Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 20

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 20
20 að hugsa um þó að maður blotnaði, nei, maður óð kann- ske alveg upp í mitti; kom rennandi blautur heim, en þó með afla. — Svo vorum við oft að fiska úti í Sundum eða úti á Prestabugt. Ég man eftir því, að einu sinni fiskuðum við svo vel, elztu bræðumir, að pabbi gat saltað bútung í tunnu, sem var alveg af- bragðs matur, hann saltaði þetta í pækil. Þetta kom sér vel, því að hjá okkur var mjög stórt heimili, því auk fjölskyldunnar voru margir piltar á verkstæðinu hjá pabba, bæði lærlingar og sveinar. — Við vorum mikið í leik- fimi eftir að við fórum að stálpast, þessir strákar. Þar var nú ekkert bað, en við gerðum okkur lítið fyrir þeg- ar við vorum búnir að sprikla í einn eða tvo tíma í leik- fimi, að henda okkur út um glugga á leikfimihúsinu út í snjóskafl og veltum okkur upp úr snjónum, og það var anzans ósköp hressandi. — Þegar Pollurinn var ísi lagður, sem oft var að vetri til, var þar oft gott skauta- svell. Við renndum okkur þá á skautum. Við bræðurnir höfð- um náð okkur í bók frá Nor- egi um listhlaup á skautum og vomm að æfa þetta fram og aftur, og náðum nokkuð góðum árangri, skrifuðum t.d. 3 og 8 og svoleiðis á skaut- um. — En aðalsportið var að sigla á skautum, annað hvort inn allan Poll eða út allan Poll, eftir því hvemig vindur- inn stóð. Þá höfðum við tvö kóstsköpt og settum á milli þeirra segl, um hálfa aðra alin á breidd, og héldum þessu fyrir framan okkur eða á hlið og gátum stýrt okkur vel. Þetta var geysilega skemmtilegt og maður gat fengið furðulega ferð á sig. -— En einu sinni kom það fyrir mig, að ég sigldi inn ís- inn og þegar ég kom inn- undir Grænagarð, þá var ís- inn það veikur, að ég stakkst á hausinn oní vök og átti erfitt með að koma mér upp, en náði mér þó að lokum, sigldi svo til baka á þann veg, sem við gerðum oft, þeg- ar við sigldum á móti vind- inum, að við krusuðum, sem kallað var. — Við vorum með alls konar tilraunir og vesen á þessum árum, Juul apótekari og blessaður karlinn hann Simson Ijósmyndari, góður vinur minn, við smíðuðum fyrsta kajak á íslandi. Það var þegar ég var hjá Brauns- verzlun, og hann var smíð- aður í pakkhúsinu þar, við vorum að dunda við þetta um veturinn, aðallega við Juul. Hann hafði gert slíkar til- raunir úti í Danmörku, og leikið sér á kajak á vötnunum þar. — Við smíðuðum þennan kajak úr léttu timbri og striga, sem Juul síðan makaði með parafín, til þess að gera það vatnshelt. Svo um vorið, ég og losnaði þá úr klípunni og renn niður úr honum. Þegar mér svo skýtur upp, var þá orðinn sæmilegur sund maður, er það fyrsta sem ég sé fyrir utan kajakinn á hvolfi, harði hatturinn, sem flýtur rétt við hliðina á mér. Svo ég tek hann og veifa með honum til fólksins á bryggj- unni. Þegar ég lít til bryggj- unnar, sé ég að þar er kominn maður á sund. Þetta var vin- ur minn Aðalsteinn Friðfinns- Sigríður Hagalín og Brynjólfur í „Fangarnir í Altona“ þegar allt er nú tilbúið, þá er sjálfsagt að reyna þennan kajak, fyrsta kajakinn á ís- landi. Juul fer út í hann þarna fyrir framan brunastöð ina, eða þar sem Magnús Magnússon verzlaði og Arn- grímur Bjarnason síðar, og þar er bátnumt rennt út og Juul rær þarna fram á Poll- inn og kemur svo aftur, og segist ekki vera vel ánægður með bátinn, hann sé nokkuð óstöðugur. — Nú. ég vil endilega reyna, eins og gefur að skilja, alltaf sami sprellikallinn. Þetta var á sunnudegi og ég var ekki bein- línis klæddur til að fara út á bát; ég var í til þess að gera nýjum, bláum sifjotfötum með harðan hatt á höfði. Nú, en ég legg af stað og mér finnst þetta ganga ári vel, en ég fann það, að hann var ekki vel öruggur, lét ekki vel að stjórn ef maður tók djúpt í árinni öðru megin. Svo ætla ég að beygja fyrir og tek djúpt í árinni, og hvað heldurðu að hafi skeð, hann leggst á hliðina, helvítis kajakinn og ég geri allt sem ég get til að rétta mig upp, harði hatturinn fer í sjóinn og flýtur þar, en svo sé ég að það er ekki annað fyrir mig að gera en að hvolfa kajaknum yfir mig. Það gerði son, sem þá var verzlunar- maður hjá Ólafi Kárasyni, og síðar svili minn, og hann er lagstur til sunds til að bjarga mér, því þetta hafði litið mjög krítiskt út frá fólkinu, sem stóð á bryggjunni, því að það var sko kominn hálfur bærinn til að horfa á þetta undur, þennan kajak. — Þetta endaði með því að við syntum báðir með kajak- inn á milli okkar í land, en þegar ég kom heim, þá voru fötin sett í þvottabala, þessi