Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 19

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 19
19 ALLTAF SAMI SPRELLIKARLIHH Brynjólfur Jóhannesson leikari rifjar npp Isafjarðarárin: Frá pví hann kemur hingað 9 ára drengnr og pangað til hann flyzt suður til pess að kvænast ísfirzkri unnustn sinni Brynjólfur Jóhannesson leikari Á sólhýrum surnardegi suður í Reykjavík fgrir tveimur árum gengur grannur og hvatlegur mað- ur eftir Austurstræti, og við mætumst rétt hjá Út- vegsbankanum. Við tökum tal saman undir vegg bankahússins, þar sem þessi maður liefur starfað í nærfellt fjóra áratugi. Eg færi það í tal við fírgnjólf, því að þetta er enginn ann ar en hinn þjóðkunni og ástsæli leikari, Brynjólfur Jóhannesson, lwort hann hefði nokkuð á móti því að segja lesendum Vestur- lands frá árunum, sem hann dvaldist á Isafirði. fírynjólfur tekur þessu Ijúfmannlega, og við bind- um það fastmælum, að úr þessu skuli verða. En tím- inn líður, og það er ekki fgrr en í svartasta skamm- deginu nú í desemberbyrj- un, sem við hittumst og gefum okkur tóm til að rabba saman í næði. fíryn- jólfur segir létt og skemmtilega frá, eins og lians er von og vísa, og nú gefum við honum orð- ið, og vonum að lesendur hafi nokkurn fróðleik og skemmtun af. — Ég kem til Isafjarðar drengur á níunda ári, og vorum við fjögur systkinin þá og ég elztur þeirra., en annars ég ég fæddur hér í Reykjavík. Ég man það þegar við komum vestur með einu af skipum Sameinaða gufu- skipafélagsins, Ceres, þá voru viðbrigðin ákaflega mikil, að koma héðan úr víðsýninu í Reykjavík í þennan þrönga fjörð, sem okkur fannst. — Ég man eftir því, að systkini mín voru hrædd, fóru að grenja, og það hafði slæm áhrif á mig, en það var ein- göngu vegna þess að þau héldu að fjöllin væru að detta yfir skipið. fannst þetta svo nálægt. — Þegar við komum inn í Sundin, sem kallað er, — það var nú ekki farið inn á Poll á þessu skipi, — þá kom fram bátur að sækja okkur. Þetta var anzi faHegur og myndarlegur bátur, sem sótti okkur og við komum upp að trébryggju, sem lá fram í sjóinn eins og Steinbryggjan og bryggjurnar hérna í Reykjavik, og hún var kölluð Snorrasensbryggja. Það var gamall kaupmaður á Isafirði, sem hét Lárus Snorrason, og hann hafði bryggju þarna Sundamegin; annars voru þær frekar inni á Pollinum, og þar var fyrst og fremst Hæstakaupstaðarbry ggj a. — Mér er enn í fersku minni, að á móti okkur tók frændi okkar, Kristján Ás- geirsson frá Skjaldfönn í fsa- fjarðardjúpi, sem þá var verzlunarstjóri hjá Ásgeirs- verzluninni, skal ég segja þér, en pabbi átti að setja upp verkstæði, skósmíðaverkstæði, fyrir þessa verzlxm, og smíða eiginlega mestmegnis sjóstíg- vél, því að Ásgeirssonverzlun hafði stói'an flota fiskiskipa, sem þama lögðu upp fiskinn og var hann þurrkaður á stóru svæði í Neðstakaupstað, sem var venjulega hvítt af breiddum fiski á sumrin. — Ég man það, að mér leiddist ákaflega hreint mikið fyrstu dagana. Við áttum fyrst heima uppi í svoköll- uðu Gamla apóteki. Það var húsið fyrir norðan gamla læknishúsið. Þorvaldur Jóns- son læknir, sem var banka- stjóri við Landsbankann, átti þessi tvö hús þama í Mjallar- götunni. Þar var þá apótek, sem Þorvaldur gamli læknir hafði. Þar var þá einnig póst- hús og var Guðmundur Bergs son póstafgreiðslumaður hjá Þorvaldi, en í næsta húsi fyrir ofan bjó Grímur Jónsson guð- fræðingur, bróðir Árna Jóns- sonar, sem stjómaði Ásgeirs- sonverzlun, og faðir Jóns og Sigurðar Grímssona. — Sigurður Grímsson varð eiginlega þess vegna fyrsti leikbróðir minn á ísafirði. Við höfum oft minnzt á þau ár og sérstaklega höfum við skemmt okkur yfir einu at- viki frá fyrstu dögum mín- um á ísafirði. Ég kom vestur með „stultur“ ,en þær höfðu ekki sézt á ísafirði fyrr. Á þeim voru fjórir klampar, þar sem maður gat stigið af þeim neðri upp á efri. Égvar flinkur að ganga