Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 11
synir þá þegar aö sýna mæörum sínum virðingu! Boöoröin eru vitanlega sett löngu fyrir daga lífeyrissjóða og almannatrygginga. í boöoröinu um aö heiðra foreldra sína felst sú ábyrgð aö sjá um aldraöa for- eldra og tryggja þeim mannsæm- andi lífskjör og skilyrði þegar ald- ur færist yfir og heilsan bilar. Á tímum QT og á dögum Jesú voru t.d. ekki mörg úrræöi fyrir ekkjur, sbr. Lúk. 7:11-17 þarsem ekkjan haföi misst alla lífsbjörg sína þeg- ar einkasonur hennar dó. Á þeim tíma var það hlutverk barnanna aö hugsa um fulloröna foreldra sína, heiöra þá með því að ala önn fyrir þeim og foröa þeim frá því að lenda í basli eöa eymd. í þjóöfélagi okkar eru öldruð- um tryggð bærileg ytri lífsskilyrði en fullorönir foreldrar vilja um- fram allt njóta umhyggju og kær- leika afkomendanna. Viröing en ekki hlýðni Heiðra þýðir ekki hlýöa. Vitanlega eiga ung börn að heiðra foreldra sina meö því aö hlýöa þeim. Meö auknum þroska og ábyrgö á eigin lífi dregur úr hlýðninni en áfram ber okkur aö heiöra foreldrana, þótt við eldumst. Þáttaskil veröa i samskiptum foreldra og barna þegar börnin flytjast að heiman. í Matt. 19:4-6 talar Jesús um að maður yfirgefi föður og móður til aö bindast konu sinni. Þau orö hans benda okkur á að viö segjum skiliö viö uppeldisfjölskylduna þegar viö stofnum eigin fjölskyldu aö því marki aö við mótum eigin framtíð, hættum að vera háð for- eldrum og foreldrar eiga ekki aö reyna aö stjórna lífi uppkominna barna sinna! Þá reynir á þroska hvorra tveggja - foreldra og barna - aö geta átt gott samband og varð- veitt virðinguna þótt skoðanir séu ólikar og yngri kynslóö hagi lifi sínu aö einhverju leyti ekki eins og foreldrarnir heföu helst viljaö. Skyldur foreldra Páll víkur aö sambandi barna og foreldra i Efesusbréfinu. „Þér börn, hlýöiö foreldrum yöar vegna Drott- ins, því aö þaö er rétt" (Ef. 6:1). Þessi fyrirmæli eru afdráttar- laus en þeim fylgir skírskotun og áminning til foreldranna: „Þér feöur, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur aliö þau upp meö aga og umvöndun Drottins" (Ef. 6:4). Þetta er hin hlið málsins. Við ættum ekki aö líta eingöngu á fjóröa boðorðið sem fyrirmæli til barna heldur jafnframt hvatningu til foreldra að verðskulda virðingu barna sinna. Það verður einungis gert meö því aö vera réttlát og sanngjörn, heiðarleg og sönn, en umfram allt sjálfum sér samkvæm og góö fyrirmynd. Heiðra Guð og yfirvöld! Viröing er reyndar ekki vinsælt orö í samtímanum þar sem allt á helst aö vera svo kumpánlegt og frjálslegt. Hið sama gildir gagn- vart Guði en það er fjarlægt fjöld- anum aö óttast og viröa Guö. Oft sjást einmitt sorgleg dæmi um samhengiö á milli þess að heiöra hvorki Guð né fólk. Þaö er þó alls engin lítillækkun aö sýna öörum virðingu heldur jafnvel frekar merki um þroska og styrk. Oft hefur veriö sagt aö aga- leysi einkenni íslenskt samfélag. Börn, sem læra ekki aö sýna for- eldrum virðingu, munu ekkert frekar sýna kennurum sínum virö- ingu eða öðrum sem hafa afskipti af þeim. Boðorðið gildir líka um þau önnur sem eru yfir okkur sett eöa bera ábyrgð á okkur. í Rómverja- bréfinu (13:1-4) talar Páll um aö við eigum aö hlýöa yfirvöldum því þau séu gefin af Guöi og vinni verk hans þegnunum til góös. Skilningur Lúthers er i sama anda en hann segir um fjóröa boöorðið: „Vér eigum aö óttast og elska Guö, svo aö vér eigi fyrirlít- um foreldra vora og yfirboðara, eða reitum þá til reiði, heldur höfum þá í heiðri, þjónum þeim og hlýðum, elskum þá og viröum." Höfundur er sóknarprestur i Grensás- kirkju í Reykjavik. sroljoh@li.is Erfitt að taka á móti Jesú „Múslimum reynist mjög erfitt aö taka á móti Jesú. Þrýstingurinn frá fjölskyldunni í garö þeirra sem vilja verða kristnir er svo hrikalega mikill. Viö höfum mætt mikilli andstööu viö þjónustu okkar frá sam- félaginu hér. Þess vegna er svo mikilvægt aö viö séum þolinmóð. Jafnframt er þaö Ijóst aö sú vinna sem bíður þegar fólk hefur gefist Guöi er ótrúlega krefjandi. Fólk þarf mikla hjálp og fræðslu. Við verö- um að vera bæöi fjölskylda þess og þau tengsl sem þaö myndar við umheiminn." (Bakari Kea, fyrrum múslimi, prestur og svæðisstjóri Evang- elísk-lúthersku kirkjunnar í Kenýu, i viðtali við norska blaö- ið Utsyn) Enn ein Jesú-myndin slær í gegn Kvikmyndahús vestanhafs hafa hafið sýningar á nýrri mynd um ævi Jesú sem byggir á Jóhannesar- guðspjalli. Aö baki er kanadíska kvikmyndafyrirtækiö Visual Bible sem þegar hefur gert margar myndir sem byggja á frásögum Biblíunnar, en þær hafa veirö unnar á eins ódýran hátt og unnt er. í mynd- inni um Jóhannesarguðspjall er sparnaöurinn ekki í fyrirúmi og mörg þekkt nöfn kvikmyndaleikara og kvikmyndagerðarmanna birtast á tjaldinu. Jesús er leikinn af Henry lan Cusick, sem hefur ekki áöur leikiö aöalhlutverk i kvikmynd en er þekktur leikari úr breskum leikhúsum. í vor er svo væntanleg kvikmynd Mels Gibsons, The Passion, en báöar leggja þessar kvikmyndir áher- Isu á að fylgja nákvæmlega frásögum Biblíunnar og að umgjörö, búningar og annaö sé eins sögulega rétt og unnt er. Meira má lesa um kvikmyndina á www.gospelofjohnthefilm.com. Ætlunin er aö fjalla nánar um kvikmynd Mel Gibsons í næsta tölublaöi Bjarma. (IMT, 2. november 2003) Mikill vöxtur í Kasakstan Kristnu fólki sem tilheyrir evangelískum kirkjum í Kasakstan hefur á ellefu árum fjölgað úr 40 í 12.000. í landinu ríkir trúfrelsi og samtök evangel- ískra manna í landinu vinna aö því aö frelsið sé virt á ssama hátt í nágrannalöndunum, þar sem flestir eru múslimar og tala tyrknesk mál. Margt fólk sem hefur tekiö kristna trú hefur orðið fyrir því aö fjöl- skyldur þeirra snúa baki viö þeim, þvi litiö er á Jesú sem guð Rússanna. Áriö 1992 voru engar kirkjur i landinu fyrir fyrir fólk sem talar kasösku, en þær eru nú rúmlega 120. (norea.no) 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.