Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 13

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 13
13 komið var fram á jóLaföstu, en um vígsludaginn veit eng- inn, hans finnst hvergi getið. — Ég get getið þess, að af gömlum gripum úr Holts- kirkju í Þjóðminjasafni er eitt pax-spjald svokallað, það er lítil beinplata úr hvalbeini, hvít og útskorin með mynd af Krossfestingunni á henni, og umgjörð er úr hvalskíði. Þetta er ljómandi falleg, lítil mynd. Það eru fleiri gripir úr Holts- kirkju, sem Þjóðminjasafnið á, en ég hirði nú ekki að nefna þá, en af því, sem eftir er, þá vil ég segja frá, að á kórg.aflinum öðrum megin við altarið er stórt, svart spjald með gylltu letri og í gylltum ramma, latína er letruð á þetta og þetta er minningar- tafla um séra Jón Sigurðsson Vaðaprest, sem kallaður var, sem drukknaði í Vöðunum 9. júní 1796, og þessi grafskrift er sett af Boga Benediktssyni, tengdasyni hans. Ég man það, að sumarið 1929, fyrsta sum- arið, sem ég er í Holti, að þá kemur Jón Helgason bisk- up í vísitazíu í Holt, og þegar hann fer nú að litast um í kirkjunni, þá rekur hann aug- un í þessa töflu og segir strax: „Þettar eigið þið að láta fara á Þjóðminjasafnið," segir hann. Ég sagði nú fátt þá og var nú ekki mikill mál- skrafsmaður kannske, en ég hugsaði fleira, og þetta spjald er ekki farið enn, og ég bað þá Önfirðinga þess lengstra orða, að halda í þetta gamla, sem enn væri eftir og láta það ekki úr kirkjunni fara. — Tvær ljósakrónur eru í kirkjunni, sem mér þykir lík- legt að séu mjög gamlar. Önnur þeirra er í ákaflega lík um stíl eins og kertastjak- arnir á altarinu, sem eru frá séra Sveini Símonarsyni, en um aldur skal ég ekkert segja. En hinn ljóshjálmurinn er íslenzk smíði og bersýni- lega mjög forn. Hann var í kirkjunni þegar ég fór frá Holti, en ég hefi grun um, að síðan hafi verið skipt um, því að nú er búið að raflýsa kirkj una. Ég veit ekki hvar þessi gamli hjálmur muni vera núna, en rafmagn mun hafa verið leitt í hinn. — Þess má líka geta, að í kirkjunni í Holti er silfur- skjöldur í ramma; minningar- skjöldur um Ebenezer Þor- steinsson sýslumann í Hjarð- ardal, sem dó árið 1843. Ann- ar skjöldur er þarna, ljóm- andi fallegur gripur, til minn- ingar um Torfa Halldórsson heitinn skipstjóra á Flateyri. Hann er gefinn af vinum hans hér á Isafirði, þeim Sölva Thorsteinsen og Filip- pusi Árnasyni, sem báðir munu hafa verið skipstjórar hér. é — Einu sinni tilheyrðu Holti margar kirkjujarðir, alls 10 jarðir og þegar séra Stefán Stephensen fer frá Holti árið 1884, voru jarð- irnar og leiga af þeim til Holtsprest sem hér segir: Lækur í Dýrafirði 60 pund af smjöri, 2 gemlingar og 18 krónur. Vaðlar 80 pund, 4 gemlingar og 8 krónur, Mosvellir 80 pund, 4 gem- lingar og 12 kr., Kot 20 pund og einn gemlingur, Þórustaðir 60 pund og 20 kr., Kaldá í Skutulsfirði 1 ær og 4 kr., Hóll á Hvilftarströnd 1 ær og 2 kr., Engidalur 4 ær og Kjaransvík á Ströndum 36 pund fiður. Holti sjálfu fylgdu 24 ær, ein kýr eða samtals fimm kú- gildi. Þetta voru kirkjujarð- imar, en auk þess átti Holt Bjarnardalinn allan framan- verðan og þar var gamalt sel frá Holti, og þar sjást enn greinilega tóftabrotin frá Holtsselinu. Þar var mikið draugabæli hér áður fyrr. — Holt er ekki landmikil jörð heimafyrir, en engið er víðáttumikið og var kallað Tólfkarlaengi hér í gamla daga. Það er ekki ýkja fljót- tekinn heyskapur á þessu engi, ofantil er það ákaflega mýrlent og í þurrkasumrum var hægt að þurrka mikið í í því, en í votviðrasumrum