Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 15

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 15
15 ... Reiðir upp sverðið og miðar því beint í hjartastað .. Lokið fyrri hluta náms í vél- fræði og .sumardvöl í Bret- landi á vélaverkstæði. Minnugur þess, að þjóðin yrði brátt að hafa nægilega vel þjálfaða yfirmenn til að sigla sínum eigin skipum, á- kvað ég að yfirgefa togarar flotann og búa mig undir að geta geta tekið störf á sigl- ingarflotanum, ef tækifæri byðist. Fyrri heimstyrjöldin hafði brotizt út með öllum sínum erfiðleikum og takmörkunum á frelsi manna. Ég varð því um haustið að yfirgefa Bret- land, og halda heim. Þegar heim kom bauðst mér staða á ,,Columbus“, sem undirvél- stj. Hafði fyrirrennari minn, sem var ungur danskur mað- ur, veikzt skyndilega, svo að senda varð hann heim, og því var staða þessi laus. Laun in voru að vísu ekki nema tæplega helmingur þess, sem ég átti kost á sem yfirvél- stjóri á togara, en staðan var spor að betri lífskjörum síðar, og það réð ákvörðun minni. „Columbus" skyldi leggja á stað, í síðustu strand ferðina það ár, eftir tvo daga, halda að henni lokinni til Kaupmannahafnar og skyldi ég þá taka við sem yfirvél- stjóri á skipinu, ef allt gengi að óskum. Framtíðin sem vélstjóri á farþegaskipum biasti við mér í hillingum, svo að ég hoppaði glaður í sinni á skipsfjöl á „Columbus", þennan októberdag. Alla mína ævi hef ég verið mjög berdreyminn. Dreymt margoft fyrir daglátum eins og það er kallað, og sjálfur trúað mjög á drauma mína. Kom það aldrei fyrir á meðan ég var á sjó, að mig dreymdi ekki fyrir óveðrum. Bæri ein- hver óvenjuleg atvik fyrir mig, vissi ég jafnan um þau áður. Er það svo enn þann dag í dag. Þegar ég því lagðist til svefns að kvöldi hins fyrsta dags á ,Columbus‘ ákvað ég, að setja vel á mig, hvað mig kynni að dreyma fyrstu nóttina bjóst ég fast- lega við því, að draumgyðjan mín myndi ekki bregða vana sínum. Herbergi mitt v.ar á neðra gangi úr vélarrúmi. Rúmið lá út við skipssúðina og var herbergið jafnlangt rúminu. Beint á móti rúminu voru dyr nar, sem lágu út í vélarrúmið. Ég komst ekki til náða fyrr en undir lágnættið, en sofnaði þá fljótt, og svaf vært fram eftir nóttu. Skyndilega birtist mér í draumi maður í sæ- grænum kyrtli, skósíðum. Er kyrtillinn allur í fellingum líkt og bárur á hafi þegar vindar geysa. Toppamir á fell ingunum eru líkt og brim- löður. Allur er maðurinn mikilúðugur. Hefur hann nak ið sverð í hægri hendi um metra á lengd, og slær bláum lit á stálið. Maðurinn gengur fast að hvílu minni, þar sem ég ligg á bakinu með vinstri hlið að hvílustokk, reiðir þar upp sverðið og miðar beint í hjartastað. Fjötrar svefnsins binda mig við rúmið, en ég reyni þó af öllu afli að víkja mér undan laginu, er ég sé hvað verða vill. Með miklum erfiðismunum tekst mér að kasta mér fram að hvílustokk num í því augnabliki, sem maðurinn þrýstir sverðinu að mér með æðislegum grimmdar svip í augum. Við þetta geig- ar lagið svo, að sverðið hleyp ur á kaf í sængina en það svo nærri geirvörtu minni á hægri hlið, að ég finn ís- kuldann leggja frá stálinu á líkamann. Þegar maðurinn sér að hann hefur ekki hitt í mark, svo sem hann hefur ætlað, dregur hann sverðið aftur til sín og býr sig til að leggja því í hjarta mér á ný. Um leið og hann réttir það að mér aftur, segir hann með ískaldri grimmd. „Því næsta skal miðað betur“. í þetta skipti tekst mér að skjóta mér undan laginu enn betur en fyr. Rennur sverðið því á kaf í sængina, en þó svo fjarri mér, að nú finn ég engan kulda frá stálinu. Ég hrekk í skyndi upp af svefn- inum, rís upp og sé manninn skunda út úr herberginu í gegnum lokaðar dyi’nar. Kl. er 3 tim nóttina. Ég er allur í svitalöðri eftir áreynsluna. Og ég fæ ekki dúr á auga það sem eftir var næturinnar. Þegar ég hafði jafnað mig eftir drauminn, varð mér það ljóst, að við myndum fá tvö fárviðri í ferðinni. 