Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 23

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 23
23 hreinasta vitleysa, því að þeir eru svo nálægt okkar kirkju, þeir eru bara fanatískari held ur en nokkrir prestar. Ég man eftir, því að bæði séra Bjarni og séra Friðrik Hallgrímsson, þeir virtu þenn an trúarflokk mjög mikið, og ég tel að Herinn hafi unnið mjög gott starf hér á landi, það er enginn vafi á því. En ég man eftir því áður en ég kom til Isafjarðar, að þá voru gerð alls konar sprell á samkomum, og ég man meira að segja eftir því, að þegar móðir Sigvalda Kalda- lóns gekk í Frelsisherinn allt í einu, þá fóru bræðurnir Guð mundur og Snæbjörn, sem voru nú meiri prakkarar en Eeggert og Sigvaldi, og gerðu sprell á Her þegar gamla konan var að vitna, en Sig- valdi; hann fór niðureftir og spilaði á orgel fyrir gömlu konuna. — Nú, en úr því að ég minntist á Sigvalda, má ég til að rifja upp, að þegar hann var kominn þama inn í Isaf jarðardjúp og byrjaður að kompónera, þá kom hann stundum út á ísafjörð með lögin sín, og þá var það föst venja hjá honum, að koma heim til Helga Sveinssonar, tengdaföður míns. Og það var ekki sjaldan, sem ég söng fyrstur manna lögin hans, því að hann var enginn radd- maður sjálfur. Hann kenndi Brynjóli'ur í „Kómcó og Júlía“ mér lögin, og eftir því sem ég kynntist þeim betur, þótti mér meira gaman að syngja þau. Stundum sagði hann, „ja. nú væri gaman ef bróðir væri kominn,“ og átti þar auðvitað við Eggert. -—Nú, ég minntist þama áðan á Hebron. Það hús byggði skozkur trúboði, sem hét Nisbet. Hann hafði þarna trúarflokk, Kristnir bræður, sem lét byggja þetta hús og kallaði það Hebron. Hann safn aði að sér fólki og þetta var orðinn býsna stór söfnuður. Hann var með alls konar lækningaaðferðir, sem vom miklar nýjungar fyrir fólk og það hópuðust í kringum hann allar mögulegar kellingar sem trúðu á hans lækningar, ja, héldu sig vera algjörlega heil- brigðar eftir það. Hann skaut í þær meðulum, sprautum og pillum og öllum fjáranum og honum varð vel ágengt. Eftir einhvem vissan tíma og reynslu í flokknum, þá var það skírt. Þá fór hann með það inn í á rétt fyrir neðan Seljaland, já, eiginlega við brúna gömlu, og deyf því þar á kaf í ána. Auðvitað hóp- aðist hálfur bærinn þarna inn eftir og þótti gaman að, sér- staklega þegar þama voru nú þekktir menn, sem voru rekn ir þarna á kaf í ána. — Eitt þótti mér sérkenni- legt þegar ég kom til ísafjarð ar, en það vom uppnefnin. Það lá mjög í landi að menn væru uppnefndir. Jón Gríms- son segir einhvers staðar frá því, að einu sinni hafi verið samin revía sem ádeila á þessi uppnefni. Ég varð ekki mikið var við þetta héma í Reykjavík áður en ég flutti vestur, að vísu var það til, en á ísafirði var varla hægt að þekkja mann öðm vísi en með uppnefni. Það var Þura beinrófa, það var Gvend ur kindarhaus, Sólon í Slunka ríki, Gisli doppli og fleiri og fleiri, og svo var ákaflega al- gengt, sem mér þótti skrýtið, að strákar eða börn, vom kennd við mæður sínar, en ekki við feður, og mér er sagt að þetta sé ennþá til. — Það voru ýmsir kynlegir kvistir , sem settu svip á bæ- inn. 1 