var það ekki mögulegt. Störin er fremur lág og gisin í eng- inu ofantil, en það voru mó- arnir inn og niður frá Holti, smáþýfðir valllendismóar, og þeir voru :alveg vafðir í grasi, mokslægja í þessum móum. En túnið var fremur lélegt. Það var nokkuð stórt, en allt einn þúfnakargi. Þegar ég kom í Holt, gat maður varla sagt, að hægt væri að flekkja á sumum pörtum í túninu, það var svo þýft, og ekki nema sárafáir blettir, sem hægt var að skára á. En ég sléttaði það nú allt saman. — 1 Holti er alveg sérstak- lega víðsýnt. Það sést þar af hlaðinu á alla bæi í þeirri gömlu Holtssókn, það er að segja Holts og Flateyrarsókn, sem nú er, nema aðeins einn, Efstaból, sem stendur svo uppi í Korpudalnum, að ekki sést þangað heim. Af hlað- inu í Holti sér á alla bæina í tveimur kirkjusóknum og ég held að óvíða sé svo víðsýnt á prestssetri. — Ég kom í Holt árið 1929 og sit þar í 34 ár. Já, ég er víst sá fjórði í röðinni, sem lengst hefur setið í Holti. Séra Sveinn Símonarson situr þar í 53 ár, séra Sigurður Jónsson í 50 og Ólafur Jóns- son, siðskiptaklerkurinn, hann er í 40 ár, og svo er ég í 34 ár. Það er rétt að taka fram, að þeir höfðu veitingu fyrir staðnum svona lengi. Sumir voru búnir að vera aðstoðarprestar í Holti áður en þeir fengu veitingu fyrir staðnum og sátu svo þar þó að þeir væru orðnir karlægir, allt til æviloka. Ef verið hefði sú öldin, að maður hefði fengið aðstoðar- prest, þá hefði ég setið enn. — Ég tek kandidatspróf í guðfræði vorðið 1928 og vann þá fyrst byggingavinnu og kenndi svo veturinn eftir í Reykjavík, en fer svo vestur. Jón Helgason biskup, hann hamraði á mér um að sækja, og fleiri gerðu það. Ég ætlaði mér aldrei að sækja, en ég gerði það nú samt, og ég var kosinn og fór ekki þaðan. — Ég kunni nú hálf-illa við mig í Holti fyrstu árin, en svo festist ég svona, og mörg seinni árin þótti mér vænna um Holt heldur en nokkum annan stað á jarð- en svo festist ég svona, og riki, það segi ég alveg satt, enda var ég búinn að eiga þar góða daga og bjarta og líka erfiða stundum. — Ég bjó ekki fyrsta árið, þá var ég algjörlega einn míns liðs og allslaus. For- eldrar mínir komu svo til mín um vorið 1930 og þá byrjaði ég að búa og ég bjó eiginlega alveg fram á síð- ustu árin, en hafði þá lítið um mig. Ég bjó aldrei neinu stórbúi, en það var þó eitt af fjórum stærstu búunum í ön- undarfirði meðan ég var og hét. — Ég var búinn að vera þarna í sjö ár þegar ég lok- sins fékk konu. Kona mín er Elísabet Einarsdóttir og hún er fædd í Bolungarvik, en svo fluttust foreldrar hennar inn á Ingjaldssand, þar sem þau bjuggu í Álfadal í nokkur ár, en síðan flutti Einar inn í Valþjófsdal og var þar í tvö ár, en fluttist þá til Flateyr- ar. Við hjónin eignuðumst sex böm, fimm dætur og einn son, og em fimm á lífi, en við misstum eina dóttur á öðru ári. Bömin okkar em fædd og uppalin í Holti og þeim þykir vænt um þann stað. — Jú, það gat verið erfitt að gegna prestsstörfum á mínum fyrri árum í Holti. Að vetrinum gat verið mjög erf- itt aö komast frá Holti bæði til Flateyrar og eins út í Valþjófsdal, en kirkjur vom þrjár; í Holti, á Flateyri og Kirkjubóli í Valþjófsdal. Þeg- ar ég kom í Holt var engin kirkja á Flateyri, en hún er byggð á ámnum 1935—36, vígð 26. júlí 1936, en áður hafði ég alltaf guðsþjónustur í barnaskólanum gamla. — Oft var mjög erfitt að komast til Flateyrar, en sér- staklega var erfitt að komast út í Valþjófsdal. Það var nokkuð margt fólk í dalnum í þá daga. Áður en vegurinn kom, var oft ómögulegt að fara með hest