1 hinu fyrra myndum við komast á landamæri lífs og dauða, en lenda þó hérnamegin við lín- una. Hið síðara fárviðrið myndi verða enn harðara, en þrátt fyrir það, myndum við ekki verða eins hætt komnir. Og heim myndum við koma aftur heilir á húfi. Þegar ég kom næsta dag í land til að kveðja systkini mín og vini, gat ég þess, að við myndum fá harða útivist í ferðinni, en ég myndi samt sem áður koma aftur heim. 28. október 1914 er genginn í garð. „ Columbus" liggur í blæjalogni á ytri höfninni í Reykjavík. Allan daginn er keppzt við að ferma skipið, því ákveðið er að sigla að kvöldi þess dags. Þegar allar lestar hafa verið fylltar, svo að þar er engin smuga, er raðað á þilfarið timbri og olíutunnum unz búlkinn nær upp í miðja siglu. Þar ofan á er komið fyrir tveimur bát- um. Á allur þilfarsfarmurinn að fara til Vestmannaeyja. Það er fyrsti viðkomustaður. Lögleg lestarmerki eru komin langt undir yfirborð hafsins, og þilfarsfarmurinn hefur raskað svo kjölfestu skipsins, að það veltur eins og kefli. ef nokkur verulegur þungi er færður frá einni hlið yfir í aðra. En það er treyst á góða veðrið, og í Vestmannaeyjum á að losa mikið af vörum. Hvert rúm í klefum er full- setið. Það verður ekki hlaðið meira á skútuna. Kl. 11 um kvöldið þ. 28. okt. er akkerum létt og haldið út úr Reykjav.höfn. það er enn óbreytt veður. Það bærist ekki hár á höfði. Himininn er skýjalaus. Stjömurnar blika á himinhvolfinu, og senda birtu sína yfir litla fleyið, sem drekkhlaðið klýfur spegil- sléttan hafflötinn, svo að bár urnar hoppa aftur með síðum þess. Maurildin glitra í nætur myrkrinu frá freyðandi öld- unum. Það hafa orðið töluverð mannaskipti á „Columbus" frá því að skipið kom til landsins í ágústmánuði. Skip- stjórinn, Olsen að nafni, sem færði skipið fyrstu ferð, er farinn aftur heim, en við hefur tekið íslenzkur skip- stjóri Jóel Jónsson, þaulvanur togaraskipstjóri, mikill sjó- garpur og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann er hins vegar alókunn- ugur meðferð farþega og vöru flutningaskipa, þekkir ekki til hlítar þau handtök, sem þar eiga við. En með honum em tveir stýrimenn þaulæfðir á slíkum skipum, þeir Karl Bjarnason frá Vestmannaeyj- um, sem er fyrsti stýrimaður og Kristján Kristjánsson bróð ir Guðmundar Kristjánssonar skipamiðlara sem er 2. stýri- maður. Mátti því segja, að hér hafi verið valinn maður í hverju rúmi yfirmanna á þilj- um uppi. Yfirvélstjórinn Ras- musen var maður nýkominn yfir sjötugt, lítill að vexti, enn minni að kröftum og minnstur að kjarki, útslitinn eftir langa sjómannsævi og sjóvolk. Bætti það heldurekki um, að hann var enginn reglu maður á sterka drykki. En hann var góðlátlegur maður, afskiptalítill og samvinnuþýð- ur. í vélarrúmi voru auk okkar vélstjóranna tveir kynd arar, Björn Blöndal bróðir minn, og Vilhjálmur Jónsson síðar vélstjóri, báðir harð- duglegir sjómenn og miklir kjarkmenn. Bryti og mat- sveinn voni danskir, svo var og þernan, en hásetar allir ís- lenzkir. Ég var á verði í vélarrúmi til kl. 12 um lágnættið þennan dag. Tók þá yfirvélstjóri við gæzlu vélarinnar ásamt öðr- um kyndaranum, en ég gekk til hvílu minnar, efir að yfir- vélstjóri hafði fullvissað sig um, að allt væri í lagi í vélar

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.