Slúnkaríki var oft hávaði og læti mikil. Þá vom þar saman komnir Jón bassi, sem kallaður var, kennari norðan úr Steingrímsfirði, hagmæltur vel og greindur maður, en drykkfelldur, ágætis kall, Gísli Hjálmars- son doppli, þingmaður Bol- víkinga, sem fór alltaf suður á þing, það er að segja, við komum honum stundum um borð í skip, strákamir, til þess að hann kæmist suður á þing, földum hann undir segli. Fyrir sunnan tók hann þátt í skráðgöngunni með einkennis húfu og var þekktur maður. Hann sat á þingpöllum og hélt sig vera þingmann Bolvík inga. Þessi maður hélt stund- um hrókaræður uppi á köss- um og tunnum á Isafirði. Svo var þarna Jónatan Jóna- dabsson, en hann gafst upp á þessum látum og hætti skyndilega að drekka og fékk þá húskarlsstöðu hjá Helga Sveinssyni, passaði kýr hans, sá um kolakeyrslu heim og allt mögulegt. — Á þessum árum var miklu meira um vinnuafl á heimilum en nú þekkist. Þá voru þetta ein til þrjár vinnu konur á heimili. Húshjálpin var mikil, en það var lika mikil vinna á heimilum. — Það var t.d. mikil vinna við olíulampana, sem alls stað ar voru á þessum árum. Ég man eftir því í Braunsverzl- un, fyrst eftir að ég kom þangað sem drengur, að þá þurfti ég að þrífa alla olíu- lampa á hverjum einasta morgni, leggja í ofnana og svo eftir að farið var að hafa litli olíulampa úti í glugg- unum, þá var þetta ekki lítið verk að pússa öll glös, setja olíu á lampana og fægja þá. Síðar komu gasluktir með, ja, hvað á ég að kalla það, ,,behollara“, sem voru pump- aðir upp og þá blésu þeir loftinu upp í þessa lampa og það voru hvít ljós af þessu. — Alltaf á hverju hausti var lagt mikið upp úr því að birgja heimilið upp af mat, þyrskling í pækli, niðursoðin svið og kjöt, slátur og annað slíkt, og ég man eftir því að faðir minn hafði hjall við litla húsið, og þar var stund- um heil tunna af hval og ým- iss konar súrmeti. Við höfum lítið minnzt á föður Brynjólfs í þessu sam- bandi, en nú spyrjum við um hann. — Föður mínum vegnaði vel fyrstu árin á ísafirði, en svo varð hann fátækur maður og missti sínar eignir og lenti í bölvuðu basli og einmitt um það leyti, sem hann var að hugsa um að senda mig til mennta. Seinna lagaðist þetta, þannig að Jens bróðir minn komst til mennta og varð læknir. — Það voru hörmungar- tímar á ísafirði á tímabili, en ég tel að höfuðatriðið í basli föður míns hafi verið fyrst og fremst það, að hann lenti í ábyrgðum fyrir menn og tap- aði peningum á því, skósmið- unum fjölgaði og svo byrjaði af fullum krafti innflutningur á erlendum skófatnaði, svo að skósmiðir höfðu ekki annað að gera en að sóla og þvíum- líkt, en það kunni faðir minn ekki við því, að hann hafði nær eingöngu sniðið verkefnin í hendur sveinanna og lær- linganna, því að þá voru ekki bara gerð sjóstígvél, heldur líka smíðaðir götuskór. — Ég man eftir því að faðir minn hafði sérstaka „leisti,“ sem kallaðir voru, fyrir Áma Jónsson. Það voru smíðaðir alveg sérstakir skór fyrir hann, því iað þeir þurftu — En svona var þetta, síld in óð um allt. Daginn eftir er siglt út Djúpið og við erum ekki komnir nema undir Straumnes, eða eitthvað svo- leiðis, og þar fyllum við