Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 Litiö inn til Sigurbjörns biskups Ritstjóri Bjarma hélt á fund dr. Sigurbjörns Einarssonar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um breytt þjóöfélag, þjóðkirkjuna, tengsl ríkis og kirkju og fleira. 9 Aöventan Nokkur atriöi sem snerta aövent- una: Hvaö er hún, hvenær var far- iö aö halda hana hátíölega og hvernig, og hvaö getum viö gert? j 0 „Heiðra skaltu fööur þinn og móður.“ Sr. Ólafur Jóhannsson heldur áfram umfjöllun sinni um boöoröin og nú er rööin komin aö því fjórða. j 2 Hvers vegna eigum við að gefa? Sr. Gísli Jónasson leitar svara viö spurningunni og fjallar um fjár- muni okkar og eigur í Ijósi þess hver viö erum og til hvers viö erum sett hér í heimi. j 0 Allt tekur enða um síðir Dr. Guörún Kvaran situr í þýöing- arnefnd Biblíufélagsins. Hún segir hér frá starfi nefndarinnar aö þýöingu Gamla testamentisins og hvaöa sjónarmið búi aö baki. j 8 Hverju breytir aöskilnaður ríkis og kirkju? Ritnefnd blaðsins bað dr. Hjalta Hugason um að svara þessari spurningu enda er þetta málefni sem mikið hefur verið rætt á haustmánuðum. 21 Vopn og vangar Meö árásinni inn í írak tók fólk aö tjá sig um stríðsrekstur og meta hann í Ijósi kristinnar trúar. Ragn- ar Schram gerir hér grein fyrir helstu sjónarmiöum í umræöunni. 24 Eftir skilnaðinn - að búa ein eða einn Sr. Anna Sigríöur Pálsdóttir lýsir því hvernig hún uppliföi skilnaö og fjallar um þaö aö búa ein, skilnaö og skilnaöarhugleiöingar almennt. 28 „Samfélagið við Jesú Krist hjálpar mér í starfinu." Sigurbjörn Þorkelsson fór á lög- reglustööina til að ná tali af Geiri Jóni Þórissyni yfirlögregluþjóni. Hann segir í viötalinu frá lífi sínu og trú og hvernig samfélagiö viö Jesú Krist hjálpi honum í öllu hans lífi. 32 Hupmyndir að júlagjöfum Nokkrar hugmyndir, útgefnar bækur og diskar, sem vel má nota til gjafa eöa kaupa til eigin nota og uppbyggingar. 34 Tilfinningar eru andvarp sálarinnar Margrét Jóhannesdóttir gerir grein fyrir sjónarmiöum Allenders og Longman, prófessora í sálgæslu og gamlatestamentisfræöum. um til- fínningar okkar og hvernig þær tengjast samfélagi okkar viö Guö. 36 Tveir gúflir Hrönn Svansdóttir segir hér frá tveimur góöum tónlistardiskum sem vert er aö gefa gaum aö. Einstök jól Jólin nálgast. Hugur og hjarta, áætlanir og framkvæmdir taka í auknum mæli mið af því að jólin koma. Jólaundirbún- ingur og jólahald breytist, ekki aðeins frá einni kynslóö til annarrar, heldur einnig milli ára. Engu að síður á jólahátiðin sér kjarna og innihald. Það innihald er til komið vegna komu og fæðingar frelsarans Jesú í Betlehem. Jólin eru kærkomið tækifæri til að huga að merkingu þess fyrir okkur eitt og sérhvert. Jólin eru einstök á margan hátt. Eng- inn vafi er að hátíð Ijóss, friðar og vonar gegnir miklu hlutverki í dimmasta skammdeginu. Jólin og jólaundirbúning- urinn stytta langan vetur hjá mörgum og skapa eftirvæntingu og gleði hjá börnum og fullorðnum. En vegna þess hve jólin eru einstök valda þau öðrum þeim mun meiri sorg og söknuði. Ein- vera, missir, fátækt og skortur verður áþreifanlegri en áður Jólin eru einstök því þá fæddist frels- arinn. Jesús Kristur er einstakur. Um það snýst kristin trú og boðskapur kirkjunnar. Hann er svar Guðs við eymd og vonleysi líðandi stundar jafnt og eilifðarinnar. Boðskapur jólanna er sá að Guð gerðist maöur. Hann kostaði öllu til sem þurfti. Hann gekk inn í kjör okkar. Hann komm til að frelsa. Jesús er Drottinn og Guð. Meðal þess sem einkennir samtímann er afstæðishyggja. i henni felst að ekkert sé satt eða öðru fremra í skoðunum fólks um trú og siðgæði. Þar er litið rúm fyrir hið einstæða. Þar er takmarkað rými fyr- ir Jesú frá Nasaret. Sem betur fer erum við flest fús að beina sjónum okkar aö litla, saklausa jólabarninu. En viö þurfum einnig aö fylgja Jesú gegnum lífið, til krossins og upprisunnar frá dauöum. Hann fæddist og kom til að gefa líf sitt sem lausnargjald fyrir marga. Kristin kirkja hefur þá köllun aö bera frelsaranum vitni i orði og verki: Hinu einstæða, aö Guö geröist maður og frelsari fæddist. Kirkja og kristni þarf að standa vörð um boðskap sinn og starf. Framtiö hennar veltur á þvi að það ger- ist. Trúmennska hennar veldur ekki ein- skærri gleði á tímum afstæðishyggju. En til þessa er hún kölluö jafnvel þó svo hún þurfi að gjalda fyrir trúmennsku sína. Henni er ekki ætlað að endurspegla síð- ustu skoðanakönnun og tjá vilja meiri- hlutans. Hún er kölluð til að endurspegla Jesú og tjá vilja Guös meðal manna. Jólin minna okkur enn og aftur á hið einstæða: Guð er kominn til aö vera á meðal okkar. Hann á erindi við okkur öll, þessi jól eins og öll önnur. Vonandi verð- um við aldrei feimin við að benda á það og segja hvers vegna heimurinn þarf á frelsara að halda eða að benda öðrum á Jesú í jötunni, Jesú á krossinum eða Jesú upprisinn og nálægan fyrir starf Heilags anda. Jesús er sá sem gefur gleðileg jól. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 97. árg. 4. tbl. október 2003 Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfclaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson, Kristján E. Einarsson, Haraldur Jóhannsson og Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefndarfulltrúi: Ragnar Schram. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavik, simi 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð i lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Leifur Sigurðsson, Ragnar Gunnarsson, Ragnar Schram, Sigurbjöm Þorkelsson og fleiri. Forsíðumynd: Holtskirkja í Önundarfirði, Stína Gisladóttir. Umbrot: Reynir Fjalar Reynisson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.