á þessu, því að við höfðum æft okkur mikið í þessu hér í Suðurgöt- unni. — Þá fann Sigurður það út, þegar allir vildu nú fara að læra að ganga á stultum, að við skyldum bara leigja stult- umar út fyrir svona frá tveimur og upp í fimm aura á hálftímann. Svo var þetta nú stytt niður í 15 mínútur eða eitthvað svoleiðis, en ég fylgdist aldrei með því, hvað inn kom, því að Sigurður var aðal bisnissmaðurinn, en hann hefur oft sagt mér síðar, að þetta sé eini verulegi biss- nissinn, sem hann hafi komizt í. -—Fyrir þénustuna keypt- um við lakkrís, brjóstsykur og svoleiðis nokkuð. Þénustan var nokkuð góð og við höfð- um talsvert mikið sælgæti upp úr þessu. En þessi dýrð stóð ekki mjög lengi, því að synir Ólafs Halldórssonar tré- smiðs byrjuðu á því að smiða sér stultur, sem var auðvitað ákaflega lítill vandi, og þá féll öll verzlun niður og lá við að við yrðum fallítt, — og nú hlær Brynjólfur dátt. — Ég segi þetta aðeins sem dæmi um byrjunina á minni vem þarna á ísafirði. Þar lék um við okkur eiginlega ákaf- lega ólíkt því, sem ég átti að venjast héma í Suðurgötunni. Leikbræður mínir hér syðra voru Villi Pax (Vilhjálmur Þ. Gíslason), Baldur Andrésson og bræður hans o.fl. Við vor- um undir mjög ströngum aga. Við stálumst stundum til að fara í boltaleik í Suðurgöt- unni, en hér var yfirvald, sem við hræddumst mikið, Valdi pól, sem kallaður var. — Þetta þurftum við ekkert að hræðast vestur á ísafirði; okkur var allt frjálst. Þar var einn lögregluþjónn, man ég eftir, Bjöm Ámason gullsmiður; nú, hann sat alltaf inni á gullsmíðaverk- stæðinu sínu. Við gátum skemmt okkur alveg eins og okkur líkaði, aldrei sást hann. — Við bjuggum þarna í Mjallargötunni í nokkur ár, en fluttum svo niður til Magn úsar Ömólfssonar skipstjóra. Hann var skipstjóri á einum Árnapungunum, sem kallaðir voru; ágætis sjóskip víst, og þar var hópur af börnum, og þar var nú oft glatt á hjalla. — Svo vom þama líka í nágrenninu synir Sophusar Nielsens kaupmanns, sem hafði verið verzlunarstjóri hjá Tangsverzlun, en þegar við komum vestur var Jón Laxdal orðinn verzlunarstjóri þar. Þeir Hjörtur og Frið- þjófur em báðir á lífi, en Charles og Einar fóm til Ameríku og em báðir látnir þar vestra. Það var ákaflega mikið líf og fjör í ungum drengjum í þann tíð á ísafirði. Þar voru ekki danshús sjoppur eða bíó, en þrátt fyrir það gátum við leikið okkur á margvíslegan hátt. Við vorum í boltaleikj- um, iðkuðum skautahlaup og skíðaferðir á vetmm og svo náttúrlega knattspymu á sumrin og þvíumlíkt. — Við fómm oft í fjall- göngur eftir að við vorum orðnir stálpaðir, og það þótti einkennilegt, að við skyldum vera að eyða tíma í að fara á fjöll • sem var þó aldeihs dásamlegt sport. — Svo vomm við talsvert við sjóinn. Ég man eftir því, að Davíð Scheving Thorsteins son, sem var héraðslæknir þama þegar við komum vest- ur, og átti mikið af börnum, glæsilegan hóp barna, hann átti bát; skektu eins og fleiri þarna á ísafirði. Hann hvatti okkur strákana til þess að hefja kappróöur á Pollinum, þvi að hann sagði að það væri ekki til dásamlegri íþrótt fyr- ir utan sund, því að róðurinn herti hvern einasta vöðva í líkamanum, og það er náttúr- lega rétt út af fyrir sig. — Þá man ég eftir því, að stundum voru veitt verðlaun fyrir kappróðurinn. Þorsteinn sonur hans og Stefán, sem vom nú elztir af þeim bræðr- um, þeir stjómuðu venjulega þessum kappróðri, og þá vom stundum veitt verðlaun; það voru lakkrísborðar. — Svo kom fyrir að við skiptum liði og fómm í að „hverfa fyrir hom.“ Þetta var mikið leikið á haustin þegar fór að dimma. Þá kom ekki ósjaldan fyrir þegar við vomm í felum einhvers stað- ar, t.d. niður við gömlu Dokk una, að þá heyrði maður busl- ið og lætin í smokkfiskinum. Þá sneri maður sér að því að kasta honum á land og aflaði oft vel. Þá var ekkert verið

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.