voðalega fínu, bláu sifjotföt. — Jú ég fór strax í skóla þegar ég kom á ísafjörð. Þá var skólastjóri barnaskólans Björn Bjamason frá Viðfirði. Hann var afskaplega góður kennari og vel menntaður maður og íþróttamaður, og það líkaði okkur strákunum vel. — Þegar hann hætti tók við Bjarni Jónsson, þá ný- útskrifaður guðfræðingur. Hann var elskaður og virtur af öllum skólabörnunum, og okkur þótti mjög vænt um hann. — Þarna var kennari, sem mér þótti ákaflega vænt um fyrst eftir að ég kom vestur. Það var Sigurður Jónsson, stúdent var hann kallaður, og varð síðar skólastjóri. Mér þótti sérstaklega vænt um hann vegna þess, að þegar ég kom vestur, var ég svo flá- mæltur, latmæltur, að krakk- arnir gerðu mikið grín að mér fyrir þetta. Ég hafði ekki tek ið eftir þessu, en þegar ég heyrði gert grín að mér, þá skammaðist ég mín og mér leiddist þetta og það kom fyrir að ég orgaoi undan ein- hverjum strák út af þessu. — Þá var það sem Sigurður Jónsson tók mig að sér, og hjálpaði mér og lagaði þetta. — Eg ég tók eftir því fyrst eftir að ég kom vestur, að það voru svo mörg orð hjá leikbræðrum mínum og krökk unum, sem ég bókstaflega skildi ekki. Það voru notuð öll möguleg orð eins og spanda, dula, keppa og ýmis- legt svona, sem ég hafði aldrei heyrt. — Svo var annar kennari, Lárus heitinn Thorarensen. Hann kom seinna. Hann var yndislegur maður. En yfirleitt voru góðir kennarar, ljómandi hreint. Sigurjón Jónsson, eftir að hann kom, hann var á- kaflega dáður kennari. — Séra Þorvaldur Jónsson prófastur fermdi mig. Ég minnist þess, að þegar ég gekk til altaris, þá held ég að honum hafi fundizt ég súpa of lítið á, því að hann rétti mér bikarinn aftur, og ég hefi stundum haldið því fram, að ég væri svona drykk felldur þess vegna., að séra Þorvaldur gaf mér tvisvar í staupinu þegar ég gekk til altaris. — Við vorum mörg fermd saman. Það var byrjað á at- höfninni klukkan tólf. Það var nefnilega borðaður morgunmatur, en svo var borðaður miðdegisverður klukkan tólf og stóð yfir til klukkan hérumbil fjögur, því að hvert einasta bam var spurt og þá dugði ekki annað en að kunna kverið. Ég gleymi því aldrei hvað þessi fermingarathöfn stóð lengi vegna þess, að við sátum svona hálfpartinn undir prédikunarstólnum gamla, ég og Þórir Guðmundsson bróðir Haraldar Guðmundssonar og Snorri Ágústsson, bróðir Ás- laugar, konu séra Bjarna, og við orðnir þreyttir á að sitja svona hálfbognir án þess að geta rétt almennilega úr okk- ur. — Mér fór alltaf að líða betur á ísafirði eftir því sem ég var þar lengur, og leið- indi og óyndi, sem var í mér framanaf, hvarf smátt og smátt og síðan hefur mér alltaf þótt vænt um ísafjörð, þó að ég hafi ekki verið þar nema svona 16 ár allt í allt. Ég var það ekki samfleytt, því að ég var á svo miklu flakki, en foreldrar mínir voru þarna í 19 ár. — Ég kom að Brauns- verzlun strax eftir fermingu sem sendisveinn og lærlingur, því að þá voru teknir lær- lingar í verzlunina, í Köb- mandslære eins og það var kallað á fínu máli. Það þekk- ist nú ekki lengur, fólk er bara tekið beint í afgreiðslu, en okkur var kennt að af- greiða og taka á móti við- skiptavinunum. — Þá var þar dansk-ís- lenzkur verzlunarstjóri, Carl Hemmert, ákaflega elskuleg- ur maður. Á þeim árum var ekki til neitt, sem hét sumar- frí. Það var einn frí- dagur verzlunarmanna á ár- inu, og það var 2. ágúst. — Þessi maður, hann var nú það á undan mörgum á íslandi í hugsunarhætti, að hann gaf mér hálfs mánaðar sumarfrí til þess að fana inn í Reykjanes að læra að synda, og þetta þótti merkilegt í þá daga. — Ég mun hafa komið að Braunsverzlun 1911 eða 1912, og þar var ég lærlingur og innanbúðarmaður. Brauns- verzlun keypti heilmikið af íslenzkum afurðum eins og t.d. ull, sundmaga, tófuskinn og allt mögulegt svona, og ég vann mikið við að ganga frá slíkri vöru til sendingar út. — Svo er það 1914, að ég er sendur frá Braunsverzl un norður á Akureyri til Balduins Ryel hjá Brauns- verzlun þar, og þar var ég í eitt ár. Síðan fór ég heim vestur á Isafjörð og þá biður L.H. Möller um að fá mig lánaðan til Reykjavíkur og þar var ég í eitt ár. En um haustið veiktist ég og fór þá inn í ísafjarðar- djúp til Halldórs á Rauða- mýri, föður Jóns Fjalldal og Þórðar, en ég hafði verið þar sem drengur í tvö sumur hjá Halldóri. Þegar hann frétti að ég væri kominn heim og væri eitthvað lasinn, þá spurði hann hvort ég vildi ekki koma bara heim inn að Rauðamýri og hvíla mig og hafa það gott. Þá lenti ég á rjúpna-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.