brenna,
vera þar, sem hlýrra er og
bjartara, þar sem víðara er
til veggja og hærra tiil lofts
í félagslegum efnum.
Ég ætla mér ekki að spá
neinu um framtíð byggðar-
laganna hér í Barðastrandar-
sýslu, né heldur hver hennar
hlutur verður næstu áratugi
í hinni hörðu samkeppni um
sálirnar, milli þéttbýlis og
dreifbýlis í landi voru. En
fyrir 26 árum fór ég hér um
sveitir, kom með langferða-
bifreið frá Reykjavík hingað
að Kinnarstöðum, sem þá var
við vegarenda. Héðan fór ég
gangandi, ásamt félaga mín-
um, vestur sýsluna eftir þús-
und ára götum og troðningum
til Arnarfjarðar.
Síðan hef ég margoft ekið
þessa leið og þá stundum hug
leitt það, sem hér bar fyrir
augu og eyru fyrir 26 árum
og borið saman við það, sem
nú er. Hér hefur orðið stór-
felld breyting í samgöngumál-
um og búnaðarháttum, ekki
síður en annars staðar, þar
sem ég þekki til, jafnvel mun
meiri.
1 þúsund ár hafa menn
lifað hér og barizt fyrir af-
komu sinni, háð sitt lífsstríð
í fábreytileik daganna, og
eftirtekjan verið misjöfn eins
og gengur. Hér hafa menn,
sem annars staðar á byggðu
bóli, hlegið og grátið, glaðst
og hryggzt um ár og aldir.
Hér hafa skipzt á skin og
skúrir í lífi manna og sífelld
rás atburðanna ár frá ári
og öld eftir öld skapað sögu,
sem svo sannarlega hefur
komið við sögu alþjóðar.
Byggðarlögin hér á Vest-
fjörðum hafa frá öndverðu
lagt sitt til menningarmála
þjóðarinnar, og ekki síður en
aðrir landshlutar lagt þjóð-
inni til forustu- og öndvegis-
menn um aldirnar. 1 þeim
efnum hefur hlutur Vest-
fjarða verið drjúgur, og Barð
strendingar engir eftirbátar
annarra. Svo kunnugt sem
þetta er öllum þeim, sem eitt-
hvað þekkja til sögu þjóðar-
innar, sé ég ekki ástæðu til
að gera grein fyrir því nánar
hér.
Mörg ykkar eru ef til vill
langt að komin og ekki kunn-
ug hér um slóðir, hafið lagt
leið ykkar hingað af forvitni
og jafnframt með það í huga
að gista nýjan stað og kynn-
ast framandi umhverfi. En
hvað sem því líður, munuð
þið öll vera komin hingað til
þess að skemmta ykkur, og
gott er, þegar fylgist að
skemmtun og nokkurt gagn
til þroska og þekkingar.
Til forna og langt fram
eftir öldum þótti það mikil
skemmtun og vegsauki að
Sr. Grímur Grímsson
ríða til Alþingis eða á önnur
mannamót, þó ekki væri nema
til að hlýða á mál manna,
auka þekkingu sína, sjá meira
og lengra, og víkka sjón-
deildarhringinn í fásinni og
tilbreytingarleysi daganna.
Hér fyrir botni Þorskafjarð
ar, á næsta leiti, þar sem
heitir á Kollabúðum, háðu
Vestfirðingar um skeið sín
menningar og framfaraþing.
Þar komu saman til fundar,
til þess að ráða ráðum sínum,
hinir mætustu framámenn
Vestfjarða, gerðu tillögur og
ályktanir um þau mál, sem
til heilla og framfara horfðu,
og síðar voru send rétta boð-
leið til viðkomandi aðila.
Nú er öldin önnur, því að
nú hefur orðið félagsleg bylt-
ing í landinu, og að margra
áliti einnig siðferðileg. Þegar
talað er um breytingu, sem
verður í siðferðilegum efnum,
þá þarf hún, sú breyting, að
sjálfsögðu ekki að horfa til
hnignunar á almennu viður-
kenndu velsæmi, heldur mun
það fremur vera svo, að sam-
tíðin leggur annað mat á sið-
ferði en áður, - og siðferðið, sið
gæðið verður annað, þótt það
í eðli sínu sé það sama og
áður, hafi aðeins tekið blæ-
brigðum, meiri eða minni.
Um það, sem orðið hefur
hjá okkur Islendingum í þess-
um efnum, eru skoðanirnar
skiptar, enda ekki séð fyrir
endann á því, hvað úr deigl-
unni kemur að loknum þeim
umbrotatímum í íslenzku þjóð
lífi, sem nú eru. En óneitan-
lega höfum við nú víðs vegar
fyrir augum ranghverfuna á
hinu æskilega og eftirsóknar-
verða, sem manni finnst að
vera ætti og haldið skyldi í
heiðri.
