Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.2003, Blaðsíða 29
að ég fluttist til Eyja var ævin- týraþrá. Ég hafði komið þangaö í gosinu og heillaðist og ekki síst af mannlífinu. Inga hafði aldrei hugsað sér að flytja aftur til Eyja en ástin dró hana þangaö. Ég var tuttugu og eins árs þegar ég flutt- ist til Vestmannaeyja. Það var 1974 eöa árið eftir gos. Þar tók- um við strax virkan þátt í starfi Hvítasunnukirkjunnar Betel auk þess sem ég söng í kirkjukór Landakirkju og einsöng við marg- víslegar kirkjulegar athafnir. Við hvað starfaöirþú i Eyjum? Ég er lærður vélvirki en starfaði ekki við það heldur starfaði ég viö verslunarstörf áður en ég gekk til liös viö lögregluna. í lögreglunni i Eyjum var ég í 16 ár og gegndi þar meöal annars starfi rannsóknar- lögreglu á staðnum. Það var mikil lifsreynsla og oft erfið í litlu og jafneinangruðu bæjarfélagi og Vestmannaeyjar eru. Þú hefurlengi veriö áhugasamur iiðsmaður Gideonfélagsins. Hvernig stóö á þvi að þú gekkst i þeirra raöir? Ég haföi lengi hrifist af starfi Gideonfélagsins eða allt frá því að ég fékk að gjöf Nýja testamentið þegar ég var peyi í Austurbæjar- skólanum i gamla daga. Mig hafði dreymt um það lengi að gerast félagi i þessu merka félagi og lét því ekki bjóða mér það tvis- var þegar Gídeondeild var stofnuö í Vestmannaeyjum árið 1981 þótt ég hefði að vísu ekki veriö við- staddur stofnfundinn. Það gleymdist nefnilega að láta mig vita af honum. Ég hef fundið mig sérstaklega vel á meðal bræðra og systra í Gídeonfélaginu. Þetta er alveg sérstakt kærleikssamfélag ólíks fólks með mismunandi viðhorf. Þaö hefur verið góður skóli að um- gangast allt þaö einlæglega trúaða fólk sem er ekki endilega með sama bakgrunn og ég. Augu mín hafa opnast fýrir samstarfi krist- inna manna í gegnum þetta starf. Víðsýni og umburðarlyndi aukist. Þetta félag og starf þess hefur gríðarlega mikla þýðingu sem eitt af sameiningartáknum kristinna manna i þessu landi auk þess að hafa ómetanleg áhrif á kristnina i landinu. Svo eru vinirnir ómetan- legir sem ég hef eignast í gegnum þátttökuna í Gídeonstarfinu. Okkur gengur vel að starfa saman af því að við elskum hvert annað. Þannig gengur okkur betur að ávinna fólk til trúar á Jesú Krist. Þess má geta að Geir Jón var formaður Gídeondeildarinnar i Vestmannaeyjum i 8 ár og hefur meðal annarra trúnaðarstarfa tví- vegis veriö kjörinn forseti Lands- sambands Gideonfélaga á íslandi og gegnt þvi embætti samtals í fimm ár, 1988 - 1991 og 1999 - 2001. Geir Jón í faömi fjöl- skyldunnar, frá vinstri: Inga, Simon Geir, Ragnhildur Lind, Narfi Isak, Steinunn Steinþórsdóttir, Þórir Rúnar og Geir Jón. Þessi með slaufuna kallast Kútur. Ég hef fundið mig sérstaklega vel á meðal bræðra og systra í Gídeon- félaginu. Þetta er alveg sérstakt kærleikssamfélag ólíks fólks með mismunandi viðhorf. Virkar Gideonstarfið? Já, það virkar svo sannarlega. í mínu starfi heyri ég svo marga segja frá því að Nýja testamentið sem Gideonfélagið gaf þeim ung- um hafi verið sú dýrmætasta bók 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.