Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 38
Hún fékk sálmana frá Guði 100 ára minning Linu Sandell Víöa í Skandinavíu var þess minnst f sumar að 100 ár voru í ár liðin frá andláti Línu Sandell (Carolina Wilhelmina Sandell- Berg), eins þekktasta sálmahöf- undar Svía. Hún fæddist árið 1837. Faðir hennar var sóknar- presturinn og prófasturinn Jonas Sandell. Hann uppgötvaði fljótt að Lína bjó yfir einsökum hæfi- leikum til að semja Ijóð. Hún sjálf var hugfangin af erlendum tungumálum og klassískum bók- menntum og lagði stund á nám í Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvaö sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak i einu, uns til þín í Ijóssins heim ég fer. Sandell-Berg - Sigurbjörn Einarsson Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar nr. 712. þeim efnum fyrir hvatningu föð ur síns. Hún hjálpaði föður sín- um og var í raun ritari hans en hafði engan áhuga á húsverkun- um. En hún var oft veik og rúm- liggjandi. Tímann I rúminu not- aði hún til að yrkja. Tuttugu og eins árs gaf hún út fyrsta Ijóða- safnið sitt með 34 Ijóðum. Útlitið var ekki bjart er faöir hennar dó af slysförum og drukknaði og stuttu síðar létust bæöi móðir hennar og tvær systur. Hún var ómenntuð, meö lang- vinnan sjúkdóm, ógift og atvinnu- laus. En þá fékk hún tilboö um at- vinnu og var beöin um aö vinna fyrir útgáfudeild Evangeliska Fosterlandsstiftelsen. Hún varö síðan fyrsti kvenforlagsstjóri Svía og gaf út 144 bækur. Talið er að hún hafi rutt brautina í barnabók- menntum Svía með útgáfu Ijóða sinna og ýmissa frásagna. Lína gifti sig 35 ára gömul kaupmann- inum Oscar Berg. Eignuðust þau eitt barn sem lifði aðeins stutta stund. Þrátt fyrir sjúkdóma og mótlæti endurspegla sálmar hennar trúartraust og vissu um aö við erum örugg í hendi Guðs Ljóð og söngvar Linu Sandell féllu í góðan jarðveg í þeim vakn- ingum sem gengu yfir Svíþjóö um miðja 19. öld. Voru sálmar hennar og söngvar vinsælir, einkum innan leikmannahreyfinganna og fríkirkj- unnar i Svíþjóð og Noregi framan af, en eru nú sungnir í flestum kirkjudeildum á Norðurlöndum. Textar hennar voru nýir að þvi leyti að þeir voru mýkri, persónu- legri og tengdari reynslu höfundar en sálmakveðskapur hafði verið fram aö þeim tíma. Textarnir tjá löngun, hlýju og einfalt traust á Guði. Án efa endurspeglar þetta reynsluheim hennarsem konu enda nýtir hún óhikað myndir af Guði sem móður. Sjálf var Lína undir miklum áhrifum frá sænska vakningarprédikaranum Carl Olav Rosenius. Sumir sálma Línu eru samdir við vinsæl sænsk þjóðlög en aðrir fengu lög sín eftir á, eins og lagið við sálminn „Dag í senn" sem Oscar Ahnfelt samdi, en ýmsir aðrir textar við það lag hafa verið sungnir á Islandi i áratugi. Lína talaði oft um að hún hefði fengið sálmana sína frá Guði. Ekki síst geröist það á kvöldin eða nóttunni og hún skrif- aöi þá niður jafnóðum. Alls eru eftir hana um 2000 Ijóð og sálmar skrifuð með hennar eigin hendi. Gott dæmi um vinsældir Línu Sandell í samtímanum er að geisladiskurinn Blott en dag, þar sem Carola syngur lög Línu, hefur selst í yfir 100.000 eintökum. Margir af söngum hennar tjá trúartraust og fjalla um gæslu Guðs. Meðal þekktustu sálma hennar eru „Enginn þarf að óttast síður" í þýðingu Friðriks Friðriks- sonar, kvöldbænin „Ó, vef mig vængjum þínum" i þýðingu Magn- úsar Runólfssonar „Dag í senn, eitt andartak í einu" í þýöingu Sigurbjarnar Einarssonar biskups, og „Ó Jesús gef mér sjón að sjái' eg" í þýðingu Bjarna Eyjólfssonar. (Agenda 3:16, nr. 7/2003; Budbareren nr. 15, 2003) 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.