Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 9
XTJTT. árgangur. ísafjörður, jólin 1966 28.-39. tölublað. 1 I 1 I SR 1 m 1 1 83 m i i m 1 | I Guðsríkið kemur Jólahugleiðing eftir sr. Andrés Ólafsson 83 m Blessufi jólin núlgast hröðum skrefum og þú finnur áhrif þeirra á hug þinn og hjarta. Hvers vegna orka þau svo sterkt á hugi kristinna manna? Þaö er sökum þess, aö jólin eru hátíð hins heilaga í mannssálunum, hátíö lians, sem öllum öðrum fremur hefur hreinsað og helgað mannlegt líf. Við höldum minningarhátíð hans, er flutti okkur fagnaðarboðskap- inn um kærleiksríkan Guð og gagnlcvæman kærleika mannanna og gerði þá dgrðlegu hugsjón að veruleika í lífi sínu. „Nýtt borðorð gef ég yður“, sagði hann, „þér skuluð elska lwern annan á sama hátt og ég hefi elskað yður“. Kærleikurinn til Guðs, föður, átti að birtast í kærleikanum til náungans, í breytni okkar hverir við aðra. Þetta voru lögin í ríki hans — guðs- ríkinu — sem hann stofnaði hér á jörðu. 1 19 aldir höfum viö mennirnir lieyrt þessi unaðs- fögru orð lians. Enn erum við þó eigi komnir lengra en það, að alla jafnan eru þau ekki efst í huga okkar. og því er breytni okkar líka í samræmi við það. Það er aðeins á fáeinum augnablikum í lífi okkar, sem sú hugsun nær yfirtökum í liuga okkar, og það er öllum öðrum fremur á jólunum. Aldrei er kærleiks- hugsjón Krists nær oklcur en þá, aldrei skiljum við betur en þá, aldrei erum við nær guðsríkinu en þá. En hvers vegna einmitt á jólunum? Venjulega er það svo, að við viljum sjálf ráða göngu okkar í lífinu og kærum okkur eigi um íhlutun annarra þar um. Okkur finnst við vera orðin nægilega stór og þroskuð til þess að ganga ein og óstudd, nægi- lega vitur til þess að skapa okkar eigin lífsskoðun. Við dáumst að lífsspeki Krists og kenningu en skortir þó manndóm til þess að fara eftir henni. Og þó er það einkum annað er liendur í veginum fyrir því að við alla jafnan getum tileinkað okkur kenningu hans, en það er stærilæti okkar og sjálfsálit. Því „sannarlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alts eigi inn í himnaríki. Hver, sem því lítillækkar sig eins og barn, sá er mestur í himnaríki." Fyrsta og eina skilyrðið til þess að geta orðið meðlimur guðsríkisins er þá þetta, að lítillækka sig eins og barn. Ilinn fölskvalausi, einlægi og hreini hugur barnsins er skilyrðið til þess að við getum veitt viðtöku og tileinkað okkur hinar háleitu hugsjónir, sem liann, mannkynsfrelsarinn, lifði og dó fyrir. A jólunum verðum við börn í annað sinn. Barnið Kom þú hátíð kærleikans! Láttu blessuð Ijós þín skína, Ijóma dýrðar geisla þína inn í sálu sérhvers manns. (M. J.) i jötunni laðar fram barnið í okkur sjálfum. Þess vegna skiljum við einmitt þá svo vel lögmál guðs- ríkisins, enda stöndum við aldrei nær því en þá. Og hverjar eru afleiðingarnar af því að barnseðlið valaiar á mj? Algjör liugarfarsbreyting verður. Við finnum til sannrar og einlægrar gleði, hreinnar gleði, og okkur finnsl við aldrei vera sannari og betri menn og konur en einmitt þá. Þess vegna dásömum við jólin og blessum þau. Á jólunum kemur guðsríkið til okkar í svip, en aðeins í svip, því hugarfar barnsins hverfur aftur í umstangi hversdagslífsins. En þau nægja þó til þess að gefa okkur áirlega sanna gleðistund, — til þess að sýna okkur, að öll erum við í raun og veru Guðs börn og hæf til guðsríkisins, ef við liöfum aðeins nógu sterkan vilja til þess. Og því skyldum við eigi hafa hann, þegar Guð mætir okkur á miðri leið. Það er eitt af mörgu dásamlegu við jólin. „llvert fátækt hreysi liöll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.” Þannig syngjum við á heilögum jólum, og við finnum til þess að þau orð eru sönn. Það er ekki liið ytra skraut og glys jólanna sem skapar helgi þeirra eða gefur sanna jólagleði, ekki liinn margháttaði undirbúningur þeirra. Allt slíkt er fánýtt, ef hjarta þitt er eigi með í jólagleðinni, ef það er eigi opið fyrir boðskap jólanna. Hvort sem þú lifir í meðlæti eða mótlæti þá er hamingja þín og sönn jólagleði því skilyrði háð fyrst og fremst, að mynd hans, sem fæddist á jólunum, sé mótuð í huga þinn. Hin sanna jólagleði fæst aðeins með hugarfari barns- ins, auðmýkt, einlægni, og trúmennsku. Auðmýkt gagnvart Guði, einlægni við sjálfan sig og aðra, og trú- mennsku við vilja Guðs og þjónustu fyrir hann. Með þessu eina móti getur þú eignast sönn jól hvað sem ytri ástæðum þínum líður. GLEÐILEG JÓL I ÖS5 1 É5 m m ©5 m m I I I m I m m ! I Í5 m íi*- m 1 m 'És m

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.