þangað út eftir að vetrarlagi, maður varð þá alltaf að ganga, en taldir em sjö kílómetrar frá Holti að Kirkjubóli í Val- þjófsdal, þar sem kirkjan er. Ófæra er þar svokölluð, en það var ekki mikil ófæra eftir að ég kom, því að Ellefsen hvalveiðimaður lét sprengja þar fram nefið og gera þar sæmilegan veg og handrið fyrir framan, en sá galli var á gjöf Njarðar, að svo mikill vatnsgangur var fram úr berg inu, að þegar stillur vom og frost, þá hlóðst upp svell- búnki, sem gat orðið hærri en handriðið, en þó var fram við handriðið alltaf hægt að skríða og halda sér í eitthvað þar. En hlíðin utan við ófær- una var anzi vond. Þar var aðeins örmjó tæp gata, hesta- gata og þegar komið var glæra svell í götuna eða harða hjarn, þá var ekki gott að fara þar. Sá, sem hefði misst fótanna þar, hefði ekki numið staðar fyrr en niðri í fjöm. Þarna var ekki þverhnípi, en það var svo bratt, að það hefði ekki verið neitt notalegt ferðalag. Nei, ég lenti aldrei í neinum svaðilförum, ekki svo orð sé á gerandi. En það er helzt að mig langi, þegar ég fer um og sé góða fjöm, að mig langi til þess að vera kominn á bak góðum hesti og ríða yfir Vöðin, því að Jón heit- inn Guömundsson búfræðing- ur, sem bjó á Ytri-Veðrará, sagði einu sinni, að það væri engum manni fært yfir núna, nema prestinum, sko, bætti hann við, því að honum þótti ég ekki alltaf vandur að reið- fjömnni, og það var nú satt, það var hálgert sull á manni stundum, og votsamt nokk- uð. — Mér líkaði búskapurinn ágætlega. Ég er nefnilega sveitamaður í húð og hár, fæddur og uppalinn í sveit og við sveitastörf, og er rótgró- inn sveitamaður. Ég hafði því ákaflega mikla ánægju af bú- skapnum, og sérstaklega þótti mér vænt um hesta og sauðfé, og hafði mjög gaman að því. Faðir minn var ágætur fjár- maður, kallinn, þeir vom það margir Þingeyingar, þeir voru beinlínis íþróttamenn við þetta, þetta var íþrótt þar. Pabbi minn var svo glöggur á skepnurnar og allar þeirra þarfir, að ef eitthvað amaði að einhverri skepnu, þá kom hann undir eins auga á það, og ég hefi vafalaust lært af þessu. Ég man þegar ég var strákur lítill, að ég hafði ákaf lega gaman að kindum og að setja mig inn í það, hvemig kind ætti að vera byggð og þvíumlíkt, en ég var aldrei vemlega fjárglöggur, en þó ekki í versta lagi. Aftur á móti var ein dóttir mín með afbrigðum fjárglögg, og öll voru börnin miklir dýravinir. — Já, já, ég sinnti fleiru en búskapnum og prestsstörf- unm, ég var við margt riðinn. Ég stundaði dálítið kennslu fyrri árin og kenndi alveg við barnaskólann á Flateyri tvo fyrstu veturna. Skólastjór- inn var þá einn og algjörlega ofviða fyrir hann. Fyrri vet- urinn var ég með Böðvari heitnum frá Hnífsdal Guðjóns syni, sem þá var settur skóla- stjóri, og kenndi ég með hon um. Við Böðvar bundumst þeim vináttuböndum þá, sem aldrei slitnuðu á meðan báðir lifðu. Við vorum fjarskalega miklir mátar, og hann var hjá mér á sumrin í Holti í mörg ár, mörg ár. — Svo kenndi ég heima hjá mér og hafði kennslu í þó nokkur ár. En síðari árin hætti ég því, því að þá var svo margt annað, sem ég hafði að stússa í. Ég var odd- viti í 10 ár rúm, og á þeim árum var verið að byggja skóla í Holti, og talsvert um- stang við það. í hreppsnefnd var ég í 24 ár og prófastur var ég í Vestur-lsafjarðar- sýslu frá 1941—1963. Mörg fleiri störf hafði ég á hendi. -— Því get ég svarað þann- ig að mér líkaði prýðilega við mín sóknarbörn. Einhvern tíma var séra Janus spurður Framhald á síðu 18.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.