bát- inn aftur. En þegar fór að líða á haustið, þá hvarf hún Eniilía Jónasdóttir og Brynjólfur í „Tannhvöss tengdamamma“ að vera svo breiðir að fram- an og hafa alveg sérstakt lag, því hann hafði stóran fót, kallinn. — Ég var búinn að segja þér frá því, að ég hafði verið á sjónum, og þó að mér lík- aði þar vel, hafði ég áhuga á að læra eitthvað og hugurinn stóð til verzlunarstarfa, sem ég hafði áður kynnzt. Ég hafði verið á síld sumarið 1916, sem var eitthvert mesta síldarsumarið þar vestra. Ég má til með að segja þér frá síldinni áður en ég vík nánar að náminu. Þá óð síldin inn um allt Isafjarðardjúp. Einu sinni vorum við undir Grænu- hlíð, fylltum þar bátinn, setjum í hann 300 tunnur og þá rann auðvitað inn á skammdekkið, en við stóðum sitt hvoru megin, hásetamir, tveir og tveir, tilbúnir að moka af ef að kulaði. Nú, við fórum með þetta inn á ísafjörð og þá var tekið á móti síldinni á Torfnesi, þar var stór bryggja. Þá voni engin tæki til að blása afl- anum upp úr bátnum, við urðum að gjöra svo vel að trilla þessu upp sjálfir á hjól- börum til kverkunar. Þegar búið var að losa bátinn, var stímað út aftur, því að mikið kapp var í mönnum og síldin vaðandi inn um allt Isa- fjarðardjúp. Við erum ekki komnir nema rétt útfyrir Arnarnes, á milli Arnamess og Vallna, rétt búnir að þrífa okkur, þá öskrar nótabass- inn: „1 bátana“. Þá sér hann stærðar torfu. Við vomm steinhissa, allir í bátana auð- vitað, og við remm kringum torfuna og fylltum bátinn aftur bara rétt þarna í kjaft- inum. En við vorum þreyttir þegar við vorum búnir að losa bátinn um kvöldið, en okkur var gefinn nokkur tími til að sofa. eiginlega úr Djúpinu og ég man eftir að seinasta löndun- in hjá okkur var á Ingólfs- firði. En mikið andskotans ósköp þótti mér gaman að þessu. — En þrátt fyrir þetta var ég linur eftir veikindi mín, sem ég minntist á áðan, og hélt því mínu striki, sem ég hafði sett mér að fara á skóla. — Ég hafði kynnzt Sig- urði Þórðarsyni á Laugabóli inni í Djúpi, en hann var þá tiltölulega nýkominn af verzl- unarskóla í Danmörku og an- befalaði þennan verzlunar- skóla mikið. Það varð því að ráði, að við fæmm um haust- ið, við Jón Maríasson, haust- ið 1916 til Kaupmannahafnar. Þó að ég þénaði vel á síld- inni þetta sumar, þá átti ég samt ekki það mikla peninga, að ég gæti treyst því, að komast áfram með það, svo að faðir minn fór til Helga Sveinssonar,og ég sagði pabba, að ég þyrfti að fá að minnsta kosti svona þrjú þúsund krónur til þess að vera öruggur, það voru fjári miklir peningar þá, ha? — Nú, pabbi fór til Helga og hann sagði: „Já, mér lízt vel á þetta, þrjú þúsund krónur, geturðu útvegað hon- um góðan ábyrgðarmann?“ Já,já, svo var það nú gert, víxillinn keyptur, en þegar búið var að kaupa víxilinn sagði Helgi: „Láttu strákinn ekki ráða sig án þess að tala við mig þegar hann er bú- inn“. Svo varð það úr, að þegar ég kem heim frá Danmörku, þá sezt ég í Islandsbanka á ísafirði og þar var kona mín fyrir. — Mitt tilhugalíf? Ja, bless aður góði, það byrjaði þama í bankanum. Konan mín til vonandi er þar fyrir í bank-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.