Það er mikið talað um
vandamál nútímans og ekki
sízt unga fólksins, æskulýðs-
ins, og hygg ég að segja
megi, að þau mál varði ekki
síður sveitirnar en þéttbýlið
við sjávarsíðuna.
Öllum tímum fylgja einhver
vandamál, erfiðleikar og ó-
áran í ýmsum myndum. Áður
var það fátæktin og úrræða-
leysið, hungur og hvers kyns
kröm, en nú hefur þetta snú-
izt við hin síðustu árin, og
vandinn skapazt fyrir al-
menna velsæld og mettun á
öllum sviðum. Offylli segir
til sín með leiða. Unga fólkið
og jafnvel þeir, sem eldri eru,
eru gagnteknir óróa og stöðv-
unarleysi. Kröfumar, sem
gerðar eru, vaxa með degi
hverjum, en ábyrgðartilfinn-
ing og skyldurækni dvín að
sama skapi. Menn geysast á-
fram til þess að komast yfir
sem mest og missa helzt ekki
af neinu. Markmiðin sljóv-
gast, tilgangurinn verður ó-
ljós einstaklingnum og dag-
amir missa lit sinn vegna
litauðginnar. Það er tómið í
sálinni, sem sífellt kallar, og
biður um fylli. Og þrátt fyrir
skefjalausa þjónustu einstak-
lingsins við sálartómið, heldur
sálin áfram að vera tóm og
vansæl.
í Grikklandi var til foma
hof eitt, þar sem þessi orð
voru skráð yfir dymm:
„Þekktu sjálfan þig“. I þess-
um fáu orðum er meiri sann-
leikur fólgin en við gemm
okkur í fljótu bragði ljóst.
Því að hið sanna er, að af
engu og engum stendur
mannsbaminu meiri ógn, en
af sjálfu sér. Hættan er mest
að innan, frá oss sjálfum, því
að það emm vér sjálf, sem
látum leiðast til rangrar, ó-
heillavænlegrar þjónustu við
okkar innri mann, af hinum
lægri hvötum, sem á oss
kalla í nafni sálarinnar. Þess-
um lágu hvötum sinnum við,
af því að þær hrópa hæst og
hljóma saman við hégóm-
legar, bamalegar tilhneiging-
ar vorar og eigingirni, en gef
um síður gaum að þeim innri
röddum, sem hvetja til sann-
ra lífsnautna, hagsældar og
þekkja hana ekki og hafa ald-
rei fundið hana. En ekki er
það vegna þess, að ekki sé að
henni leitað. Orsökin er ekki
hamingju.
Hver er sá, sem ekki vill
hamingju sína? Hver er sá,
sem ekki bindur við hana von
sína og þrá? Hamingju sína,
— spyr ég. Hver er hamingja
þín, og og hvar er hún?
Sumir þekkja hana og hafa
einnig fundið hana. Margir
sú, að hamingjan sé ekki fyr-
ir hendi. Það, sem mestu máli
skiptir er það, að koma auga
á hana, því að hún hrópar
sjaldnast hátt og lætur ekki
mikið yfir sér. Hún getur
legið við fætur þína harla
torkennileg, og krefst þá at-
hygli þinnar. Taktu hana þess
vegna og reyndu að þekkja
hana, þar sem hún er, og al
önn fyrir henni, slepptu henni
aldrei og nær hana við hjarta
þitt. Þegar þú hefur þekkt
hamingju þína, hefur þú lært
að þekkja sjálfan þig, og þá
verða vegir þínir greiðfam-
ari.
Það, sem við mannsbömin
teljum okkur hafa framyfir
dýr merkurinnar, er skyn-
semin, valfrelsið milli góðs og
ills. Hamingja okkar fer sjald
nast ein, því að hún hlýtur að
styðjast við skynsemina og
reynsluna, við vizkuna, og
þannig erum við okkar eigin
gæfu-smiðir að svo miklu
leyti, sem við getum haft á-
hrif á hamingju okkar. Af
vizkunni eru dyggðimar
sprottnar og virðing fyrir
eigin lífi og annarra, virðing
fyrir fegurð og hreinleik. í
dagfari manna speglast
dyggðir þeirra í háttprýði,
háttvísi í umgengni við sam-
ferðamennina. Nægjusemi og
hófsemi rekast ekki á hátt-
prýðina, því að allt er það
af sama toga.
Þetta er dagurinn, sem
drottinn hefur gjört, gefið
okkur á þessum stað. I fegurð
sinni og yndisleik má hann,
þessi dagur, minna okkur á
það, hve mikið okkur er gefið
og hve sjaldan við gerðum
okkur það ljóst. Verum þess-
vegna þakklát fyrir þær yndis
stundir, sem að okkur em
réttar, og vanmetum ekkl
Framhald á bls. 27.